Feykir - 05.10.2022, Síða 7
og hún er endingargóð og ódýr
í framleiðslu.
Í Skotlandi fengum við
kynningu á starfsemi EBUKI
samtakanna og aðila að þeim.
Við fengum kynningu á starf-
semi The Shieling Project (Selja
verkefnið) sem tekur á móti
ungmennum og kennir þeim
hvernig hægt er að læra sjálf-
bærni af fortíðinni, einkum út
frá lifnaðarháttum við selja-
búskap. Verkefnið snýst mikið
til um útivist – allt frá því að
annast búfénað til þess að reisa
byggingar, vefa körfur, gróður-
setja, smala og heyskap svo
dæmi sé tekið. Einnig fengum
við kynningu á byggingu Creel
torfhússins í Glencoe, starf-
semi Auchindrain Museum og
Highland Folk Museum. Á
Highland Folk Museum hefur
safnið unnið stafræna leiðsögn
um safnið og fékk hópurinn
kynningu á undirbúningi og
vinnslu þess. Það var gaman að
sjá að hjá öllum þessum flottu
söfnum og verkefnum voru
fyrrum nemendur Fornverka-
skólans sem höfðu sótt torf-
hleðslunámskeið á Tyrfings-
stöðum á Kjálka.
Svíar sóttir heim
Í maí á þessu ári gat hópurinn
loksins hist í persónu og var
stefnan tekin til Svíþjóðar að
heimsækja Gamla Linköping
Open Air Museum og Ljusdals-
bygdens Museum. Heimsóknin
var tvískipt og með í för voru
starfsmenn Byggðasafnsins,
Helgi Sigurðsson hjá Fornverki
og kennari hjá Fornverka-
skólanum og Kristín Sigurrós
Einarsdóttir, skjalavörður hjá
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Í Linköping fegnum við kynn-
ingu á starfsemi safnsins og
umgjörðinni sem er samansafn
eldri húsa úr Linköping og
myndar gamlan bæ, ekki ólíkt
því sem maður sér fyrir sér hjá
Emil í Kattholti. Safnið leggur
mikið upp úr metnaðarfullri
sumar- og jóladagskrá þar sem
safngesturinn fer aftur í tím-
ann. Mikið sjálfboðastarf er
unnið á safninu, til dæmis þar
sem heldri konur bjóða upp á
hefðbundið sænskt fika, gæða-
stund þar sem notið er kaffi-
sopans með sjö sortum af
kökum í góðum félagsskap. Við
fengum kynningu á starfsemi
gamalla prentsmiðja, fengum
að spreyta okkur í að gera
kaðla, miðsumars blómakransa,
eldsmíði, þjóðdönsum og girð-
ingagerð. Heimsóttum m.a.
flugherssafnið og fengum
kynningu á listaverkum í al-
mannarými svo dæmi sé tekið.
Að loknum fjórum dásam-
legum vordögum í Suður
Svíþjóð var haldið norður á
bóginn til Fågelsjö Gammel-
gård Bortom Åa, búgarðs sem
er á heimsminjaskrá UNESCO.
Þessi 18. aldar hús þykja einstök
vegna listilega skreyttra veggja
húsanna og er magnað að
heimsækja þennan stað sem
var í eigu sömu fjölskyldunnar í
sjö kynslóðir. Einnig fengum
við að skoða kóbalt námu í
Loos sem var í notkun frá 1733
til 1773, velgengni hennar
mátti rekja til vinsælda kóbalt-
bláa litarins á þessum tíma sem
var til dæmis notaður í gler.
Frumefnið nikkel var upp-
götvað í tengslum við námu-
vinnslu á þessum stað árið
1751. Náman var tæmd af
vatnið árið 1989 og hefur verið
til sýnis síðan. Það var magnað
að koma þangað niður og sjá
munina sem voru skildir eftir
þarna niðri en finnskir verka-
menn voru gabbaðir til að
samningsbinda sig við vinnu í
námuni og sagan segir að þeir
hafi verið svo fegnir þegar
náman fór á hausinn að þeir
yfirgáfu námuna og skildu við
allt á sínum stað.
Þá fengum við leiðsögn um
Hamra þjóðgarðinn frá ungum
og brjáðsnjöllum grunnskóla-
nemendum. Nemendur grunn-
skólans á svæðinu nota þjóð-
garðinn sem námsvettvang og
þau alast upp við það að yngstu
nemendur fá leiðsögn frá hinum
eldri og taka síðar við keflinu.
Þarna læra þau um náttúruna
og um leið að leiðsegja og miðla
Starfsfólk Byggðasafnsins og Fornverks ánægðir meðblómakransana sína í Svíþjóð.
Frá vinstri; Ylfa, Berglind Helgi Sig. og Bryndís.
Hópurinn fékk að smakka hefðbundið íslenskt hnossgæti.
henni til gesta og gangandi.
Ljusdals-bygdens safnið er mjög
tengt grunnskólanum og deila
m.a. húsnæði og í sumum
tilfellum starfsfólki. Það var
gaman að sjá hvernig safninu
hefur tekist til að viðhalda
þessari tengingu. Nemendurnir
vinna sjálfir sýningar í safninu
sem skólaverkefni, tekið er á
móti nemendum á skapandi
hátt og er leikgleðin í fyrirrúmi.
Við áttum eftirminnilegan dag
þegar við fengum öll úthlutað
nöfnum fólks sem var uppi upp
úr aldamótum 1900, þegar
sögufélagið var stofnað. Við
eyddum deginum í að afla
upplýsinga um fólkið í skjala-
safninu, að því loknu völdum
við okkur búninga og fengum
boðskort aftan úr fortíðinni í
kvöldverð þar sem við áttum að
mæta í hlutverkum þeirra sem
við höfðum fengið úthlutað. Úr
varð vægast sagt eftirminnileg
kvöldstund, þar sem fólk var
misdjúpt sokkið í sín hlutverk
og mikið var hlegið. Eftir
heimsóknina stóð upp úr
hvernig hægt er að gera leik úr
sögunni og hafa gaman.
Tengslum haldið lifandi
Þá var komið að lokaheim-
sókninni til Íslands og allt kapp
lagt á að kynna fyrir vinum
okkar úr verkefninu íslenskan
menningararf og það helsta
sem við erum að fást við hér í
Skagafirði. Hópurinn gisti á
Löngumýri sem var hin full-
komna umgjörð fyrir fundinn
og þar var dekstrað við þau alla
daga. Þar sem við erum í
verkefninu vegna Fornverka-
skólans var mikill fókus á torf-
arfinn. Farið var í Tyrfingsstaði
til að skoða endurbyggingu
torfhúsanna þar sem hefur átt
sér stað með námskeiðahaldi
Fornverkaskólans. Helgi Sig
sýndi þeim réttu handtökin við
að rista torf og þau fengu
fræðslu um mismunandi gerðir
torfhleðslu. Við heimsóttum
Lýtingsstaði sem fyrirmyndar-
verkefni um fólk í ferðaþjónustu
sem miðlar torfarfinum, sem
og íslenska hestinum og
fjárhundinum til gesta sinna.
Evelyn Ýr Kuhne sagði þeim frá
byggingu torfhesthússins og
Sveinn Guðmundsson bauð
upp á reiðsýningu til að sýna
sérstöðu íslenska hestsins. Á
meðan heilluðu fjárhundarnir
Sómi og Hraundís gestina upp
úr skónum. Víðimýrarkirkja og
Glaumbær voru heimsótt en í
Glaumbæ tóku glæsilegar
konur í Pilsaþyt á móti hópnum
í baðstofunni. Þau fengu
kynningu á íslenska þjóðbún-
ingnum og skoðuðu sýninguna
„Íslenskir þjóðbúningar og
Pilsaþytur“ í Áshúsi. Í Glaum-
bæ prófuðu þau einnig sýndar-
veruleikasýninguna „Torfbær-
inn: Heimili og vinnustaður“
og þótti mikið til koma. Mörg
hver sáu möguleikana á sams
konar stafrænni miðlun hjá
sínum söfnum. Sigríður Sig-
urðardóttir hélt fyrirlestur um
hefðbundna íslenska matar-
menningu og var hópnum þá
boðið upp á smakk eins og
sviðasultu, harðfisk, taðreykt
hangikjöt og kæstan hákarl við
misgóðar undirtektir. Þá kom
Margrét Ingvarsdóttir frá Ytri-
Mælifellsá og kenndi hópnum
að spinna úr hrosshári og þau
fengu einnig kynningu á
sundmenningu Íslendinga með
því að heimsækja Sundlaugina
á Hofsósi. Þá var ómissandi að
fara með hópinn heim að
Hólum, Nýibær var skoðaður,
þau fengu leiðsögn um Hóla-
dómkirkju og litið var inn á
sýningarnar hjá Sögusetri
íslenska hestsins. Sömuleiðis
heimsótti hópurinn sögu- og
listasýninguna í Kakalaskála.
Það er óhætt að segja að
þátttakendur OWHL verkefn-
isins hafi komið víða við meðan
á verkefninu stóð. Fjölmörg
málefni tengd varðveislu á
áþreifanlegum og óáþreifan-
legum menningararfi voru
skeggrædd og hugmyndum um
hvernig miðla megi menningar-
arfinum til komandi kynslóða
var deilt, t.d. með notkun
stafrænnar tækni, námskeiða-
haldi og ekki síst með því að
tengja fólk saman. Til að mynda
með því að bjóða til þátttöku og
hlúa að þeim sem sýna menn-
ingararfinum áhuga í nærsam-
félagi safnanna. Niðurstaða
verkefnisins var einmitt að
halda tengslunum lifandi með
árlegum fundum, einnig að
gefa út handbók þar sem lesa
má um niðurstöður verkefn-
isins þar sem þátttakendur hafa
tekið saman þau atriði sem
standa upp úr og aðrir geta lært
af, svokallaðar „Fyrirmyndar
starfsvenjur“ (e. best practices).
Handbókina má nálgast á
heimasíðu verkefnisins nú á
haustmánuðum
Hópurinn heldur betur hress eftir að hafa brugðið sér í hlutverk og farið í matarboð upp
úr aldarmótum 1900.
Hópmynd með Pilsaþytskonum við Glaumbæ. Hópurinn fékk einnig kynningu á því
hvernig íslensk veðrátta getur verið síbreytileg.
37/2022 7