Feykir - 05.10.2022, Síða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Virki
Sudoku
Krossgáta
Vísnagátur Sigurkarls
Stefánssonar. Finna skal
út eitt orð úr línunum
fjórum.
Ótrúlegt – en kannski satt...
Algengast er að bæði augu mannskepnunnar séu eins á litinn en
þó eru til undantekningar frá því. Algengasta undantekningin er að
annað augað sé brúnt og hitt blátt. Hestar geta verið bláeygir þó það
sé sjaldgæft og ótrúlegt, en kannski satt, þá geta hestar horft fram með
öðru auganu meðan hitt vísar aftur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Þorskur á þurru landi.
FEYKIFÍN AFÞREYING F
Feykir spyr...
Hvort mynd-
irðu giftast 365
gæjanum eða 50
Shades Of Gray
gæjanum?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Allan daginn 50 shades,
hinn er með allt of dökka
bauga fyrir minn smekk.“
Obba Ýr Einarsdóttir
„Ég myndi giftast báðum
365 gaurunum.“
Sigrúður Jóna Harðardóttir
„Ég held bara báðum, er
ekki fólk að vinna mikið
með viku og viku dæmi
– það má allt í dag.“
Rakel Sturludóttir
„Myndi auðvitað helst
vilja giftast þeim
báðum bara“
Elma Hrönn Þorleifsdóttir
Tilvitnun vikunnar
Guð blessi drullupollana á Vegi minninganna.
– Randy Newman
UPPSKRIFT 1
Gúllassúpa
600 g gúllas (Ég mæli með
góðu ærkjöti, súpan þarf þá
dálítið lengri tíma).
1 rauð paprika, skorin í bita
1 gulur laukur
u.þ.b. 6 meðalstórar kartöflur
1 sæt kartafla
u.þ.b. 3 meðalstórar gulrætur
1 msk. paprika (krydd) Okkur
finnst betra að hafa ½ msk.
reykta papriku sterka og ½
msk. reykt paprika mild. Það
má svo leika sér með það eftir
því hvort fólk vill milda eða
sterka súpu.
1 ½ tsk. cummin (ath. ekki
kúmen)
salt og pipar
chili krydd eftir smekk (ég
notaði chili explosion)
2 msk. ólívuolía
1 lítri kjötkraftur (nautakraftur
og vatn)
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
smátt (eða meira því
hvítlaukur er allra meina bót)
2 msk. smjör
1-2 msk. tómatpúrra
sýrður rjómi
Aðferð: Kjötið er skorið í minni
teninga ef með þarf. Kartöflur,
laukur og gulrætur flysjaðar og
skornar í meðalstóra teninga.
Kjöt, laukur og paprika er steikt
upp úr olíu í stórum potti og
öllum kryddunum bætt út í.
Þegar kjötið hefur fengið lit er
nautakraftinum og tómatpúrr-
unni bætt út í pottinn og suðan
látin koma upp. Þá er smjörinu og
hvítlauknum bætt út í. Látið
malla í u.þ.b. 50 – 60 mín. – súpan
verður enn betri ef hún fær að
malla lengur! Þegar um það bil 20
mín. er eftir af suðutímanum eru
kartöflunum og gulrótunum bætt
út í súpuna. Borin fram með
sýrðum rjóma og góðu brauði ef
vilji er fyrir því. Best er að gera allt
of margfalda uppskrift svo hægt
sé að eiga súpu í frosti langt fram
eftir vetri.
UPPSKRIFT 2
Mjólkurgrautur í ofni
2,5 dl hrísgrjón
2,5 dl vatn
1 lítri nýmjólk
nokkrar smjörklípur
1 tsk. salt
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.
Blandið öllum hráefnum saman í
stórt eldfast mót (amk 2 lítra) eða
pott sem má fara í ofn. Setjið
álpappír yfir og bakið í miðjum
ofni í 1,5 klst. Á meðan er eitthvað
skemmtilegt gert með fjölskyld-
unni. Þegar grauturinn er tilbú-
inn er hrært vel í honum. Ef vilji
er fyrir þynnri graut má bæta
mjólk út í hann. Borið fram með
vel súru slátri og nokkrum köld-
um rúsínum (nema fyrir Begga).
Verði ykkur að góðu!
Abba skora á Árna Gísla Bryn-
leifsson og Heiðu B. Jóhanns-
dóttur að taka við matgæðinga-
þætti Feykis.
Gúllassúpa og
mjólkurgrautur
Það er Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir (Abba) sem er matgæðingur
vikunnar en hún er menntaður Bowentæknir og er ásamt eigin-
manni sínum, Guðbergi Ellerti (Begga) með B.A. í þroskaþjálfafræð-
um. Í dag starfar hún sem bílstjóri, kynningaraðili og sölumaður hjá
Smáframleiðendum á ferðinni sem Vörusmiðja – BioPol á Skaga-
strönd heldur utan um og Beggi starfar á sambýlinu í Fellstúni sem
forstöðuþroskaþjálfi. Abba og Beggi eiga saman tvö börn, Harald
Óla (Halla) 18 ára, starfar hjá Sveitasetrinu Hofstöðum, og Hörpu
Sóllilju (Skrípið, hennar orð) 11 ára grunnskólanema.
„Matargerð er vissulega ekki mín sterkasta hlið og ég get ekki
sagt að ég njóti þess að brasa í eldhúsinu. Ég er meira í forvinnunni
áður en hægt er að kalla hráefnið máltíð. Því sækist ég mjög eftir
því að elda í stórum skömmtum og eiga í frosti eða geta sett allt í
einn pott og þurfa lítið að hugsa um matinn fyrr en hann er
tilbúinn. Gúllassúpa er tilvalin í frostið og mjólkurgrautur er það
allra besta þegar mann langar að gera eitthvað annað en að elda.
Mér finnst þó mikilvægt að nýta eðal hráefni og það er mikill
kostur ef það kemur úr héraði,“ segir Abba.
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir Sauðárkróki
Harpa Sóllilja, Abba, Beggi og Haraldur Óli. MYND AÐSEND
37/2022 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Umsetið af óvinunum.
Atriði í hnakksmíðunum.
Kennt við vír í kvenbúnaði.
Kennt við þig í stóriðnaði.
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson