Feykir - 05.10.2022, Síða 3
„Það er vaxandi stuðningur við
varaflugvöll á Sauðárkróki, bæði
í samfélaginu og meðal þing-
manna,“ segir Bjarni Jónsson,
þingmaður Vinstri grænna, í
samtali við Feyki en hann lagði á
dögunum fram þingsályktunar-
tillögu þar sem lagt er til að gerð
verði ítarleg athugun á kostum
þess að gera Alexandersflugvöll
að varaflugvelli. Bergþór Ólason,
þingmaður Miðflokksins í Norð-
vesturkjördæmi, er meðflutn-
ingsmaður.
Fari svo að tillagan verði
samþykkt mun Alþingi fela
innviðaráðherra að fram-
kvæma athugun á kostum þess
að gera flugvöllinn á Króknum
að varaflugvelli fyrir Kefla-
víkurflugvöll, Reykjavíkurflug-
völl, Akureyrarflugvöll og
Egilsstaðaflugvöll.
Í færslu á Facebook segir
Bjarni m.a. landsmenn hafi
verið minnta rækilega á eld-
fjallavirkni í nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins og á Reykja-
nesi og áhættuna sem hún
skapar millilandaflugi. „Það er
því mikil þörf á varaflugvelli
þar sem aðstæður til lendingar
og flugtaks eru sem bestar, ekki
mjög fjarri Keflavíkurflugvelli
og einnig flugvellinum á Akur-
eyri. Aðrir flugvellir uppfylla
það ekki eins vel. Það er því
mjög margt sem mælir eindreg-
ið með því nú að Alexanders-
flugvöllur verði gerður að
varaflugvelli,“ segir Bjarni.
Þingmenn annarra kjör-
dæma að átta sig á tækifær-
unum og hagsmununum
Feykir sendi Bjarna nokkrar
spurningar og forvitnaðist fyrst
um hvort hann teldi vera
samhljóm innan þinghóps
Norðvesturkjördæmis um mál-
ið eða hvort þar væru uppi fleiri
hugmyndir um varavöll. „Það
er vaxandi stuðningur við
varaflugvöll á Sauðárkróki,
bæði í samfélaginu og meðal
þingmanna. Því vænti ég þess
að sem flestir þingmenn NV
kjördæmis leggist á árarnar
með okkur að fylgja málinu
eftir, þó í hópnum séu vissulega
þingmenn sem hafa fremur
bent á aðra fjarlægari staði. Það
sem er kannski mikilvægast er
að þingmenn annarra kjör-
dæma eru sömuleiðis að átta
sig á tækifærunum og hags-
mununum sem þarna eru
Bjarni Jónsson leggur fram þingályktunartillögu
Vill láta kanna kosti þess
að varaflugvöllur verði
á Sauðárkróki
HÚNABYGGÐ
Leikskóli Húnabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara,
leikskólaliða eða starfsmenn með aðra menntun eða reynslu
sem nýtist í starfið á Leikskóla Húnabyggðar.
Í boði er spennandi og skemmtilegt starf með börnum og er um að ræða 100% stöður
sem og hlutastörf, til framtíðar. Við leikskólann starfar reynslumikill hópur kennara
og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan leikskóla betri alla daga.
ATHUGIÐ - Í Húnabyggð hafa verið samþykktar sérstakar aðgerðir til þess að bæta
starfsumhverfi leikskólakennara og annara starfsmanna leikskólans. Þar ber helst að
nefna að starfsfólk leikskóla sveitarfélagsins uppfylli 100% vinnuskyldu með 7 klst.,
vinnudegi, hlutastörf skalast hlutfallslega niður á sama hátt. Einnig fá fastráðnir
starfsmenn árskort í sund og þrek í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi án endurgjalds.
Sjá nánar: www.hunabyggd.is
Menntunar og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaranám eða annað kennaranám sem veitir leyfisbréf til kennslu eða annarri
háskólamenntun (BS, BA eða B.Ed.) sem nýtist í starfi.
• Fáist ekki starfsmenn með kennararéttindi er heimilt að
ráða leikskólaliða eða leiðbeinendur.
• Starfsmaður geti sýnt frumkvæði, sjálfstæði og hafa faglegan metnað fyrir starfi sínu.
• Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti.
• Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.
• Góð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.
Leikskóli Húnabyggðar er með tvær starfstöðvar, Barnabær á Blönduósi
og Vallaból á Húnavöllum. Leikskólinn er 6 deilda með börn á
aldrinum 12 mánaða til 5 ára, alls um 80 börn.
Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2022.
Sótt er um starfið á heimasíðu Barnabæjar https://barnabaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar gefur Þórunn Ragnarsdóttir leikskólastjóri og Kristín Birgisdóttir,
aðstoðarleikskólastjóri í síma 455-4740 eða með tölvupósti barnabaer@hunabyggd.is
Skemmtileg störf í leikskóla!
CMYK%
Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18
Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0
GRÁSKALI
Black = 40%
Black = 100%
PANTONE
PANTONE 278 C
PANTONE 287 C
Logo / merki
BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT
ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND
T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is
Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar
Hnjúkabyggð 33
540 Blönduós
Sími: 455 4700
blonduos.is
undir á landsvísu með því að
gera Alexandersflugvöll að
varaflugvelli.“
Hefur þú upplýsingar um
hvort gera þurfi einhverjar
breytingar á flugvellinum til
að hann geti nýst sem vara-
flugvöllur? „Þörf er á frekari
rannsóknum og undirbún-
ingsvinnu og ráðast þarf í
umtalsverðar umbætur og upp-
byggingu á flugvellinum svo
hann geti þjónað sem milli-
landaflugvöllur. Það þarf að
styrkja yfirborð brautarinnar
og mögulega breikka núverandi
flugbraut. Sömuleiðis endur-
nýja og koma upp margvís-
legum nýjum búnaði. Aðflugs-
ljósum, ILS búnaði, nýju
fjarskiptakerfi og tækjabúnaði
vegna slökkvistarfs og hreins-
unar svo nokkrir mikilvægir
þættir séu nefndir. Vert er að
halda til haga að viðhald á
vellinum hefur vægast sagt
verið í lágmarki til margra ára,
nauðsynlegur tækjabúnaður
ekki endurnýjaður og í raun
hægt að tala um vanrækslu, en
flugvöllurinn gegnir, og mun
gera áfram, þýðingarmiklu
hlutverki fyrir sjúkraflug.
Sumar af þeim úrbótum sem
ekki þola frekari bið þarf að
ráðast í eftir sem áður, þó þær
muni einnig nýtast í upp-
byggingu Alexandersflugvallar
á Sauðárkróki sem varaflug-
vallar. Þetta er augljóslega betri
kostur en að byggja upp nýjan
flugvöll frá grunni og fyrir
liggur að aðstæður eru hvergi
betri.“
Nú eru ansi margir staðir sem
sækjast eftir því að fá vara-
flugvöllinn og benda á kosti
síns svæðis; þú bendir á
frábæra staðsetningu Alex-
andersflugvallar, hann er í
nægilegri fjarlægð frá elds-
umbrotasvæðum, gott aðflug
og völlurinn ekki of langt frá
Reykjavík og Akureyri. En
hvaða jákvæðu þættir tengjast
því fyrir samfélögin, til dæmis
Skagafjörð, að fá varaflugvöll
á sitt svæði? „Því fylgja gríðar-
leg tækifæri fyrir Skagafjörð
og nærliggjandi byggðarlög ef
Alexandersflugvöllur yrði
byggður upp sem varaflug-
völlur. Vænta má mikillar upp-
byggingar vegna viðbúnaðar og
þjónustu við notendur vallar-
ins, en margvíslegir innviðir
þurfa að vera til staðar svo
varaflugvöllur geti gegnt hlut-
verki sínu. Þessu mun fylgja
fjöldi margvíslegra starfa með
tilheyrandi margföldunaráhrif-
um fyrir samfélagið. Þá opnast
einnig nýir möguleikar við
nýtingu vallarins. Margþætt
öryggishlutverk vallarins hefur
líka mikla þýðingu fyrir íbúa
landshlutans, þar með talið
traustari aðstæður til sjúkra-
flugs,“ segir Bjarni að lokum.
/ÓAB
Bjarni Jónsson. MYND AF FB
Sveitarfélagið Skagaströnd
óskar eftir verktaka til að sinna
snjómokstri innanbæjar. Á
heimasíðu sveitarfélagsins
segir að verkið felist í því að
sinna snjómokstri, þ.e. hreinsun
á snjó og krapa á akstursleiðum
innan þéttbýlismarka sveitar-
félagsins og hafa tiltækan þann
búnað og mannskap sem þarf
til þeirra verka.
„Hægt er að sækja gögn
vegna verðkönnunar á
skrifstofu sveitarfélagsins frá og
með 3. október en skila þarf inn
tilboðum vegna verðkönnunar
fyrir 16:00 7. október 2022 á
skrifstofu sveitarfélagsins eða á
netfangið sveitarstjori@
skagastrond.is,“ segir á skaga-
strond.is en áskilinn er réttur til
að semja við einn eða fleiri
aðila, taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum. / PF
Skagaströnd
Óska eftir verktaka
í snjómokstur
37/2022 3