Feykir


Feykir - 05.10.2022, Blaðsíða 6

Feykir - 05.10.2022, Blaðsíða 6
Byggðasafn Skagfirðinga fékk til sín góða gesti dagana 22. - 26. ágúst síðastliðinn. Um var að ræða síðasta fund þátt- takenda í Evrópuverkefninu „Our Way Heritage Lives“ (OWHL), sem gæti útlagst á íslensku sem „Svona varð- veitum við menningararfinn“. Sjö söfn og menningarstofn- anir eru aðilar að verkefninu; Gamla Linköping Open-Air Museum og Ljusdalsbygdens museum í Svíþjóð, Sagalunds museum í Finnlandi, Haus Gutenberg í Liechtenstein, Highland Folk Museum og EBUKI/Earth Building UK & Ireland í Skotlandi og Byggða- safnið er þátttakandi fyrir hönd Fornverkaskólans. Menningarstofnanirnar eiga það sameiginlegt að veita full- orðnum fræðslu um menn- ingararf og búa hver um sig yfir mikilli reynslu á því sviði en deila sams konar áskorunum sem rekja má til smæðar stofn- ananna og landfræðilegrar staðsetningar. Verkefnið snýst um að deila reynslu og skiptast á hugmyndum um hvernig er að kljást við þessar sameiginlegu áskoranir. Verkefnið fór af stað haustið 2019 og hófst með heimsókn til Liechtenstein þar sem heimsótt voru söfn og minjastaðir. Hópurinn fékk kynningu á því hvernig menningararfurinn er varðveittur – hvort sem það voru munir, hús eða hand- verksþekking – og honum miðlað áfram. Það var áhuga- vert að sjá það sem var ólíkt og líkt með Íslandi og Liechten- stein. Bæði eru þetta smáríki með fátt fólk, við á eyju en þau umvafin öðrum þjóðum, mitt á milli Sviss og Austurríkis. Það fer mikið fyrir húsaarfinum og varðveislu hans í verkefninu, og þar ber mikið á milli en í Liechtenstein eru tignarlegir kastalar og reisuleg timburhús ólík torfhúsunum, kastölum okkar Íslendinga. Þegar heim- sótt voru byggðasöfn sem miðluðu lifnaðarháttum til sveita bar meira á því sem sameiginlegt var á milli ríkj- anna og margir kunnuglegir BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA GREINIR FRÁ ÞÁTTTÖKU SAFNSINS Í ERASMUS-VERKEFNI Svona varðveitum við menningararfinn gripir, t.d. strokkar, engjafötur, rokkar o.s.frv. Þar var einnig stundaður seljabúskapur líkt og hér á landi nema með kýr. Í verkefninu er lögð áhersla á verklega þætti og kennslu í handverki og réttum hand- brögðum. Í Liechtenstein heimsóttum við verknámshús í framhaldsskóla og lærðum að smíða skordýrahótel. Full tilhlökkunar um að hittast í Finnlandi á ný sumarið 2020 kvaddi hópurinn Liechtenstein. Úr því varð þó ekki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Haldnir voru mánaðarlegir fjarfundir allt frá upphafi verkefnisins og fljótlega varð faraldurinn meginstef netfund- anna, líkt og annars staðar. Þátttakendur ræddu ástandið í hverju landi fyrir sig, einnig samkomutakmarkanir og sótt- varnaráðstafanir sem voru afar ólíkar á milli landa. Einnig viðbrögð safnanna við þessum framandi aðstæðum og áskor- unum. Haldnar voru kynningar um hvernig söfnin héldu uppi starfsemi og miðluðu m.a. með stafrænni tækni, einkum í gegnum samfélagsmiðla. Þar sem áhersla var lögð á það í verkefninu að vinna í hönd- unum var Byggðasafnið með fræðslu fyrir hina þátttakend- urna um uppruna öskudagsins Hópmynd á Tyrfingsstöðum. Helgi kennir hópnum að rista torf (2) MYNDIR: HING og kennslu í öskupokasaumi. Highland Folk Museum var með kynningu á skoskum sígaunum og sýndu hvernig á að búa til rósir að hætti sígaun-anna, með trjágreinum og kreppappír svo dæmi sé tekið. Þessir mánaðar- legu fundir reyndust söfnunum mikill stuðningur á þessum erfiðu tímum. Stafræn leiðsögn Faraldurinn dróst á langinn en verkefninu var ekki veittur framlengdur frestur. Þá voru góð ráð dýr og heimsóknirnar til Finnlands og Skotlands urðu að netráðstefnum. Í Finnlandi fengum við kynningu á Sagalund safninu í suðurhluta Finnlands. Í gegnum netið fórum við í siglingu á skútu og fengum kynningu á því hvernig skútan var endurbyggð með aðstoð sjálfboðaliða. Fylgdumst með bökun á hefðbundnum Karelian bökum með vatn í munni, handbrögð við girð- ingavinnu og fengum kynningu á finnskri sánamenningu. Einnig fengum við að sjá hvernig hefðbundin málning sem notuð er víða í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi er blönduð um leið og við fengum kynn- ingu á sögu hennar. Hún er rauð á lit, svokölluð Falu rauð, Margrét frá Ytri-Mælifellsá sýnir hvernig unnið er með hrosshár. 6 37/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.