Feykir


Feykir - 05.10.2022, Side 8

Feykir - 05.10.2022, Side 8
Skagafjörðurinn skipar stóran sess í hjarta mínu, en það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki heim. Þegar ég fékk áskorunina um að skrifa þennan pistil frá Páli Jens vini mínum fann ég mig knúinn til að koma á blað því sem Skagafjörður hefur gert fyrir mig og hvernig sá staður hefur mótað mig sem einstakling. Samfélagið í Skagafirði hefur upp á mikinn fjölbreytileika að bjóða, fjölbreytni sem endurspeglar íslenskt raunhagkerfi vel. Það er einmitt nálægðin við fólkið í firðinum sem gerir það að verkum að maður fékk verulega góða tilfinningu fyrir raunhagkerfinu. Sem dæmi þá var einfalt að fara út í sláturhús og sjá kjötvinnsluna, fara niður á höfn og sjá togarana landa og flutningaskipin flytja steinullina á brott. Það kom einnig fyrir að við vinirnir mættum klukkan sex á laugardagsmorgnum í Mjólkursamlagið og fengum að fara í sveitina með mjólkurbílnum. Nálægðin við sveitina gefur manni mikið en það voru mikil forréttindi að geta verið í sveit hjá hjá frændfólki öll sumur. Breyting í mínu lífi Þegar ég var tólf ára gamall fluttist ég frá Sauðárkróki yfir á Hofsós. Það að flytjast frá Sauðárkróki, stóra höfuðstaðnum, yfir á Hofsós var mikil breyting í mínu lífi en þar tók Árni Egilsson, faðir minn við starfi sveitarstjóra. Að alast upp í litlu samfélagi var mjög gefandi enda skipta allir miklu meira máli en samkenndin eykst eðli málsins samkvæmt. Þú einfaldlega varðst að taka þátt í öllu; æfa þær íþróttir sem í boði voru, starfa í björgunarsveitinni, mæta á alla viðburði og í raun var gert ráð fyrir því að við krakkarnir myndum troða upp á öllum skemmtunum. Við félagarnir vorum ekki nema um 14 ára þegar við hófum að veita tölvu- og prentþjónustu fyrir fólkið í bænum, já, stofnuðum fyrirtækið Hofsprent. Fjölbrautaárin á Bárustígnum Svo voru það árin í Fjölbrautaskólanum, skóli þar sem nemendur koma af stóru svæði frá nokkrum bæjarfélögum. Stór hluti nemenda var að flytja í fyrsta sinn að heiman inn á heimavist eða til ættingja. Sjálfur flutti ég til afa og ömmu á Bárustíg. Þarna birtist fjölbreytileikinn einmitt aftur. Þetta var ekki eins og að skipta um bekk í grunnskóla, þ.e.a.s. ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Vilhjálmur Árnason brottfluttur Skagfirðingur Hjartað slær í Skagafirði ekki mann í lögregluna. Úr varð að ég hóf störf þar stuttu síðar og var þar næstu tíu árin á eftir. Þaðan lá svo leiðin inn á Alþingi. Í störfum mínum sem lögreglu- og alþingismaður hefur reynslan mín, þekkingin og tengslanetið úr Skagafirðinum nýst vel, enda lærði ég þar að þekkja mismunandi aðstæður og verkefni. Það að alast upp í Skagafirði hefur hjálpað mér að takast á við lífið; verkefnin en ekki síður reynslan úr sveitinni sem hafa reynst mér svo ómetanlega hefur þroskað mig á alla lund. Það sakar ekki í pólitíkinni að geta tengt við fólk og aðstæður í gegnum Skagafjörðinn hvar sem maður er staddur hverju sinni. - - - - Ég vil ljúka þessu með því að sendi hlýjar kveðjur héðan úr Grindavíkinni heim í Skagafjörðinn og skora ég á félaga minn Óla Björn Kárason, Skagfirðing og alþingismann, að rita næsta pistil. sömu nemendurnir sem gengu áfram sömu leið í skólann. Þarna gafst manni tækifæri á að víkka út tengslanetið enda margir nemendanna komnir héðan og þaðan frá mismunandi stöðum, m.a. frá Vestfjörðum, úr fjölbreyttum aðstæðum og umhverfi, nemendur sem mynduðu fjölbreytt og virkt skólasamfélag. Örlagavaldurinn Bjössi Mikk Þegar ég lauk skólagöngu minni í fjölbraut vissi ég ekki hvað myndi taka við. Örlögin gripu hins vegar inn í og stýrðu því að ég hitti yfirlögregluþjóninn, Bjössa Mikk, úti á götu og spurði hvort þá vantaði Vilhjálmur Árnason. MYND: ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON Eins og Feykir sagði frá í síðasta blaði mun Leikfélag Sauðár- króks færa haustverkefnið sitt, Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson, upp á svið Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð, en miklar fram- kvæmdir standa nú yfir í Bifröst sem vonir stóðu til að yrðu yfirstaðnar fyrir áætlaðan frumsýningardag. „Að sögn Guðmundar Þórs Guðmundssonar, umsjónar- manns eignasjóðs Skagafjarðar er þegar búið að setja upp lyftu fyrir hreyfihamlaða í Bifröst en nú sé verið að ganga frá, sparsla mála og setja upp brunakerfi og flóttaleiðir. Eldhúsið sem var á efri hæðinni fær nýtt hlutverk en þangað kemur lyftan upp og einnig verða þar salerni fyrir fatlaða. „Einnig er verið að einangra suðurkofann, sem lítið var notaður, en þar verður hægt að koma fyrir fatahengjum og þvíumlíkt. Það mun rýmkast mikið þarna á efri hæðinni,“ segir Guðmundur Þór. Skilaboðaskjóðan í Miðgarði Bifröst vonandi tilbúin fyrir árslok „Svo eigum við eftir að athuga með ný sæti í salnum, sem mér finnst kominn tími á og vona að það gangi eftir,“ bætir hann við. Hann segir að einnig sé verið að fara í það að taka upp allar hellur fyrir framan húsið og útbúa ramp fyrir hreyfi- hamlaða að aðalinngangi sem þýði að brjóta þurfi tröppur og útbúa nýjar. Aðspurður um verklok sagði hann ekki þora að spá en vonar að þau verði áður en árið er úti. En hvað skyldi hafa tafið verkið? „Þetta gekk illa í sumar þar sem ekki var hægt að fá nokkurn iðnaðarmann í þetta auk þess að við misstum tvo góða starfsmen sem hættu. Þetta hefur allt mikið dregist en við ætluðum að vera komin miklu lengra með þetta. Það er líka annað í þessu, slökkviliðið kom með miklar athugasemdir við húsið þar sem ekki er brunaviðvörunarkerfi og raf- magn þannig frá gengið að ekki þykir boðlegt vegna eldhættu. Þannig að það er líka verið að taka húsið í gegn brunatækni- lega,“ segir Guðmundur. Ákaflega vel tekið á móti okkur Þrátt fyrir framkvæmdir í Bif- röst náði Leikfélagið að æfa í húsinu en síðasta sunnudag fór fyrsta æfing fram í Miðgarði. Sigurlaug Dóra Ingimundar- dóttir, formaður, segir spenn- andi að breyta til. „Þetta eru miklar breytingar þar sem við höfum alltaf verið í Bifröst en þetta er spennandi. Við lítum alla vega þannig á að í staðin fyrir að gera eitthvert vandamál úr þessu, að gera þetta spennandi og lausnar- miðað.“ Sigurlaug segir leikara hafa tekið þessu vel sem sýni hve flottur hópurinn sé sem stendur að þessu. „Við erum að koma inn í Miðgarð þar sem er full dag- skrá og hópar að hliðra til fyrir okkur svo við getum æft og sýnt. Það eru margir sem eru að koma til móts við okkur eins og kórarnir Heimir, Sóldís og Kammerkórinn, einnig Tóna- dans. Kristín Halla, húsvörður Miðgarðs, hefur aðstoðað okkur við að koma þessu öllu saman.“ Formaðurinn segir að nú sé þetta eins og söguþráðurinn í leikritinu að allir þurfa að leggjast á eitt og hjálpa til. „Það eru bara fjórar sýningar, þar sem salurinn í Miðgarði rúmar fleiri en Bifröst, og snýst um að fólk setji það í forgang að mæta í Varmahlíð.“ Leikstjóri Skilaboðaskjóð- unnar er Pétur Guðjónsson en hann segir það hafa gengið vel að æfa í Miðgarði. „Á þessari stundu er ekki komin leikmynd en það er í vinnslu. Það var svolítið eins og hópurinn hafi verið að bíða eftir því að komast þangað, sem er mjög eðlilegt. Það má líka koma fram að það hefur verið ákaflega vel tekið á móti okkur í Miðgarði,“ segir Pétur sem líst ákaflega vel á það að sýna í Miðgarði. Frumsýning verður miðviku- daginn 12. október klukkan 18, önnur sýning á sama tíma á föstudag og svo klukkan 14 laugar- og sunnudag. Miða- pantanir í síma 849 9434. / PF Starfsmenn Tengils, Birkir og Max, unnu að brunakerfi í Bifröst er Feykir leit við í gær MYND: PF 8 37/2022

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.