Feykir


Feykir - 05.10.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 05.10.2022, Blaðsíða 10
Bók-haldið bankar að þessu sinni upp á á fremsta bænum í Fljótum, Þrasastöðum, og raskar ró Írisar Jónsdóttur, bónda. Hún er af árgangi 1971, stúdent frá FSu á Selfossi og búfræðingur frá Hvanneyri. Auk þess að vera bóndi vinnur Íris í Grunnskólanum austan Vatna, að hluta á bókasafninu. „Ég er alin upp á Selfossi. Kem í Fljótin og byrja að búa með Jóni Elvari Númasyni frá Þrasastöðum 1993. Við eigum fjóra syni,“ segir Íris en það eru; Þórgnýr (1996), húsasmiður, giftur Kolbrúnu Lind Malm- qvist og þau eiga tvær dætur, Skarphéðinn (1999), vélstjórn- arnemi, býr með Daníelu Jóhannsdóttur, Konráð (2005) vélstjórnarnemi, hans kærasta er Herdís Valdimarsdóttir og yngstur er Hlynur (2008), grunnskólanemi. Þegar Íris svarar Bók- haldinu síðustu vikuna í sept- ember er hún með dágóðan stafla af bókum á náttborðinu. Fyrst skal nefna Elspu – sögu konu, skráð af Guðrúnu Frímannsdóttur, síðan er hún með slöttung af Ferðafélags- bókum, Strandapóstinn, ljóða- bókina Garðskúr afa Sig eftir Sigmund Erni, sem hún segir vera skemmtilega. Þá má finna My Side Of the Mountain sem segir sögu drengs sem fer að heiman og reynir að lifa á því sem landið gefur og tekst það bara vel. „Einar Áskell og Kuggur, þær eru á náttborðinu síðan ömmustelpurnar voru í heimsókn,“ bætir Íris við. Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina? „Sú sem er mér ofarlega í huga þessi misserin er bók eftir Hrafn Jökulsson, Þar sem vegurinn endar. Ekki bara er sú bók svo vel skrifuð heldur líka að sögusviðið er frá mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi, Árneshrepp á Ströndum. Hrafn lést fyrir stuttu en hann var góður penni eins og sagt er og hefði verið gaman að lesa meira eftir hann. Ég hitti Hrafn síðast í Norðurfirði, á þeim góða stað. Blessuð sé minning hans.“ Hvers konar bækur lestu helst? „Ég les mikið ferðabækur. ( BÓK-HALDIÐ ) oli@feykir.is „Gat varla lesið þar sem augun flóðu í tárum“ Íris Jónsdóttir | bóndi á Þrasastöðum í Fljótum Árbækur FÍ eru í miklu uppáhaldi en þær bækur liggja víða um húsið og gaman og gagnlegt að glugga í þær.“ Íris nefnir líka ævisögur og að barnabækur sé gaman að lesa fyrir börnin. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? „Hestabækur, Sörli sonur Toppu og Trygg ertu Toppa. Bækur Astrid Lindgren ég held að Bróðir minn Ljónshjarta eigi þar vinninginn. Bækur Ármanns Kr. las ég allar. Bláskjá fann ég í sveitinni. Svo las ég alltaf dönsk Andrés blöð. Sótti þau í búðina, tvö upprúlluð og pökkuð í hvítan maskínupappír. Búðin var Höfn, beint á móti brúnni á Selfossi en núna er þar nýi miðbærinn.“ Er einhver ein bók sem hefur sérstakt gildi fyrir þig? „Pabbi minn er mikill lestrarhestur, les mikið og hratt. Hann gefur mér alltaf vel valda bók á jólum. Um síðustu jól fékk ég Ilmreyr eftir Ólínu Þorvarðardóttur. Afskaplega falleg bók hjá henni sem segir sögu þriggja kynslóða kvenna. Við pabbi tölum mikið um bækur en ég á ekkert í hann þegar kemur að bóklestri. Hann er líka svo minnugur á það sem hann les.“ Hvaða rithöfundar eða skáld fá hjartað til að slá örar? „Það er enginn sérstakur en ég hafði gaman af að lesa Sextíukílóa- bækurnar hans Hallgríms og bíð spennt eftir þriðju og síðustu. Hann hlýtur að fara með söguna aðeins inn í Fljót og spinna Skeiðsfossvirkjun og Stífluvatnið við þráðinn.“ Hversu margar bækur heldurðu að þú eignist árlega? „Ég hef enga þörf fyrir að eiga stóran stafla af bókum – fyrir utan Árbækur FÍ.“ Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? „Um tíma kom ég alltaf við á Amtsbókasafninu þegar ég fór á Akureyri og fór drekkhlaðin af bókum, þá aðallega barnabókum fyrir blandaðan aldur. Í dag er skólabókasafnið á Hofsósi mitt aðalsafn og svo reyni ég að koma við á bókasafninu á Króknum þegar ég fer þangað.“ Hvaða bók heldurðu að þú hafir lesið oftast eða er einhver bók sem þér finnst þú ættir að lesa árlega? „Árbók Ferðafélagsins, Ystu strandir norðan Djúps. Hún kom í mína eigu frá föðurafa mínum og var mín fyrsta Árbók. Aðventa Gunnars Gunnarssonar er hluti af jólum og enn skemmtilegra að hafa kveikt á sjónvarpi og hlusta á YouTube rás þar sem Ólafur Darri les. Agga Gagg eftir Pál Hersteinsson er mikil uppá- haldsbók hér en sögusviðið er Árneshreppur á Ströndum og þar fylgist Páll með skollum á Norður-Ströndum og víðar og tekst að koma því sem fyrir kemur vel frá sér á prenti. Auk þess er hún með mikið af fallegum myndum.“ Hvaða bækur lastu fyrir börnin þín? „Ég las allt fyrir mína stráka og var kvöldlesturinn dásamlegar samverustundir. Ef ég var orðin þreytt á barna- bókunum las ég fyrir þá það sem ég var að lesa. Man ég eftir einu tilfelli þar sem ég var að lesa Ljósu eftir Kristínu Íris Jónsdóttir. MYNDIR AÐSENDAR Fararstjóri að lesa úr bók Jakobínu Sigurðardóttir í Hælavík, séð til Almenninga. Steinsdóttur og var stödd í mjög svo átakanlegum kafla og gat varla lesið þar sem augun flóðu í tárum og endaði að við vorum öll farin að skæla, strákarnir yfir mömmu sinni og ég yfir bókinni. Ég kynnti þá auðvitað fyrir Astrid Lindgren og Guðrúnu Helgadóttur, Sven Nordqvist en hann skrifaði um köttinn Brand og Pétur gamla. Fjalla- Bensa varð að lesa reglulega og Vefinn hennar Karlottu og þá hrundu líka tár hjá stórum og smáum. Ævintýrið um Auga- stein eftir Felix Bergsson og Höllu S. Þorgeirsdóttur er skyldulesnig fyrir jólin. Disney- bækurnar eru líka vinsælar og þá er Guffi í villta vestrinu upplesinn í þeim flokki. Ömmustelpurnar voru fljótar að velja hana líka en þar fellur eplið ekki langt frá eikinni. Ég sakna þessara samveru- stunda.“ Hefur þú heimsótt staði sérstaklega vegna þess að þeir tengjast bókum sem þú hefur lesið? „Já, ég fór ásamt einum af okkar strákum í Aðalvík, Hesteyri og Grunnvík fyrir nokkrum árum og það varð ekki hætt fyrr en við höfðum labbað um víkur og firði ystu stranda norðan Djúps. Og ég á eftir að teyma hina með mér og sýna þeim þennan ótrúlega stað þar sem „..fólkið miðaði vöku sína og svefn við sól og stjörnur og átti allt sitt undir fiskigengd, skepnuhöldum og árferði.“ Svo vitnað sé í lokaorð Guðrúnar Ásu Grímsdóttur höfundar Árbókar 1994 FÍ.“ Hver er eftirminnilegasta bókin sem þú hefur fengið að gjöf? „Ég fékk í fimmtugsafmælis- gjöf bók frá kærum sveitunga, Erni Þórarinssyni, Hálendið í náttúru Íslands eftir Pál Ólafs- son. Óvænt gjöf og góð.“ Hvað er best með bóklestri? „Mjúk sæng og litlir barna- lófar.“ Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? „Ferðafélagsbók og hvetja þann hin sama til að reima á sig gönguskóna og arka af stað.“ Þegar fólk við drykk og dufl drabbar suður í löndum, saumum við okkur sálarkufl úr sólskini norður á Ströndum. Sr. Jónmundur Halldórsson á Stað í Grunnavík. 10 37/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.