Feykir - 05.10.2022, Qupperneq 9
Um næstu helgi fer fram
alþjóðlega brúðulista-
hátíðin HIP Fest
(Hvammstangi
International Puppetry
Festival). Er þetta í þriðja
sinn sem hátíðin fer fram
en hún hefst föstudaginn
7. október og stendur
fram á sunnudag
9. október. Mikilvægt
að mynda góð tengsl
við þessa erlendu
listamenn upp á framtíðar
samvinnu, segir
Greta Clough.
Hátíðin nýtur sívaxandi vin-
sælda, enda afbragðskostur að
njóta menningarlegs helgarfrís
með fjölskyldu og vinum í rétt
rúmlega tveggja tíma aksturs-
fjarlægð frá Reykjavík, segir
Greta Clough – listrænn stjórn-
andi Handbendis brúðuleik-
húss, núverandi Eyrarrósarhafa
en hún ber hitann og þungann
af skipulagi hátíðarinnar og
móttöku þeirra erlendu lista-
manna sem til landsins koma
sérstaklega til að sýna á
Hvammstanga. Aðspurð segir
hún aðdráttarafl Íslands vera
afar hjálplegt við að bóka lista-
mennina, enda eru á hátíðinni
listamenn í allra fremsta flokki
á heimsvísu sem alla jafnan
koma ekki á jafn litlar hátíðar
og þessa, en þiggja boðið og
nýta tækifærið til að kynnast
landi og þjóð í leiðinni.
Meðal sýninga á hátíðinni
má nefna Pappírsleikhús en sú
sýning kemur frá Spáni og er
sprellfyndin sirkussýning með
blöðrum, pappír og viftu fyrir
alla fjölskylduna. Frá Bretlandi
kemur sýningin Leirtími, en
það er þátttökuverk fyrir yngstu
áhorfendurna, stútfullt af
breskum húmor eins og við
þekkjum hann bestan – en
börnin fá að stjórna söguþræði
verksins og ákveða hvaða
persónur verða búnar til úr
leirnum, í lokin fá svo börnin
að leira eins og þeim lystir –
kannski betra að vera ekki í
allra fínustu fötunum á þessari
sýningu! Fyrir fullorðna er það
svo meistaraverkið Snara frá
Grikklandi sem stendur upp úr,
verk sem sýnir það og sannar
Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga
Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn
að brúðuleikhús er hreint alls
ekki bara fyrir börn!
Allur bærinn er hátíðin
Feykir sendi Gretu nokkrar
spurningar og bað hana í
upphafi að rifja upp hvað væri
eftirminnilegast í ferlinu öllu
þar sem nú væri kominn
nokkur reynsla á alþjóðlegar
brúðusýningar á Hvamms-
tanga.
-Það sem er eftirminnilegast
er hvað andinn í bænum verður
skemmtilegur! Heimamenn á
spjalli við erlenda listamenn,
fólk á labbi út um allan bæ að
spá og spekúlera, ólíkt fólk að
hittast og kynnast. Erlenda
listafólkið verður hugfangið af
litla bænum okkar, langar að
vera lengur, koma aftur, eignast
kunningja og vini. Þetta eru
forréttindin við það að skapa
list úti á landi og skipuleggja
hátíðar úti á landi. Í borg
hverfur svona lítil hátíð bara
inn í ys og þys daglegs lífs. En
hjá okkur er hátíðin alls staðar,
allur bærinn er hátíðin. Það
gerir andrúmsloftið svo ein-
stakt og skemmtilegt. Enda er
ég þeirrar skoðunar að skap-
andi greinar séu framtíð
landsbyggðarinnar, og lands-
byggðin sé framtíð skapandi
greina.
Er HIP sýningin í ár að
einhverju leyti frábrugðin
fyrri hátíðum? -Í ár eru færri
sýningar en fleiri vinnusmiðjur
og meira lagt upp úr tengsla-
myndun og slíku – það er
mikilvægt að mynda góð tengsl
við þessa erlendu listamenn
VIÐTAL
Páll Friðriksson
HIP Fest á Hvammstanga dagana 7.-9. október 2022. MYNDIR AF NETINU
Er Handbendi komið með
plön að öðrum sýningum? -Á
HIP erum við að sýna Heimferð
sem við frumsýndum í sumar
sem hluta af Listahátíð í
Reykjavík og því að Hand-
bendi er Eyrarrósarhafinn
2021-2023. Hvaða sýningar við
vinnum á vetri komanda fer
mikið eftir því hver uppskera
okkar úr opinberum sjóðum
verður, þannig að það er ekki
tímabært að tala mikið um þau
áform. En við erum alltaf með
plön fyrir næstu sýningu, og þá
þarnæstu líka! Framleiðsla
nokkurra nýrra sýninga hefur
þurft aðeins að hinkra undan-
farið árið því að við höfum
verið að leggja mikla vinnu –
og mikið eigið fé – í að koma
okkur upp eigin húsnæði.
Húsnæðið heitir Stúdíó Hand-
bendi og þar verður lítið leik-
og tónleikahús, þar verða
bíósýningar, námskeið og list-
viðburðir allskonar. Þar mun-
um við reka listamannadvöl og
vinna að eigin verkefnum.
Húsnæðið verður einnig hægt
að fá leigt fyrir einkasamkvæmi,
fundi og veislur. Við munum
einmitt nota það húsnæði á
HIP Fest, svo fólk fær nú
tækifæri til að berja húsnæðið
augum, vonandi verðum við
búin að skrúfa síðustu skrúfuna
áður en hátíðin hefst!
Enn miðar lausir á tix.is
Í lokin vill Greta koma þökkum
til íbúa Norðurlands vestra
fyrir stuðninginn og aðsóknina!
-Án ykkar væri engin hátíð
og það er svo gaman að sjá fólk
koma víða að úr landshlutanum
á hátíðina. Það eru enn miðar
lausir inni á tix – en þeir fara
hratt, svo endilega ekki draga
það að bóka fram á síðustu
stundu.
Svo viljum við endilega
þakka styrktar- og samstarfs-
aðilum okkar kærlega fyrir!
Sóknaráætlun Norðurlands
vestra, Húnaþing vestra,
brúðulistasamtökin UNIMA,
Húnaklúbburinn, Sjávarborg,
Menningarfélag Húnaþings
vestra, Hótel Laugarbakki,
Eyrarrósin og Húnaþing vestra
gera okkur kleift að halda þessa
hátíð.
Dagskrá hátíðarinnar má
skoða á heimasíðu hennar
thehipfest.com
upp á framtíðar samvinnu. Eins
er ég hluti af netverki hátíða-
skipuleggjenda á Norðurlönd-
unum og Eystrasaltsríkjunum
og hópur þessa fólks, sem eru
fyrst og fremst skipuleggjendur
hátíða en ekki listamenn sjálf,
er að koma á hátíðina og
fylgjast með okkar starfi. Ég
funda svo með þessum hópi og
læri af þeim, og þau af mér. Ég
hef sjálf farið að heimsækja
hátíðar erlendis og fer á fleiri í
framhaldinu. Þetta er afar
skemmtilegt og verð-mætt
tækifæri til að halda áfram að
þróast og vaxa í starfi sem
skipuleggjandi hátíða.
Þið segið að aðdráttarafl
Íslands vera afar hjálplegt við
að bóka listamennina. Eruð
þið með einhver skemmtileg
dæmi? -Kannski ekki beint
skemmtileg dæmi – en það
hrúgast inn hjá okkur umsóknir
allan ársins hring! Fólk er sífellt
að biðja um að fá að koma,
þannig að hróður hátíðarinnar
hefur borist víða. En aðdráttar-
afl Íslands er vissulega hjálp-
legt, því það er ekki vegna þess
að við séum að borga svona
svakalega vel sem við fáum
svona margar umsóknir. Ég sé
líka að flestir listamennirnir
fara í ferðalag um landið ýmist
fyrir eða eftir hátíðina – og
miðað við verðlag í landinu þá
er ég handviss um að öll
sýningarlaunin þeirra verða
eftir hjá ferðaþjónum á Íslandi!Greta Clough – listrænn stjórnandi Handbendis brúðuleikhúss.
37/2022 9