Þjóðólfur - 01.12.1947, Blaðsíða 3
3
"Sannleikurinn kom
fyrir Jesúm Krist,"
Skólaæskan og jólin á f>aÖ tvennt saman? Einhvern veginn virðist það
svo, að maðurinn sé aldrei eins fullorðinn eins og á þessum aldri,
Að minnsta kosti vrerð ég að játa, að ég held að mér hafi aldrei þótt
eg vera eins fullorðinn og meðan ég var þetta í öðrum og þriðja hekk.
En jólin eru fyrir börn, er það ekki þannig? Hvernig getur þetta
tvennt þá átt saman, skólaæskan og jólin? jú, jólin eru fyrir hörn, það er
satt, Þau eru fyrir það harnlega í manninum, það ógruggaða, það sanna £
honum. Þau eru fyrir manninn, þegéphúið er að'taka frá honum hégómleikann og
afhryðina, allt þetta marga, sem truflar hann, Þau eru fyrir manninn, þegar
hann er sannur eins og barn, Þess vegna sagði Kristur: " Nema þér snúið við
og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himnaríki".
Hann meinti þetta með þessu, að ef vér værum ekki sjálf sönn, þá ætti
sannleikurinn heldur ekki aðgang að oss.
Jolin er fyrir hörnin í þessum skilningi, hörn á öllum aldri, alla þá,
sem vilja vera sannir við sjálfa sig og sannir við Guð (það fer saman) á þessu
mikla eiflífa sviði, sem heitir líf,
Ég hlustaði fyrir tveim árum eða svo, á Poul Reumert fara með leikritið
"Pilatus" eftir Kaj Munk, í einu stærsta samkomuhúsi hæjarins. Ilúsið var troð—
fullt. Þegar P'ilatus, í leiknum, í fyrsta sinn hefur Jesúm frammi fyrir sér
(áhorfandinn ser hann ekki, hann aðeins veit, að nú er hann á sviðinu, þo hann
sjái hann ekki), A þessu augnahliki varð sú þögn í salnum, að ég hefi aldrei
þekkt aðra eins. Menn heyrðu sín eigin hjörtu slá, Hversvegna varð þessi þögn?
Að vissu leiti var hún opinberun, hún opinheraði lotninguna fyrir Kristi
meðal hundraðanna þarna í salnum. HÚn sagði, Þessi gagntakandi þögn hundraðannas
"Vissulega er hánn Jesús Kristur sannleikur Guðs, Jolin tákna þetta, að sann-
leikur Guðs kom. Að eiga þau^er svo í hinu fólgið, að vér séum svo barnslega
sönn í sjálfum oss, áð vér fáum veitt viðtöku þeim sannleika Guðs, sem^kom,
Þið eigið e.t.v. mörg ykkar fyrir höndum,að verða stúdentar við Iláskóla
íslands. Þar standa á einum stað þessi orð, greypt gullnu letri: '^Sannleikurinn
mun gjöra yður frjálsa". JÓlin eru haldin af þessu tilefni, að sa sannleikur
kom í heiminn, sem er þess megnugur að^gjöra oss frjáls, ef vér veitum honum
viðtcku. Og þa er meint sannarlega frjáls, frjáls hið innra,
Ég veit að skólaæskan vill'verða |>annig frjáls. Þessvegna er það henni
eðlilegt, að fagna helgum jólum,
Gr » SV «