Þjóðólfur - 01.12.1954, Síða 15

Þjóðólfur - 01.12.1954, Síða 15
15 - Álit folks á myndlist er misjafnt eins og mennirnir sjálfir. En berist talið að hinni svokölluðu ohlutstæðu (abstrakt) lists virðist eins og allir séu á eitt sáttir um, að hún se bæði oskiljanleg og svipt öllu listagildi. Folk telur, að óhlutkennd myndlist sé verk geðveikra fáráðlinga og glæður gegn gamalli og góðri málaralist. Eitt af þvíp er fólk finnur helzt að óhlut- kenndri mynd, er það, að hún sé með öllu óskiljanleg og hafi þar með ekkert gildi. Ein algengasta spurningin, sem lögð er fyrir nútímalistamenn, er þessi: "Af hverju er þessi mynd?" Og svarið er ; "Ekki af neinu, heldur bygging forma og lita*’ og þar með er það útrætt mál. "Skil ekki" - búið. Fólk vill endilega skilja málverk. Hví þá ekki að reyna að skilja söng fuglanna, og margt annað, sem okkur þykir fagurt, án þess þó að gera okkur far um að skilja það? Að standa fyrir framan óhlutstæða mynd og segja; "Hvað á þetta að vera?" - er eins og taka stein upp af götunni og spyrja þess hins sama. Málverkið á að lifa sínu eigin lífi. Folki verður að skiljast það, að hægt er að njóta mál- verks án þess þó að skilja það. önnur algeng viðbára fólks er þessi; PALLÁDÓMAR, frh. I köllun hans er sú að frelsa heiminn und- an kommúnismanum. Er hann að þessu leyti sem öðru gerólíkur Einari Sigurðs- syni, enda þótt þeim svipi í andlegu til- liti nokkiið hvorum til annars, þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir. En mikið má vera, ef vér eigum ekki einhvern tíma eftir að hitta hann í sætum bæjarstjórn- ar eða sö'ium alþingis, ef óvæntir at- burðir gerast ekki. Argus. Löggiltur sleggjudómari. "Mikil fádæma vitleysa er þessi nýmóðinsmálverk, þá kann ég nú betur við Rembrandt. Hann skilur maður þó. " En blessað fólkið gleymir því (eða veit ekki), að samtíð þessa mikla snillings Hollendinga leit öðrum augum á verk hans en nú er gert. Þau voru al- mennt álitin klessuverk, ósambæriieg við málverk fyrri listmAJara. Amnars verður fólk fráhverft óhl. myndl, m. a. af því, að hún kastar fyrir borð, ef svo mætti segja, ýmsum skemmtiatriðum gömlu listarinnar. Margir eru þeir, er aldrei hafa skilið til fulls hið raun- verulega gildi málverks, en skemmta sér við að horfa á hegðan og háttarlag fólksins, er myndin sýnir. Mat á lands- lagsmynd fer t. d„ eftir, hvort áhorfand- inn á skemmtilegar endurminningar frá þeim stað, er listmálarinn hefir valið að fyrirmynd. öðrum finnst málverk af Jesúbarninu hljóti að vera fegurri en mynd af einhverju öðru barni o. s.frv. Með ljósmyndavélinni verður bylting í sögu málaralistarinnar, málarinn getur algjörlega kastað frá sér vitundinni um fyrirmynd. Máli nútímalistamaður t„ d. mynd af nautaati, gerir hann ekki nokk- urs skonar litaða ljósmynd af því, held- ur reynir hann að þvinga fram með hjálp forma og lita sömu áhrif í huga á- horfandans, eins og hann væri að horfa á raunverulegt nautaat. Sérhvert lista- verk er mótað af samtíð sinni, á sama hátt og mennirnir. Tímarnir sem við lifum á, eru óskipulegir og fullir af andstæðum„ Þetta kemur og fram í listinni; það er því aldrei hægt að segja um það með öruggri vissu, hvað mun lifa og hvað mun falla í gleymsku. óhlutstæð myndlist er afsprengi tilver- unnar, eins og hún er í dag. Það eru myndir af andlegum hræringum 20. ald- arinnar, án þess gæti hún ekki verið sönn. Það hefir verið sagt um franska snillinginn Eugéne Delacroix, sem var einn áhrifamesti listamaður síns tíma, Frh. á næstu bls„

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.