Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 45

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 45
Bæta verður skipulag í sjávarútvegi, þannig að samræmi verði í veiðum og vinnslu. Áherslu þarf að leggja á aukin gæði og fullvinnslu sjávar- afurða innanlands. Framleiðslu landbúnaðarafurða á að miða við þarfir landsmanna sjálfra að svo miklu leyti sem það er unnt, að þessu er unnið og það er vel. Þá verði nýjar búgreinar svo sem loðdýra- og fiskirækt efldar að mun. Ferðamannaþjónusta er mikilvægur og ört vaxandi atvinnuvegur sem hlúa verður að. Samræma verður stefnu og aðgerðir stjórnvalda í málefnum þessarar atvinnugreinar. Með bættu skipulagi verður að efla innlendan iðnað, auka hlutdeild hans á innlendum markaði og sækja fram á útflutningsmörkuðum. Orkuauðlindir þarf að nýta með skipulegum hætti samhliða uppbygg- ingu stóriðnaðar. Tryggja verður almenningi orku á viðráðanlegu verði. Á sviði verslunar- og þjónustustarfsemi verður að leggja áherslu á hag- ræðingu sem tryggt getur lækkað vöruverð innanlands og sókn á erlenda markaði. Taka verður verðmyndun til gagngerrar athugunar og vinna að lækkun vöruverðs m. a. með endurskoðun farm- og aðfiutningsgjalda. Endurskoða verður ýmsa þætti opinberrar þjónustu og sníða af óþarfa yfirbyggingu og óhóf en tryggja landsmönnum fuinægjandi félagslega aðstöðu. Hraða þarf einföldun á lánakerfi fjárfestingarsjóða og tryggja samræmd lánskjör og lánsforsendur, svo fjármagn nýtist sem best til atvinnuupp- byggingar, ekki síst á landsbyggðinni þar sem atvinnuástandi hefur hrak- að mjög á undanförnum árum og leitt hefur til fólksflótta til stór-Reykja- víkursvæðisins, þangað sem fjármagninu er fyrst og fremst beint. Samkeppni á alþjóðamörkuðum fer stöðugt vaxandi. Sérstök nauðsyn er því á öflugri markaðssókn fyrir íslenskar afurðir erlendis. Gagngerar breytingar þarf að gera á menntakerfi þjóðarinnar þannig að það samræmist sem best þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Gera verð- ur vinnandi fólki kleift að bæta og endurnýja menntun sína. Endurskoða verður ýmsa þætti stjórnskipunar. Auka á sjálfstæði sveitar- félaga í ýmsum greinum svo saman fari vald og ábyrgð. Tryggja þarf að þeir, sem vegna fötlunar eiga undir högg að sækja um atvinnu, en vilja og geta unnið, fái starf við hæfi. Leggja ber áherslu á í þessu sambandi, að fatlaðir eigi kost á endurhæfingu til starfa á al- mennum vinnustöðum og efla ber og fjölga vernduðum vinnustöðum. Langur vinnudagur dregur úr afköstum og hindrar eðlilegt heimilislíf og félagsstarf. Stytting vinnutíma og bætt vinnuumhverfi eru eðlilegur þátt- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.