Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 52
furðu sinni á því að kjaradómur skuli skjóta sér undan úrskurði og krefst
þess að ríkisvaldið standi við gefin fyrri loforð í máli þessu. Því hvetur þing-
ið miðstjórn ASÍ að veita Sjómannafélagi Reykjavíkur fullan stuðning svo
mál þetta verði leyst farsællega.
Ályktun um stuðning við BSRB
Eftir verkfall BSRB eiga samtök opinberra starfsmanna yfir höfði sér
skaðabótakröfur frá ýmsum fyrirtækjum í landinu vegna löglegs verkfalls
samtakanna. í tilefni af þessu vill 35. þing ASÍ lýsa því yfir, að það sé sam-
eiginlegt hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar allrar, að slíkar kröfur nái
ekki fram að ganga. Slíkt væri ekki aðeins aðför að verkfallsrétti BSRB,
heldur aðför að verkfallsrétti og samtakafrelsi allrar verkalýðshreyfingarinnar.
35. þing ASI lýsir því yfir, að ASI muni beita sér gegn slíkum málarekstri.
Ályktun um niðurfellingu eftirvinnu
35. þing ASI telur að eitt af næstu verkefnum verkalýðshreyfingarinnar
verði að vinna að niðurfellingu eftirvinnu, t. d. í áföngum, án skerðingar
launa.
Ályktn um stöðu fiskverkunarfólks gagnvart uppsögn
35. þing ASI fordæmir það siðleysi sem viðgengst gagnvart starfsfólki í
fiskvinnslu, þar sem grundvallaratriði varðandi uppsagnarfrest eru þverbrotin
og starfsfólk í þessari atvinnugrein er svipt öllu atvinnuöryggi og afkoma
þess háð duttlungum og „hjartalagi" einstakra atvinnurekenda.
Túlkun VSÍ á ákvæðum kjarasamninga um hráefnisskort í fiskvinnslu
sem tilefni til fyrirvaralausra uppsagna, hafa leitt til langvarandi atvinnu-
leysis í ýmsum byggðarlögum og óþolandi öryggisleysis hjá öllu því fólki
sem vinnur í fiskvinnslu. Það er ófrávíkjanleg krafa 35. þings ASÍ, að því
fólki sem vinnur við þennan undirstöðuatvinnuveg verði tryggður í samning-
um eða löggjöf sami réttur og þykja sjálfsögð mannréttindi hjá öllum öðrum
launþegum í landinu.
Ályktun um kannanir á vöruverði
35. þing ASÍ felur stjórn sambandsins að þrýsta á stjórnvöld um að fram-
vegis verði á vegum verðlagsráðs reglulega gerð könnun á verðlagi víðsvegar
50