Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 14

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 14
atriði." Ábyrgðartilfinningin íþyngir sjaldan íslenskum stjórnmálamönnum. Um eigin gerðir er talað sem ópersónulegan verknað og markvissar stjórn- valdaaðgerðir nánast flokkaðar undir náttúrulögmá'. Það voru gerðir kjara- samningar og gengið féll segja stjórnvöldin sem bjuggu til samninginn og felldu síðan gengið. Reynsla liðinna ára sýnir að verkalýðshreyfingin er í stakk búin til þess að ná fram kauphækkunum í samningum við atvinnurekendur en hún sýnir líka að verkalýðshreyfingunni hefur gengið illa að verja gerða kjarasamninga gegn yfirgangi stjórnvalda. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur gengið fram af meiri ósvífni en dæmi eru um hin síðari ár í samskiptum við verkalýðshreyfinguna. Hún hóf sinn feril með lagaboði um stórfellda kjaraskerðingu og banni við samningum og gekk þannig þvert á eina grundvallarforsendu okkar lýðræðiskerfis. Hún gerir nú samninga um háar prósentuhækkanir og leggur jafnframt drög að því að eyða þeim nær strax í verðbólgubáli gengisfellingar og almennra verðhækk- ana. Þetta er illt ekki bara vegna þess að ríkisstjórnin sé vond heldur og enn frekar vegna þess að lögboðnar kjaraskerðingara eru ekki uppáfinning þessar- ar ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn er ósvífnari en aðrar en ekki sú fyrsta sem lögbýður kjaraskerðmgu og svarar kjarasamningum með gengisfellingu. Það alvarlega er að um langa hríð hefur stjórnvö'dum liðist að ganga þannig til verka, og enginn flokkur sem sett hefur mann í ráðherrastól hefur vikist undan slíkum verkum. Verkalýðshreyfingin hefur ekki megnað að hnekkja stjórnvaldaaðgerðum. Hún hefur ekki fundið leiðir til þess að mæta ágengni stjórnvalda. Það fer ekki á milli mála að það ástand sem við búum við kallar á eindregin viðbrögð af okkar hálfu. Upphlaupsaðgerðir leysa hins vegar ekki málið, til þess þarf samfellt starf. Við verðum að móta heildstæða stefnu og vinna henni það fylgi að stjórnvöldum sé ekki stætt á öðru en fara að okkar ráðum. Við get- um ekki treyst á frumkvæði einstakra stjórnmálaflokka, við verðum að treysta á okkur sjálf og finna leiðir til þess að leysa þann vanda, sem stjórnmála- mennirnir hlaupa ætíð frá. Við höfnum ekki þjóðarsátt, en við höfnum satt um misskiptingu og rangsleitni. Við höfnum sátt um tvær þjóðir í sama landi. Við höfnum sátt um auðsæld eins og örbirgð annars. Við höfnum satt um skattsvik og sjúklingaskatt. Við höfnum sátt um skipulagsleysi í fjárfest- ingum og rekstri. Við höfnum sátt um óvissu og atvinnuieysi. Bætt kjör, atvinnuuppbygging, atvinnuöryggi, jöfnun lífskjara og réttlat- ara þjóðfélag eru kröfur okkar. Á þeim forsendum einum getur orðið satt 1 þessu þjóðfélagi. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.