Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 65
Ályktun um trúnaðarmenn á vinnustöðum
35. þing Alþýðusambands íslands felur miðstjórn og stjórn MFA að marka
stefnu ASÍ varðandi aukinn rétt trúnaðarmanna og starf þeirra. Jafnframt
hvaða leiðir líklegastar eru til að ná settu marki í þessu efni. í þeim tilgangi
að safna upplýsingum og leiða fram ólík viðhorf, verði boðað til ráðstefnu
trúnaðarmanna á vinnustöðum, þar sem saman komi trúnaðarmenn frá sem
flestum félögum og byggðarlögum. Ráðstefnuna skal halda eigi síðar en á
árinu 1986.
Álytun um námsgögn fyrir grunnskóla
35. þing ASÍ áréttar ályktun 34. þings um gerð námsgagna fyrir grunn-
skóla um verkalýðshreyfinguna, að þeim verði lokið hið ailra fyrsta.
Frá nefnd um upplýsingamál og fjölmiðlun:
Ályktun um uppiýsingamál og fjölmiðlun
í þjóðfélagi, þar sem áhrif á skoðanamyndun manna og upplýsingar til
þeirra fara fram gegnum fjölmiðla, má verkalýðshreyfingin ekki láta sitt eftir
liggja. Viðbrögð hennar og röksemdir í einstökum málum verða að koma
skilmerkilega fram og án tafar hvort sem er í sókn eða vörn. Þetta er því
brýnna þar sem ljóst er að félagsfundir gegna ekki sama hlutverki og áður í
upplýsingastreymi til félagsmanna.
Sókn er besta vörnin
Viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar eru tvíþætt og því ber hreyfing-
unni að hasla sér völl í fjölmiðlun með það fyrir augum:
1. að koma tillögum sínum um efnahags-, atvinnu-, félags- og fræðslumál á
framfæri við landsmenn, jafnframt því að láta fara fram stöðuga og gagn-
rýna endurskoðun á þessum málum,
2. koma á framfæri við almenning upplýsingum um áhrif aðgerða eða áætl-
ana stjórnvalda og fyrirtækja í ofangreindum málum og um leið ítreka
tillögur hreyfingarinnar þar að lútandi.
Frumkvæði í upplýsingamiðlun til landsmanna er sóknarleikur verkalýðs-
hreyfingarinnar.
63