Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 59
innan hinna ýmsu atvinnugreina, í því skyni að láta reyna á kosti eða galla
atvinnugreinaskipulags, án þess þó að núverandi skipan landssambanda
og félaga verði breytt í grundvallaratriðum, nema um það verði fullt sam-
komulag.
4. Verkalýðsfélög, sem hafa innan sinna vébanda félagsmenn úr fleiri en
einni atvinnugrein, verði aðilar að þeim landssamböndum sem við á.
Bent er á að þau félög, sem svo stendur á um, verði deildskipt með form-
legum eða óformlegum hætti.
5. Til þess að verkalýðsfélög geti gegnt hlutverki sínu sem baráttutæki og
þjónustustofnun, telur þingið æskilegt að þau verði að öðru jöfnu ekki fá-
mennari en svo að þau geti haft á sínum vegum starfsmann. Fyrir því fel-
ur þingið skipulagsmálanefnd og miðstjórn í samvinnu við landssam-
böndin að efla samstarf og samvinnu félaga þar sem landfræðilegar að-
stæður gera það kleift með framangreint markmið í huga.
Þingið felur skipulagsmálanefndinni að undirbúa tillögur í þessum efn-
um og leggi þær fyrir viðkomandi félög, landssambönd og svæðasambönd.
6. Ráða skal starfsmann, sem hafi það verkefni að sinna skipulagsmálum
samtakanna, fylgja eftir samþykktum og fylgjast með þróun þeirra mála.
Ennfremur að aðstoða við lausn ágreiningsmála, sem upp kunna að koma
milli landssambands og/eða félaga.
Mótmælt afskiptum Alþingis af skipulagsmálum
verkalýðssamfakanna
35. þing Alþýðusambands íslands, haldið 26.-30. nóvember 1984, mót-
mælir mjög eindregið því frumvarpi, sem flutt hefur verið á Alþingi af
Kristófer Má Kristinssyni og Guðmundi Einarssyni og felur í sér bein af-
skipti löggjafans af skipulagsmálum verkalýðssamtakanna.
Þingið telur það einstaklega ósmekklegt að flytja málið með þeim hætti
sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir inn í sali Alþingis, á sama tíma og verka-
lýðshreyfingin er af fullum krafti að finna leiðir í skipulagsmálunum, sem
samkomulag gæti náðst um innan hennar.
Verkalýðshreyfingin krefst þess, að fá óáreitt að leiða sín innri mál til
þeirra lykta, sem hún sjálf telur farsælast, án afskipta óviðkomandi aðila.
57