Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Page 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Page 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 3 Brú sem verktakinn Ístak er með í byggingu yfir Stóru-Laxá var forðað frá stórtjóni þegar Skeiða- og Hrunamannavegur var rofinn þann 19. janúar síðastliðinn til að opna nýjan farveg fyrir ána og skapa svigrúm fyrir vatnavexti. Næsta dag, þann 20. janúar, gerði asahláku eftir um sex vikna samfelldan frostakafla. Mikill ís var kominn á ána og því viðbúið að áin ryddi sig með miklu vatnsflóði og jakaburði. Ný brú yfir Stóru-Laxá Vegurinn við Stóru-Laxá var rofinn til að opna nýjan farveg fyrir ána. Steypuvinna við brúargólfið gekk vel. Við byggingu brúarinnar var árfarvegurinn þrengdur og verkpallar reistir yfir. Fyrirséð var að vatnsopið bæri ekki stóraukið vatnsrennsli með jakaburði og því ráðist í þessa framkvæmd að rjúfa veginn norðan við ána. Þann 21. janúar, tveimur dögum eftir að vegurinn var rofinn, ruddi áin sig fram með miklu flóði og streymdi að hluta um hinn nýja farveg. Með stórvirkum vinnuvélum tókst verktakanum að bægja frá ísjökum og halda rennslinu greiðu á meðan vatnselgurinn var mestur og forða nýja mannvirkinu frá skemmdum. ↑ Ekki er vitað til þess að brú hafi verið yfirbyggð á þennan máta áður. Steypuvinnan stóð yfir samfellt í 30 klukkustundir.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.