Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Side 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Side 3
2 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 3 Ný leið í steypuvinnu Steypuvinna við brúargólfið hófst að morgni þriðjudagsins 24. janúar og lauk seinnipart miðvikudagsins 25. janúar og hafði vinnan þá staðið yfir samfellt í 30 klukkustundir. Heildarsteypumagn var 1.200 rúmmetrar en brúin er tvíbreið og 145 metra löng. Vegna kuldatíðar var byggð yfirbygging yfir brúna og tjaldað yfir og niður með hliðum að jörð. Kynt var bæði undir brúargólfið og einnig tjaldið yfir brúargólfinu áður en steypt var. Þar inni var orðinn um 10° hiti þegar steypuvinna hófst. Ekki er vitað til að brú hafi áður verið yfirbyggð með þessum hætti hérlendis. ↑ Byggt var yfir brúna til að ná upp góðum hita fyrir steypuvinnuna. ↑ Langur frostakafli varð til þess að mikill ís var kominn á ána. Viðbúið var að Stóra-Laxá ryddi sig og því var vegurinn rofinn. ↖ Nota þurfti stórtækar vinnuvélar til að rjúfa veginn en mikið frost var í jarðveginum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.