Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Qupperneq 15

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Qupperneq 15
14 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 15 Fyrirtækið Steypudrangur sér um vegagerðina sem er langt komin en verkið snýst um nýbyggingu Vatnsnesvegar á um eins kílómetra kafla, byggingu nýrra heimreiða eða tenginga, samtals um 400 m og endurbyggingu á um 1,2 km kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Brúavinnuflokkur Vegagerðarinnar fékk það hlutverk að byggja brúna sjálfa. Brúin verður eftirspennt plötubrú í einu hafi, 17 m löng, heildarlengd 19,13 m. Brúin verður með 9 m breiðri akbraut og með 0,5 m breiðum kantbitum, alls um 10 metra breið. Nýja brúin verður 20 til 24 metrum sunnan við núverandi brú sem er einbreið og í lélegu ástandi. ↑ Um miðjan september 2022 var byrjað á að moka frá staurum. ↖ Brúavinnuflokkurinn steypir sökkul í október. ← Starfsmenn brúavinnuflokksins hafa farið reglulega að moka frá steypumótum í desember og janúar. ↓ Staurar voru reknir niður töluvert áður en framkvæmdir hófust. ↓ Fyrri stöpull brúarinnar er tilbúinn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.