Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Qupperneq 26
26 Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
27
Niðurstöður útboða
Arnarnesvegur (411)
Rjúpnavegur - Breiðholtsbraut,
eftirlit og ráðgjöf
Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu
Arnarnesvegur (411), Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut. Verkið
innifelur gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut
með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum
ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá
Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Í verkinu eru tvenn undirgöng og
tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stígar og settjörn. Auk þess
tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræð II.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar,
Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 24. janúar 2023, var bjóðendum
tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Allir bjóðendur uppfylltu
hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.
nr. Bjóðandi Tilboð Hlutfall Frávik
(kr.) (%) (þús.kr.)
2 Mannvit hf., Kópavogi 167.904.500 106,6 7.443
1 VSB ehf., Hafnarfirði 160.461.450 101,9 0
– Áætl. verktakakostnaður 157.500.000 100,0 -2.961
22-078 Almannaskarðsgöng (1),
steyptar vegaxlir og lagnir
Opnun tilboða 17. janúar 2023. Steyptar vegaxlir ásamt lögnum fyrir
fráveitu og rafbúnað í Almannaskarðsgöng á Hringvegi (1). Verkið
felur í sér gerð steyptra vegaxla ásamt fráveitulögn, ídráttarrörum og
jarðstreng þar undir. Við núverandi fráveitukerfi ganganna koma ný
niðurföll og sandfangsbrunnar með vatnslás úr járni sem tengjast inn
á núverandi jarðvatnslagnir. Að auki skal færa til núverandi niðurföll
í skálum. Leggja skal 11kV jarðstreng fyrir Rarik í vegöxl í gegnum
jarðgöngin.
Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:
Niðurföll 14 stk.
Sandfangsbrunnar 7 stk.
Vinna við lagningu jarðstrengs 11 kV 350 m
Vinna við lagningu á 20 mm ljósleiðararöri 1.350 m
Ídráttarrör 32 mm fyrir kantlýsingu 2.650 m
Ídráttarrör 50 mm 6.000 m
Gegnumdráttarbrunnar 2 stk.
Malbik 100 m2
Kantsteinn 2.600 m
Steyptar vegaxlir 2.200 m2
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 20. júní 2023.
nr. Bjóðandi Tilboð Hlutfall Frávik
(kr.) (%) (þús.kr.)
3 Ístak hf., Mosfellsbæ 285.838.010 232,5 160.023
2 Gröfuþjónusta Olgeirs, Höfn 163.446.238 132,9 37.631
1 Heflun ehf., Lyngholti 125.815.000 102,3 0
– Áætl. verktakakostnaður 122.950.000 100,0 -2.865
22-057
Hvalfjarðargöng, rekstur
og þjónusta 2023-2025
Opnun tilboða 17. janúar 2023. Rekstur og þjónustu í
Hvalfjarðargöngum árin 2023-2025. Í aðalatriðum felst verkið í
eftirfarandi:
Útkallsþjónustu, þ.e. að bregðast við útköllum vegna bilana eða
atvika sem verða í göngunum og bregðast þarf strax við.
Umferðarstjórnun þegar göngunum er lokað eða umferð takmörkuð
í gegnum þau, t.d. vegna úttekta og/eða viðhalds.
Þátttöku og aðstoð vegna funda og æfinga viðbragðsaðila.
Reglubundnu eftirliti og ástandsgreiningum.
Viðhaldsvinnu á búnaði.
nr. Bjóðandi Tilboð Hlutfall Frávik
(kr.) (%) (þús.kr.)
2 Meitill- GT tækni ehf., 459.391.342 185,4 6.131
Akranesi
1 Rafal ehf., Hafnarfirði 453.260.749 182,9 0
– Áætl. verktakakostnaður 247.770.200 100,0 -205.491
22-098