Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 44
40
danskar sendisveitir og gæta þar
hagsmuna íslands.
Sambandsþingið skorar á þingmenn
Sjálfstæðisflokksins að hlutast til um
að hagsmuna íslands verði gætt til
hins ýtrasta í Grænlandsdeilunni.
Landhelgismál.
Samband ungra Sjálfstæðismanna
lítur svo á, að ísland eigi nú þegar
þann skipakost til landhelgisgæzlu, að
það geti á eigin hönd rækt örugga
landhelgisvörn.
Ennfremur álítur þingið þjóð vorri
vansæmd að því, að erlend ríki fari
með lögregluvald í íslenzkri land-
helgi.
Felur þingið sambandsstjórn að fá
menn úr þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins til þess að flytja á næsta þingi til-
lögu um það, að ísland noti nú þegar
rétt sinn samkv. sambandslögunum til
þess að taka landhelgisgæzluna í sín-
ar hendur að öllu leyti.
Kjördæmamál.
Samband ungra Sjálfstæðismanna
skorar eindregið á þingmenn flokksins
að láta einskis ófreistað til að koma
fram, þegar á næsta þingi, þeim um-
bótum á kjördæmaskipuninni, er
tryggi það, að allir stjórnmálaflokkar