Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 45
41
hljóti þingsæti í réttu hlutfalli við at-
kvæðamagn þeirra um land allt.
Jafnframt heitir sambandsþingið
þingmönnum flokksins hinum ýtrasta
stuðningi ungra Sjálfstæðismanna til
allra þeirra ráðstafana, er nauðsynleg-
ar kunna að verða álitnar til að ná
fullu réttlæti í þessu máli.
AfengismáL
Með því að sambandsþing ungra
Sjálfstæðismanna lítur svo á, að refs-
ingar áfengislaganna séu í misræmi
við refsingar hegningarlaganna, og
með því ennfremur, að það lítur svo
á, að réttarfar áfengislaganna sé í ó-
samræmi við almennar réttarfarsregl-
ur, og loks með því að þingið álítur, að
þó að það sé því fylgjandi, að bann-
lög séu sett, þegar þau eru í samræmi
við réttarmeðvitund þjóðarinnar,
miði þau ekki til að breyta henni, —
þá lýsir II. þing Sambands ungra Sjálf
stæðismanna yfir því, að það vill, að
áfengislögin séu afnumin.
FjárhagsmáL
Samband ungra Sjálfstæðismanna
skorar eindregið á miðstjórn og þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, að þeir
beiti sér fyrir því, að næsta Alþingi:
1. Taki upp skynsamlega og sam-