Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 50
46
verði leitað framlengingar á söluleyfi
íslenzks fisks í Þýzkalandi.
Landbúnaðarmál.
Sambandsþing ungra Sjálfstæðis-
manna ályktar:
1. Að Sjálfstæðisflokkurinn skipi nú
þriggja manna nefnd til að rann-
saka ýtarlega hag bænda og verzl-
unarviðskipti þeirra, og gera tillög-
ur um, á hvern hátt bændur verði
leystir úr skuldaviðjum og fjárhag-
ur þeirra tryggður í framtíðinni.
Skal nefndin hafa lokið störfum sín-
um svo tímanlega, að hægt sé að
leggja tillögur hennar fyrir Alþingi
eigi síðar en 1933.
2. Að nauðsyn beri til að landbúnað-
inum verði sem fyrst komið í ný-
tízku horf og öruggs markaðs afl-
að fyrir afurðirnar. Ennfremur að
ungir menn verði styrktir til náms
erlendis í helztu nýjungum á sviði
atvinnuveganna, svo og til að rann-
saka, á hvern hátt væri tiltækilegt
að bæta verkun á landbúnaðarvör-
um, til þess að gera þær verðmæt-
ari, og loks að stofnuð verði deild
í íslenzkum atvinnufræðum við Há-
skólann.
3. Að skuldaverzlun sé eitt af því,