Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 57
53
1930, gr. 11, um að fræðslumála-
stjóri skuli árlega gefa út yfirlits-
skýrslu um allt skólahald í land-
inu, verði framfylgt.
9. Með því að þing Sambands ungra
Sjálfstæðismanna lítur svo á, að
þjóðernistilfinningin sé aflvaki
framfara, menningar og þjóðar-
sjálfstæðis, og með því að það er
alkunnugt, að þekking á þjóðleg-
um fræðum vekur og glæðir
sanna þjóðernistilfinningu, skor-
ar þingið á alla Sjálfstæðismenn
að beita áhrifum sínum í þá átt,
að aukið verði að miklum mun
nám í sögu og tungu þjóðar vorr-
ar í öllum skólum landsins.
10. Sambandsþing ungra Sjálfstæðis-
manna ályktar: Með því að þing-
heimi öllum er það fyllilega ljóst,
hversu starf kvenna í þágu þjóð-
félagsins er afar þýðingarmikið,
einkum og sérstaklega með tilliti
til uppeldismálanna, er þingið því
fylgjandi, að ríkið veiti ríflegan
styrk til menningar og sérmennt-
unar kvenna.