Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Síða 58
54
10. Kosningar.
Á síðasta fundi þingsins var kosin
stjórn sambandsins og varastjórn, svo
og blaðútgáfunefnd, eins og að fram-
an getur.
Torfi Hjartarson var endurkosinn
formaður sambandsins.
í stjórn með honum voru kosnir:
Guðni Jónsson magister (endurkos-
inn), Pálmi Jónsson, bókhaldari,
Adolf Björnsson, verzlunarnemi, og
Eysteinn Bjarnason, kaupfélagsstjóri.
í varastjórn voru kosnir: Sigurður
Jóhannsson, framkvæmdastjóri, Ární
Mathiesen, verzlunarstjóri, Gunnar
Thoroddsen, stud. juris, Björn Snæ-
björnsson, endurskoðandi, og Magnús
Thorlacius, lögfræðingur.
í útgáfunefnd blaðsins Heimdallar
voru kosnir: Sigurður Kristjánsson,
ritstjóri, Thor Thors, framkvæmda-
stjóri, Guðmundur Benediktsson, bæj-
argjaldkeri, Þórsteinn Bjarnason,
körfugerðarmaður, og Magnús Thorlac-
ius lögfræðingur.
11. Þinglausnir.
Er kosningum var lokið, kvaddi for-
maður sambandsins sér hljóðs.