Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 63

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 63
57 fyrir nokkuru. Hann hafði áður fylgt okkur að málum. Nú boðaði hann fagnaðarerindi snúningsins, fagnaðar- erindi þess að hafa enga skoðun í stjórnmálum eða þess að fela sína eig- in skoðun. Torfi Hjartarson, formað- ur sambands vors, hafði ritað grein, sem kom illa við eyru núverandi vald- hafa. Þá sagði maðurinn: ,,Eg skil ekkert í honum Torfa Hjartarsyni, at- viimulausum manninum, að skrifa þessa grein“. Eg sé, að einn þingmaður brosir. En þetta er ekki broslegt. Ekkert er eins hryggilegt, ekkert er eins íhug- unarvert og það, ef margir af okkar ungu mönnum eru svipaðs hugsunar- háttai'. Þarna hyllir undir hræðsluna; þetta er vottur hinnar svörtustu skoð- anakúgunar. Því hvað er orðið eftir af skoðanafrelsinu, ef margir ungir menn eru þessa hugsunarháttar? Hvað er um hugsunarfrelsið í þessu landi? Yfir þetta land hafa gengið hall- æri. Það hefir komið hafís og mann- fellir og margs konar „úáran hlaupit í sjálft mannfólkit“. En aldrei í sögu íslenzkrar þjóðar hefir mér virzt jafn- mikil andleg dimma sem nú.

x

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1799

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.