Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 63
57
fyrir nokkuru. Hann hafði áður fylgt
okkur að málum. Nú boðaði hann
fagnaðarerindi snúningsins, fagnaðar-
erindi þess að hafa enga skoðun í
stjórnmálum eða þess að fela sína eig-
in skoðun. Torfi Hjartarson, formað-
ur sambands vors, hafði ritað grein,
sem kom illa við eyru núverandi vald-
hafa. Þá sagði maðurinn: ,,Eg skil
ekkert í honum Torfa Hjartarsyni, at-
viimulausum manninum, að skrifa
þessa grein“.
Eg sé, að einn þingmaður brosir.
En þetta er ekki broslegt. Ekkert
er eins hryggilegt, ekkert er eins íhug-
unarvert og það, ef margir af okkar
ungu mönnum eru svipaðs hugsunar-
háttai'. Þarna hyllir undir hræðsluna;
þetta er vottur hinnar svörtustu skoð-
anakúgunar. Því hvað er orðið eftir
af skoðanafrelsinu, ef margir ungir
menn eru þessa hugsunarháttar?
Hvað er um hugsunarfrelsið í þessu
landi?
Yfir þetta land hafa gengið hall-
æri. Það hefir komið hafís og mann-
fellir og margs konar „úáran hlaupit
í sjálft mannfólkit“. En aldrei í sögu
íslenzkrar þjóðar hefir mér virzt jafn-
mikil andleg dimma sem nú.