Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 65

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 65
59 12. Samkvæmi. Tvö hóf voru haldin fyrir unga Sjálfstæðismenn að þinginu loknu. Sama kvöldið og þinginu var slitið efndi stjórn sambandsins til skemmti- samkomu fyrir unga Sjálfstæðismenn í húsi Knattspyrnufélags Reykjavíkur og bauð þangað miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og alþingismönnum og nokk- urum fleiri. Samkoman hófst með kaffidrykkju. Meðan setið var undir borðum skemmtu menn sér við snjallar ræður og þjóðlega söngva. Síðan var dans stiginn lengi nætur. Hóf þetta var fjöl- mennt og hið ánægjulegasta. Þriðjudagskvöldið 16. febr. bauð Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, þingmönnum sambandsþings til samsætis á Hótel Borg. Stóð það lengi og var fjörugt mjög. Var þar haldinn hinn mesti fjöldi af snjöllum ræðum og djarfleg- um um áhugamál og hlutverk ungra Sjálfstæðismanna og Sjálfstæðis- flokksins alls.

x

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1799

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.