FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 3

FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 3
nr. 3/2006 um ársreikninga og er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðlinn IFRS 7 (Finan- cial instruments: Disclosures). APB bendir einnig á að samkvæmt staðli ISA 701 (Modifications to the Independent Auditors Report) ber endurskoðanda að vekja athygli á því í skýringarmálsgrein eða fylgja leiðbeining- um í ISA 570 (Going concern) að öðru leyti ef reikningsskilin bera með sér að óvissa sé um rekstrarhæfi. Jafnframt er vakin athygli á því sem fram kemur í 7. gr. í ISA 701 þar sem bent er á að endurskoðandi skuli athuga hvort rétt sé að setja skýringarmálsgrein í áritun ef um sé að ræða annars konar óvissu en varðar rekstr- arhæfi. Við þær aðstæður sem nú ríkja á fjámála- mörkuðum er nefnt sem dæmi að um geti ver- ið að ræða verulega óvissu um fjármögnun eða verulega óvissu um mat fjármálagerninga. Með óvissu í þessu sambandi er átt við atvik sem stjórn fyrirtækisins getur ekki haft áhrif á en varða reikningsskilin. Ahrif árferðis á endurskoðun Vandamál endurskoðenda við þær aðstæður sem skapast þegar árar eins og nú á fjármála- mörkuðum og við samdrátt í efnahagslífinu er ekki skortur á leiðbeiningum um endurskoðun. í ábendingum sínum vísar breska endurskoð- unarráðið til gildandi alþjóðlegra endurskoð- unarstaðla en ræðir ekki um þörfina á nýjum leiðbeiningum, nýjum stöðlum. Vissulega hafa orðið breytingar í umhverfinu en þær hafa verið margar og fleiri en leiða af þrengingum á fjármálamarkaði og samdrætti í efnahagslífinu. Endurskoðunarstaðlar og reikn- ingsskilastaðlar hafa tekið breytingum til þess að mæta nýjum kröfum. Hér í upphafi ræddi ég um þessa vel þekktu skiptingu ábyrgðar milli stjórnar og endurskoð- anda á endurskoðuðum reikningsskilum. Sam- eiginlegt markmið um áreiðanleg reikningsskil er það sem við göngum út frá. En hvað gerist þegar aðstæður breytast? Stjórn þarf að standa undir miklum vænting- um og er undir miklum þrýstingi að sýna sem besta afkomu og stöðu - ekki síst þegar þrengir að. Ýmsir hagsmunaaðilar vilja miklu fremur sjá skammtíma hagsmunum sínum borgið en hags- munum heildarinnar til lengri tíma. Afkoma og eiginfjárstaða geta sett lánasamninga í upp- nám. Markaðsvirði hlutabréfa getur fallið, tiltrú lánveitenda getur fallið og fjármagnskostnaður hækkar. Tilhneiging þeirra sem geta haft áhrif á reikn- ingsskil við slíkar aðstæður er að leita logandi Ijósi að leiðum til þess að sveigja reikningsskil- in að skammtíma hagsmunum og leitast við að túlka álitamál sér í hag. Ekkert kann í sjálfu sér að vera athugavert við það svo lengi sem kröf- unni um glögga mynd er ekki vikið til hliðar. Flins vegar bjóða þessar aðstæður upp á ágreining milli endurskoðanda og stjórnar um framsetningu reikningsskila þar sem hagsmun- ir þeirra sem setja fram reikningsskilin stangast á við þá glöggu mynd sem endurskoðendum er ætlað að standa vörð um. Kringumstæður geta með öðrum orðum skap- ast þar sem reynir á faglegt sjálfstæði endur- skoðandans. I áhugaverðri grein eftir Howard og Joanne Rockness sem birtist í Journal of Business Et- hics1 er fjallað um ýmis áföll á bandarískum fjár- málamörkuðum á síðustu öld allt fram til þess að Sarbanes-Oxley lögin voru sett á árinu 2002. Greinin birtist á árinu 2005 og fjallar um það hvort árangurs megi vænta af setningu laga til þess að tryggja kröfur um siðferði á fjármála- makaði (Legislated Ethics) og þar með glögga mynd við framsetningu fjárhagsupplýsinga til aðila á markaði. Kjarninn í þeim vandamálum sem rakin eru í greininni er ekki einungis að reikningsskilareglur hefðu verið óljósar eins og var í einhverjum tilvikum svo stjórnendur gátu sveigt þær sér í hag heldur hitt að ef reglurnar voru skýrar var blekkingum beitt til þess að ná fram tiltekinni niðurstöðu í reikningsskilunum. Viðskiptahagsmunir réðu í einhverjum tilvikum afstöðu endurskoðenda sem slógu af faglegum kröfum til að viðhalda viðskiptasambandi sínu. Vandamálið var sem sagt ekki skortur á leið- beinandi reglum heldur hugarfar stjórnenda og endurskoðenda. Úr þessum jarðvegi er sprottin krafan um stjórnarhætti fyrirtækja sem krefst heiðarleika og gagnsæis við framsetningu upplýsinga á fjár- málamarkaði. Auðvitað hefur árferði á fjármálamörkuðum og samdráttur í efnahagslífinu áhrif á endur- skoðun. Vissulega þurfa endurskoðendur að taka tillit til þess umhverfis, sem fyrirtæki sem þeir endurskoða, starfa í en það þýðir ekki að þörf sé á nýjum leiðbeinandi reglum heldur ef til vill breyttar áherslur. Það sem við þurfum að hafa í huga umfram annað við þær aðstæður sem hér eru til um- fjöllunar er ekki eingöngu áhrif árferðis á fjár- málamörkuðum og samdráttar í efnahagslíf- inu á endurskoðun heldur og ekki síður áhrif slíkra aðstæðna á endurskoðendur. Sagan virð- ist segja að við aðstæður sem þessar reyni með sérstökum hætti á faglegt sjálfstæði endurskoð- andans þegar ágreiningur kann að skapast um hvernig reikningsskil skal setja fram til þess að þau sýni notanda þeirra þá glöggu mynd sem að er stefnt. Þekking og faglegt sjálfstæði endur- skoðandans er ávallt lykilatriði í störfum hans hvað sem líður árferði á fjármálamörkuðum og samdrætti í efnahagslífinu. 'Rockness and Rockness, Journal of Business Ethics 57:31-54, 2005 An accountantis someone who knows the cost of everything and the value of nothing The accounfant's prayer: Lord, help me be more relaxed about insignificant details, starting tomorrow at 10.53:16 am, Eastern Daylight Saving Time Money doesn't bring you happiness, but it enables you to look for it in more places. Accountants aren't boring people, we just get excited over boring things. V._________________________________ FLE f/iétu janúar 2009 • 3

x

FLE fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.