FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 4
Af stjórnarborði
Starfsemi félagsins á árinu sem nú var að renna
sitt skeið markaðist af nýjum lögum um endur-
skoðendur sem samþykkt voru á vorþingi og
taka gildi í upphafi nýs árs. Áhrif laganna á
starfsumhverfi endurskoðenda og Félag lög-
giltra endurskoðenda eru margvísleg og hefur
verið fjallað ítrekað um þau á fundum og ráð-
stefnum félagsins. Sú umræða leiddi til ýmissa
breytinga á samþykktum félagsins sem sam-
þykktar voru á aðalfundi nú í nóvember.
Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins á að-
alfundi. Formaður, varaformaður og tveir með-
stjórnendur sitja áfram í nýrri stjórn en Sveinbjörn
Sveinbjörnsson tók sæti í stað Maríu Sólbergs-
dóttur sem verið hefur í stjórninni siðustu tvö ár.
Starfió framundan
Margháttuð verkefni liggja fyrir stjórn félags-
ins á nýju starfsári. Ákveðið hefurverið að ráða
framkvæmdastjóra í fullt starf en Gunnar Sig-
urðsson, sem verið hefurfaglegurframkvæmda-
stjóri félagins síðustu ár, hyggst láta af störfum
nú í byrjun árs. Er það von stjórnarinnar að með
þessari aukningu verði verkefnum að hluta létt
af stjórn félagsins og að auka megi faglegt starf
félagsins ekki síst hvað varðar endurmenntun.
Að venju gera fastanefndir félagsins verkefna-
áætlanir sínar í upphafi nýs starfsárs. Allar nefndir
munu hafa það að leiðarljósi að veita skal félags-
mönnum þá þjónustu sem þeir þurfa og vilja.
Helstu verkefni menntunarnefndar eru tengd
endurmenntunarmálum svo sem við að skilgreina
hvað teljist endurmenntun og hvað sé staðfestan-
leg endurmenntun í samræmi við alþjóðlega
menntunarstaðla, skipuleggja skráningu endur-
menntunareininga í Ijósi breyttra laga og síðast
en ekki síst að beita sér fyrir nægu framboði end-
urmenntunar fyrir félagsmenn. Skipulag haust-
ráðstefnu félagsins er í höndum menntunar-
nefndar en sem fyrr er gert ráð fyrir að skipulag
annarra ráðstefna og hluti af námskeiðum félags-
ins verði i höndum viðkomandi fagnefnda.
Endurskoðunarnefnd, reikningsskilanefnd og
skattanefnd munu sem fyrr standa fyrir fagleg-
um ráðstefnum og námskeiðum auk þess að
fylgjast með og taka þátt í þróun á þeim svið-
um sem þær fjalla um og miðla upplýsingum til
félagsmanna.
Gæðanefnd mun að venju annast gæðaeftirlit
meðstörfumfélagsmanna.enskoðungæðaeftir-
litsmanna á endurskoðunarverkefnum vegna
ársins 2007 stendur nú yfir. Þegar ný lög taka
gildi um áramótin flyst ábyrgðin á gæðaeftirliti
yfir til endurskoðendaráðs og þarf þá að móta
samstarf við ráðið en félaginu er ætlað að ann-
ast gæðaeftirlitið áfram en endurskoðendaráð
ber ábyrgð á eftirlitinu, setur reglur um það og
samþykkir gæðaeftirlitsmenn.
Á aðalfundinum nú í nóvember var nafni rit-
nefndar breytt í kynningarnefnd og eru henni nú
ætluð víðtækari verkefni en áður. Nefndin mun
auk útgáfu FLE-frétta móta upplýsingastreymi
til félagsmanna og standa fyrir kynningu á störf-
um félagsmanna.
Með margumræddum lögum er öllum endur-
skoðendum með gild réttindi skylt að vera
félagsmenn í FLE. Þessi breyting þarf ekki ein
og sér að þýða breytingu á félagsaðild en þó
taldi stjórn félagsins nauðsynlegt að hyggja að
því hvort skipta þyrfti félaginu í tvær deildir þ.e.
þá deild sem sinnir þeim verkefnum sem tilheyra
skylduaðildinni og svo aðra sem allir þeir sem
hlotið hafa réttindi sem endurskoðendur geta
átt aðild að, óháð því hvort þeir hafa lagt inn
réttindi sín eða ekki. Eftir nánari skoðun á þeim
verkefnum sem félagið sinnir og að fengnum
upplýsingum frá Lögmannafélaginu, þar sem
einnig er skylduaðild, var það niðurstaða stjórn-
arinnar að ekki væri ástæða til að deildaskipta
félaginu. Stjórn félagsins telur mikilvægt að fé-
Fráteknar dagsetningar
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 7. janúar 2009 kl. 12
• Námskeið, Grand Hótel, fimmtudagur 15. janúar 2009
• Skattadagur FLE, Grand Hótel föstudagur 16. janúar 2009
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 4. febrúar 2009 kl. 12
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 4. mars 2009 kl. 12
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 1. apríl 2009 kl. 12
• Námskeið, Grand Hótel, fimmtudagur 16. apríl 2009
• Endurskoðunardagur FLE, Grand Hótel föstudagur 17. apríl 2009
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 6. maí 2009 kl. 12
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 3. júní 2009 kl. 12
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 2. september 2009 kl. 12
• Námskeið, Grand Hótel fimmtudagur 17. september 2009
• Reikningsskiladagur FLE, Grand Hótel föstudagur 18. september 2009
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 7. október 2009 kl. 12
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 4. nóvember 2009 kl. 12
• Námskeið, Akureyri, fimmtudagur 12. nóvember 2009
• Haustráðstefna FLE, Akureyri, föstudagur 13. og laugardag 14. nóvember 2009
• Aðalfundur FLE, Akureyri, laugardagur 14. nóvember 2009
• Árshátíð FLE, Hótel KEA, Akureyri, laugardagur 14. nóvember 2009
• Hádegisverðarfundur, Grand Hótel miðvikudagur 2. desember 2009 kl. 12
4 • FLE janúar2009