FLE fréttir - 01.01.2009, Side 5
Gleggri á tölur en rjúpur
lagið verði hér eftir sem hingað til sameiginlegur
vettvangur allra félagsmanna.
Á starfsárinu mun stjórn félagsins fjalla um
Námsstyrkjasjóð og framtíð hans en eins og
félagsmönnum hefur verið kynnt hafa engar út-
hlutanir farið fram úr sjóðnum frá stofnun hans
og því talið rétt að huga að því á hvern hátt
hann getur betur nýst félagsmönnum og faginu
til framdráttar.
Enduskoðendaráð hefur ekki verið skipað en
samkvæmt nýju lögunum á fjámálaráðherra að
skipa í það f imm menn. Stjórn félagsins mun beita
sér fyrir því að ráðið verði skipað hið fyrsta.
Erlent samstarf
Aðild FLE að Norræna endurskoðendasamband-
inu (NRF) er félaginu mikilvæg. Á vegum þess
er miðlað upplýsingum, staðið sameiginlega að
framboði til nefnda og stjórna á alþjóðavett-
vangi auk þess sem sambandið hefur unnið að
ýmsum sameiginlegum verkefnum þar sem nor-
rænir hagsmunir eru taldir fara saman. Kostnaði
við verkefni NRF er skipt á milli aðildarfélagana
í hlutfalli við félagafjölda þannig að öll lönd-
in eiga fjárhagslega jafna möguleika á því að
taka þátt og þar með að eiga fulltrúa í hinum
alþjóðlegu nefndum og stjórnum. FLE greið-
ir 3% af kostnaði NRF. Nú er unnið að því að
endurskoða starfsemi sambandsins með það að
leiðarljósi að virkja það enn frekar til hagsbóta
fyrir aðildarfélögin m.a. með því að auka sam-
starf fagnefnda félaganna og tryggja að upplýs-
ingar sem NRF miðlar nýtist sem best.
Staða endurskoöenda
I Ijósi þess efnahagsfárviðris sem nú geisar hefur
stétt endurskoðenda ekki farið varhluta af þeirri
umræðu sem verið hefur um ábyrgð á ástand-
inu. I þeirri umræðu hefur oft gætt mikils mis-
skilnings um hluverk og ábyrgð endurskoðenda.
Af umræðunni má ráða að endurskoðendur séu
beinir þátttakendur í stjórnun og ákvarðana-
töku hjá þeim fyrirtækjum sem þeir endurskoða.
Þá er óhæðið sem starfsgrundvöllur okkar bygg-
it á að sama skapi oft misskilið. Stjórn félagsins
hefur í hyggju að koma á framfæri upplýsing-
um um endurskoðendur, hlutverk þeirra, verk-
efni, ábyrgð og óhæði. Starf endurskoðenda er
nú mikilvægara en nokkru sinni.
„ Ég verð víst að gangast við því," segir Sveinn Ara-
son, sem tók við starfi ríkisendurskoðanda á liðnu
sumri, þegar hann er spurður hvort hann hafi alið
allan sinn starfsaldur hjá stofnuninni. Hann brosir.
En hvað er svo sem athugavert við það? Er nokkur
ástæða til að söðla um líki mönnum vel í vinnu og
séu sífellt að fá ný og krefjandi verkefni í hendur?
Þar að auki viðurkennir Sveinn að umbun felist í
því að vinna sig jafnt og þétt upp á vinnustað líkt
og hann hefur gert undanfarinn hálfan fjórða ára-
tug. Og í þessu fagi verður ábyrgðin varla meiri.
Sveinn er fæddur og uppalinn á Húsavík og
var á menntaskólaárunum innanbúðarmaður
hjá Óla frænda sínum Kristinssyni í versluninni
Klemmu sem seldi allt milli himins og jarðar, eins
og Sveinn man það. „Óli opnaði síðar matvöru-
búð og þarna komst ég fyrst í tæri við bisness,
eins og það heitir í dag."
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri vorið 1968 og þaðan lá leiðin í
viðskiptafræðinám við Háskóla Islands. Með
náminu vann Sveinn hjá Ríkisbókhaldi og kunni
því ágætlega. „Þar voru tölurnar," segir hann
dreyminn á svip og gefur til kynna að hann hafi
snemma fundið sína hillu í lífinu. „Tölur hafa
verið mínar ær og kýr allar götur síðan."
Sumarið eftir að Sveinn lauk háskólanámi
vann hann hjá Ríkisbókhaldi en færði sig yfir til
Ríkisendurskoðunar um haustið. Spurður að því
hvort hann eða stofnunin hafi haft frumkvæði
af þeim flutningi svarar hann: „Þeir vissu af mér
þarna uppfrá."
Sveinn setti stefnuna þegar á löggildinguna
og segir það hafa verið ákveðin þægindi að búa
sig undir hana í örygginu hjá Ríkisenduskoðun
heldur en í harkinu á einhverri stofunni úti í bæ.
„Maður þurfti að eiga fyrir salti í grautinn."
Skírteiniö gefiS út 1. apríl
Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1976.
„Skírteinið var gefið út 1. apríl, þannig ég er
ekkert að flagga því að óþörfu. Það gæti mis-
skilist," segir hann kíminn. Um þær mundirvann
Sveinn hálft starf í hálfan vetur hjá endurskoð-
unarstofunni N. Mancher & Co. Aðspurður hvort
Sveinn Arason
ríkisendur-
skoðandi
hann hafi líka unnið með hálfum huga hristir
hann höfuðið hlæjandi. „Nei, það gerði ég nú
ekki en það var dýrmætt að öðlast svolitla stofu-
reynslu. Ég kynntist líka ágætu fólki þarna."
Sveinn unni hag sínum vel hjá Ríkisendurskoð-
un og sneri sér eftir reynsluna hjá Mancher al-
farið að störfum sínum þar. „Ég hef unnið mig
hægtog bítandi upp hérna, veriðfulltrúi, deildar-
stjóri, skrifstofustjóri og nú í því starfi sem ég
gegni í dag. Þetta hefur verið ágæt sigling."
Fyrsta áratuginn eða svo sem Sveinn starfaði
sem löggiltur endurskoðandi segir hann Ríkis-
endurskoðun aðallega hafa fengist við „gamal-
dagsfjárhagsendurskoðun" en á þeim tíma heyrði
hún undir fjármálaráðherra. „Hlutverk okkar var
að fara yfir bókhald og fylgiskjöl stofnana og fyrir-
tækja. Að því búnu gáfum við út kvittun og gerð-
um athugasemdir ef tilefni var til. I kjölfarið var
viðkomandi stofnun látin svara athugasemdum.
Ef við töldum að menn hefðu ráðstafað fjármun-
um með óviðeigandi hætti kom fyrir að þeim var
gert að endurgreiða þá. Það var þó sjaldgæft. Al-
gengara var að menn fengju áminningar og þeim
sagt að gera þetta ekki aftur."
Árið 1987 varðgjörbreyting á högum Ríkisendur-
skoðunar þegar hún var gerð að sjálfstæðri stofn-
un á vegum Alþingis sem skyldi vera óháð hand-
höfum framkvæmdavaldsins. „Við þetta opnaðist
stofnunin mikið," útskýrir Sveinn. „Nú erum við
mikið í sambandi við þingið en það var nánast
ekkert áður. Stærsta breytingin er þó líklega að
til varð svokölluð stjórnsýsluendurskoðun. Þeirri
vinnu lýkur alltaf með skýrslu- eða álitsgerð sem
gerð er opinber. Þær skýrslur vekja oft mikið umtal
og athygli í þjóðfélaginu, eins og dæmin sanna."
FLE l>iMu janúar 2009 • 5