FLE fréttir - 01.01.2009, Qupperneq 7
SME rá&stefna í Kaupmannahöfn
í byrjun september var haldin ráðstefna í Kaup-
mannahöfn um SME1/SMP2 á vegum FEE3, NRF4
og SR5. Árlega er haldin ráðstefna á vegum þess-
ara aðila um hin ýmsu málefni sem áhugaverð eru
fyrir þá sem starfa við endurskoðun. Meginþema
ráðstefnunnar var lítil og meðal stór fyrirtæki og
endurskoðunarskrifstofur. Athyglivert var að sjá
að mjög margir aðilar voru frá alþjóðlegu end-
urskoðunarstofunum. Kom það fram í kynning-
um þeirra að mjög margar skrifstofur eru út á
landsbyggðinni sem tilheyra alþjóðlegu skrifstof-
unum en þar starfa 10 til 20 manns. Fyrirtækin
sem þau þjóna og oft á tíðum endurskoða hafa
jafnvel 5 manns starfandi eða færri.
Formið á ráðstefnunni var mjög áhugavert
þar sem fyrst var haldin almenn kynning en síð-
an var ráðstefnugestum skipt upp í vinnuhópa
þar sem farið var dýpra í einstök málefni. Með
því móti var hægt að velja hóp sem hentaði
áhugasviði hvers og eins.
Við stöllur ásamt Þórdísi Guðmundsdóttur hjá
Skil sf., vorum einu íslensku ráðstefnugestirn-
ir sem tilheyra endurskoðunarstofum sem ekki
flokkast undir alþjóðlega endurskoðunarskrif-
stofu. Teljum við það mikilvægt að minni stof-
urnar sæki slíkar ráðstefnur til þess að mynda
tengsl við starfsfélaga erlendis og gera sér grein
fyrir að okkar vandamál eru ekki svo ólík þeirra
vandamálum. Má segja að félagslegi hluti ráð-
stefnunnar hafi ekki síður verið mikilvægur, þ.e.
ef einstaklingurinn er duglegur að setjast til
borðs og/eða mynda tengsl við aðila sem ekki
tilheyrir beint hans þægindahring.
Málefni ráðstefnunnar
voru eftirfarandi:
Áskorun hnattvæðingar fyrir SME. Hér var
umræðan meðal annars um hvaða hlutverk endur-
skoðandinn getur leikið til þess að styðja við
vöxt og þróun á litlum fyrirtækjum sem fara t út-
rás og hverjar eru þarfir þeirra varðandi skýrslu-
gjafir. Það kom fram að endurskoðendur eiga
að hlusta og taka eftir því hverjar eru þarfir við-
skiptavinarins, fyrirtæki vilja traust. Lítil endur-
skoðunarfyrirtæki eiga að mynda gott tengsla-
net og viðhalda því.
IFRS6 fyrir SME. Hér var rætt um þá vinnu
sem hefur verið lagt í varðandi einföldun á stöðl-
um fyrir SME því að mörgum finnst IFRS of viða-
mikið regluverkfyrir lítil félög. Þegar hér var kom-
ið áttum við í vandræðum með að skilja Fran-
coise Flores (stjórnarformaður EFRAG7), hann
talaði ensku en með miklum frönskum hreim svo
efnið komst ekki alveg til skila. En umræðan var
um þörfina á einfaldari reikningsskilareglum fyrir
lítil félög. Það kom fram að meðal þeirra reglna
sem mætti einfalda fyrir minni félög væru: tekju-
skattsskuldbinding, afskrift á viðskiptavild í stað
virðisrýrnunarprófs, sleppa jafnvel kröfum um
gerð samstæðu eða draga úr þeim, gagnsæi fyrir
raunvirði og gefa út viðmið varðandi þau.
Fjárfesting og fjármögnun félaga. Ræðu-
mennvorum.a.,Ph.dGeirA.Gunnlaugssonstjórn-
arformaður í Promens hf. og Halldór J. Kristjáns-
son þáverandi bankastjóri í Landsbanka fslands.
Undir þessum lið var fjallað um reynslu félaga af
fjárfestingum erlendis í minni félögum, reynslu af
endurskipulagningu, fjármögnun og hvernig tek-
ist er á við alþjóðlegt regluverk og frávik þess frá
staðbundnum lögum hvað reikningsskil varð-
ar. Síðan var fjallað um aðstoð við áreiðanleika-
kannanir, mat og samningagerð við fjárfesting-
ar og sú spurning var lögð fram hvert er hlutverk
endurskoðandans í þessu sambandi og hverjar eru
væntingar minni félaga til endurskoðandans.
Að þessu loknu var skipt upp í vinnuhópa og
þá gátu ráðstefnugestir valið einn af fjórum.
Önnur okkarvaldi, Áhrifaríka endurskoðun
á SME. Ræðumenn hér lögðu fram eftirfarandi
spurningarnar: Er það skilvirkt til endurskoðunar
að taka upp ISA? Ætti nálgun endurskoðunar að
vera breytileg eftir því hver stærð og einkenni fyrir-
tækisinseru? Er þörf fyrirönnur stuðningstæki og
hvernig ættu þau að vera? Einnig var rætt um
reynslu þeirra sem hafa notað IFAC8 leiðbeining-
ar til þess að nota ISA9 við endurskoðun á minni
félögum og að lokum hverjar eru væntingar og
kröfur endurskoðenda til skilvirkari endurskoð-
unar á minni félögum. Menn voru ekki sammála
um hvort endurskoða ætti minni félög í samræmi
við ISA eða ekki. Ef það ætti að breyta einhverju
þá yrði að byggja á áhættumati við endurskoðun
á SME og ná meginþemanu úr endurskoðunar-
stöðlunum. Það er mikilvægt að til séu tæki til
að einfalda verkflæðið, þau þurfa aðvera einföld
í notkun og sveigjanleg. Það ætti ekki að taka
Sigríður Ármannsdóttir endurskoðandi og Þorbjörg Kolbeinsdóttir APaL ehf, endurskoðun og
ráðgjöf
FLE {nétíirí janúar 2009 • 7