FLE fréttir - 01.01.2009, Side 10
skoðenda, um 30%, sem hafa aflað sér réttinda
en eru ekki praktíserandi, heldur vinna t.d. sem
fjármálastjórar hjá fyrirtækjum. Sumir þeirra
viðhalda réttindum sínum en aðrir leggja þau
inn og í þeim hópi gæti fjölgað núna í kjölfar
breytinganna, þar sem kröfurnar eru að aukast
og það er orðið dýrara að viðhalda réttindunum.
Að lokum eru það svo þeir sem eru komnir á ald-
ur og hættir störfum.
Hjartans mál að félagið sé fyrir
alla sem hlotið hafa löggildingu
„Félag löggiltra endurskoðenda vill leggja
áherslu á að félagið sé fyrir alla þá sem hlot-
ið hafa þessi réttindi, hvort sem menn hafa lagt
þau inn eða ekki, það er okkur mikið hjartans
mál" segir Margret með augljósum þunga. „I
hópi þeirra sem ekki eru praktíserandi eru marg-
ir fróðustu menn landsins um reikningsskil og
þeir skapa vettvang umræðu og þróunar í fag-
inu. Grunnhlutverk okkar endurskoðenda er að
skoða ársreikninga og staðfesta réttmæti þeirra
en við erum líka mestu sérfræðingarnir í reikn-
ingsskilum. Enginn annar aðili í samfélaginu
hefur gert reikningsskil að sinni sérgrein."
Brýnt að löggildingin sjálf
sé metin að verðleikum
Burtséð frá mikilvægi þess að sinna ákveðnum
skyldum varðandi endurmenntun og tryggingar,
þá eru mikil verðmæti fólgin í því að fá löggild-
ingarpróf sem endurskoðandi. Það er meiri við-
bót í því en öðrum sambærilegum réttindapróf-
um. „Sem dæmi þá fara t.d. tveir til þrír mánuðir
á hausti í undirbúning og svo þarf þetta þrjá til
fjóra umganga í að Ijúka prófinu. Fæstum tekst
að Ijúka því á einu bretti og algengast að það sé
gert í þremur áföngum." Margret bætir því við
að eins og sakir standa þá megi einungis þeir
kalla sig endurskoðendur sem sinna kröfunum
um endurmenntun og tryggingar osfrv. „Þess
vegna er það mjög aðkallandi að finna lausn á
því að þeir sem Ijúka löggildingarprófi fái við-
hlítandi titil."
Á undanförnum uppgangstímum hefur verið
gríðarleg spurn eftir endurskoðendum og þótt
þessi viðsnúningur hafi orðið í efnahagslífinu þá
hefur eftirspurnin síst minnkað. „Ég er stolt af
því að fylgjast með því hvernig skilanefndir og
Fjármálaeftirlitið sogar til sín þessa starfskrafta
núna. Það segir sína sögu um hvað mikil þekk-
ing er til staðar hjá þeim sem hafa þessa mennt-
un og reynslu," bætir Margret við máli sínu til
stuðnings.
Höfum augljóslega
verið á réttri braut
I kjölfar lagabreytinganna hefur félagið ver-
ið með stefnumótunarvinnu sem hefur falist í
því að skoða félagið í heiid, fyrir hverja það er
og hvaða þjónustu félagið vill fá. Margret seg-
ir það Ijóst að fyrir utan lagabreytingarnar hafi
sú skoðun ekki leitt til neinna stórfelldra breyt-
inga. „Það sýnir glöggt að við höfum verið á
réttri braut," og fer ekki á milli mála hve málefni
félagsins eru henni hugleikin. Meginniðurstöður
þessarar vinnu eru því engar U-beygjur, heldur
frekar að bæta þurfi ýmsa þætti og leggja frek-
ari áherslur á aðra. Eins er Ijóst að til þess að
geta sinnt þessu þarf aukinn mannskap. Und-
anfarið hefur félagið verið með 2 starfsmenn í
hlutastarfi en nú hefur verið ákveðið að ráða
framkvæmdastjóra í fullt starf og þarf viðkom-
andi að vera endurskoðandi. Þessum starfs-
manni er ætlað að sjá um endurmenntunarþátt-
inn auk margra þeirra verkefna sem hafa hvílt
á faglegum framkvæmdastjóra, formanni og
stjórn félagsins.
Margret fyrsta konan sem
veröur formaður FLE
Félag löggiltra endurskoðenda var stofnað árið
1935 og verður því 75 ára árið 2010. Halda á
upp á það með því að skrifa sögu félagsins og
gera endurskoðendatal og er hvort tveggja í
vinnslu. Margret var kjörin formaður félagsins
árið 2007 og jafnframt fyrsta konan til að gegna
þeirri stöðu. Hún segir að sér hafi verið afar vel
tekið þótt endurskoðendur hafi óneitanlega tal-
ist hefðbundin karlastétt hingað til. Sem dæmi
fékk fyrsta konan ekki löggildingu fyrr en um
miðjan áttunda áratuginn. „Þátttaka kvenna
er að aukast - kynjahlutfallið er greinilega að
jafnast a.m.k. í stærri fyrirtækjunum," segir Mar-
gret brosandi en tjáir sig ekki meira um jafn-
réttismálin.
„Það hefur verið mjög gaman að vinna fyrir
félagið," segir hún að lokum á sinn yfirvegaða
og hógværa hátt. „Þetta er þakklátt starf."
/ \
An accountant visited the Natural History museum. While standing near
the dinosaur he said to his neighbor: „This dinosaur is two billion years
and ten months old".
„Where did you get this exacf information?"
„I was here ten months ago, and the guide told me that the dinosaur
is two billion years old."
What's an accountant's idea of trashing his hotel room?
Refusing to fill out the guest comment card.
When does a person decide to become an accountant?
When he realises he doesn't have the charisma to succeed as an
undertaker.
If an accountant's wife can't get to sleep, what does she say?
„Tell me about work today, dear"
L____________________________________________________________________________>
10» FLE þuUliA. janúar 2009