FLE fréttir - 01.01.2009, Qupperneq 12
Lagt við hlustir
Stjórn félagsins tók strax þá stefnu að félagið
skuli eftir sem áður vera fyrir alla þá sem hlotið
hafa löggildingu sem endurskoðendur á (slandi
óháð því hvort þeir hafa lagt inn réttindi sín eða
ekki. Það þýðir að nauðsynlegt er að skilgreina
þjónustu félagsins með tilliti til þess að þessir
hópar kunni að hafa mismunandi þarfir.
I október var haldinn vinnufundur félags-
manna þar sem fjallað var um þá þjónustuþætti
sem félagið á að veita bæði með tilliti til lag-
anna og út frá þeim þörfum sem einstakir hópar
félagsmanna kunna að hafa.
Á vinnufundinum var þátttakendum skipt í 6
hópa. Hóparnirgerðu svo grein fyrir sínum niður-
stöðum og vangaveltum í lok fundarins. Niður-
stöður hópanna leiddu í Ijós að grunnskilningur
félagamanna á tilgangi og uppbyggingu félags-
ins er mjög í takt við þá stefnu sem stjórn félags-
ins hefur tekið.
Hópurinn sem fjallaði um endurmenntun
lagði áherslu á að tryggja þyrfti framboð og fjöl-
breytni og lagði til að ráðinn yrði endurmennt-
unarstjóri. Þá varpaði hópurinn fram ýmsum
spurningum og vangaveltum varðandi skilgrein-
ingar á því hvað væri staðfestanlegt, hvernig
eftirliti yrði háttað og aðkomu FLE að því auk
þess sem rætt var um ráðstefnur félagsins. Þessi
atriði eru nú komin á verkefnalista sem bíður
nýrrar stjórnar.
Niðurstöður hópsins voru því á sömu nótum
og stjórn hefur rætt um. Þ.e. að nauðsynlegt sé
að leggja enn aukna áherslu á menntunarmálin
og Ijóst að það þýðir auknar kröfur til félagsins
og kallar á aukið vinnuframlag af hálfu starfs-
manna félagsins hvort sem það er með fjölg-
un eða auknu starfshlutfalli. Það er því Ijóst að
ekki verður brugðist við nýjum lögum og þörf-
um félagsmanna til endurmenntunar nema með
auknum tilkostnaði af hálfu félagsins.
Hópurinn sem fjallaði um grunnmenntunina
velti því fyrir sér hvort félagið eigi að koma að
grunnmenntuninni á einhvern hátt, hvort það
sé ekki hlutverk hins opinbera. Það er Ijóst að
félagið hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að
koma að grunnmenntuninni í neinum mæli jafn-
vel þó það vildi blanda sér í þetta hlutverk rík-
isins. En hinu má ekki gleyma að þrátt fyrir að
grunnmenntunin sé ekki í höndum FLE hefur
allt frumkvæði í menntun stéttarinnar í gegnum
áratugina komið frá FLE. Varðandi Námsstyrkja-
sjóð velti hópurinn því fyrir sér hvort hlutverk
sjóðsins væri of þröngt skilgreint, hvort breyta
þyrfti markmiðum hans eða jafnvel leggja hann
niður. Hópurinn benti á að breyttar þjóðfélags-
aðstæður gerðu það áhugaverðara en áður að
sækja sér framhaldsmenntun og því væri e.t.v.
rétt að halda sjóðnum óbreyttum næstu árin og
taka málið upp síðar í Ijósi reynslunnar. Það virð-
ist tímabært að huga að breytingum á sjóðn-
um í því skyni að nýta fjármuni hans stéttinni til
framdráttar. Stjórn FLE hefur farið þess á leit við
stjórn Námsstyrkjasjóðs að hún fari yfir mark-
mið sjóðsins og komi með tillögur til breytinga
ef henni sýnist þörf á því. Að svo stöddu liggja
því ekki fyrir neinar tillögur um breytingar á
skipulagsskrá sjóðsins.
Þriðji hópurinn fékk það verkefni að fjalla um
hlutverk félagsins við hagsmunagæslu í víðum
skilningi. Hlutverk félagsins er að gæta hags-
muna stéttarinnar sem heildar og koma fram
fyrir hennar hönd en ekki einstakra félags-
manna. Einnig þarf félagið að standa vörð um
starfsheitið og reyna að auka skilning á þeim
mismun sem er á milli endurskoðenda og ann-
arra sem starfa við uppgjör og skattframtöl svo
dæmi séu nefnd. Hópurinn sem fjallaði um hlut-
verk félagsins í upplýsingamiðlun taldi mjög
gott að félagið dreifði upplýsingum um laga-
breytingar og dómsúrskurði til félagsmanna. Þá
taldi hópurinn mikilvægt að hægt væri að nálg-
ast staðla og slíkt í gegn um vef félagsins. Það
er Ijóst að upplýsingamiðlun félagsins til félags-
manna um ýmislegt sem fag þeirra og störf varð-
ar er mikilvægur þáttur í starfi félagsins og er
nauðsynlegt að lögð verði áhersla á að gera
hana eins gagnlega en um leið eins markvissa
og kostur er.
Hópurinn sem fjallaði um faglega starfið taldi
að félagið ætti að beita sér fyrir, annars vegar
kynningu og hins vegar túlkunum á stöðlum og
lögum. Rætt var um áhrif á mótun alþjóðlegra
starfa og bent á að slíkt gerðist fyrst og fremst í
gegn um NRF. Hópurinn taldi að FLE ætti að vera
sá aðili sem fjallaði um reikningsskil á fagleg-
an hátt í samfélaginu og kom með þá athyglis-
verðu hugmynd að reikningsskilanefnd félags-
ins yrði víkkuð út með þátttöku annarra svo
sem þeirra sem starfa við reikningsskil og fræði-
manna. Hugmyndin um útvíkkun reikningsskila-
nefndarinnar er mjög áhugaverð. Það þarf þó að
horfa til þess að flestir bestu reikningsskilamenn
landsins eru félagsmenn í FLE hvort sem þeir eru
starfandi endurskoðendur, starfandi við reikn-
ingsskil úti í fyrirtækjunum eða fræðimenn. Eft-
ir sem áður gæti það orðið reikningsskilum til
framdráttar á íslandi ef aðrir aðilar tækju beinan
þátt í störfum reikningsskilanefndar FLE. Engar
tillögur liggja þó fyrir um breytingu á reiknings-
skilanefndinni í þessa veru enda þyrfti áður en til
12» FLE j/iMin janúar 2009