FLE fréttir - 01.01.2009, Page 14

FLE fréttir - 01.01.2009, Page 14
ingu varð veruleg breyting á starfsemi félags- ins. Faglegur framkvæmdastjóri sinnir ýmsum faglegum málum svo sem vinnu fyrir fagnefnd- irfélagins, samskiptum innan NRF, samskiptum við fjármálaráðuneytið og skattayfirvöld, auk annarrar faglegrar vinnu. Með faglegum fram- kvæmdastjóra hefurvinna formanns og varafor- manns vegna ýmissa verkefna í þágu félagsins breyst, en helsti ávinningur með ráðningu hans er sá að félagið er nú mun virkara í allri faglegri vinnu. Með auknum verkefnum félagsins, ekki síst á sviði endurmenntunar hefur verið ákveðið að ráða faglegan framkvæmdastjóra í fullt starf á næsta ári. Gunnar Sigurðsson sem gengt hef- ur því starfi frá upphafi hefur ákveðið að láta af störfum snemma árs 2009. Á næstunni mun stjórn félagsins því auglýsa eftir nýjum fram- kvæmdastjóra og telur stjórnin nauðsynlegt að til starfsins veljist löggiltur endurskoðandi. ( nýjum lögum um endurskoðendur eru talin upp þau verkefni sem FLE ber að sinna en jafn- framt tiltekið að heimilt sé að stofna sérstaka félagsdeild til að sinna öðrum verkefnum. FLE hefur í 73 ára sögu sinni starfað sem ein heild og því væri það stórt skref að breyta því fyrirkomu- lagi. Stjórn félagsins telur að þau verkefni sem félagið hefur sinnt og hefur í hyggju að sinna rúmistöll innan upptalningar laganna. Hins veg- ar er nauðsynlegt að tryggja að skipulag félags- ins sé óvéfengjanlega í samræmi við lög m.t.t. skylduaðildarinnar jafnframt því sem það tryggi hagsmuni félagsmanna sem best. Það er því verkefni nýrrar stjórnar að nýta þann tíma sem eftir lifir árs þar til nýju lögin taka gildi að skoða þennan þátt gaumgæfilega og leggja fram til- lögur til breytinga verði þess talin þörf. Formaður hvatti félagsmenn til að vera ófeimna við að koma hugmyndum sínum og til- lögum á framfæri - með því móti verður FLE áfram sá styrki vettvangur og bakhjarl íslenskra endurskoðenda sem það hefur verið í yfir 70 ár. Skýrsla faglegs framkvæmdastjóra Gunnar Sigurðsson endurskoðandi fagtegur fram- kvæmdastjóri FLE Gunnar Sigurðsson, faglegur framkvæmdastjóri FLE flutti yfirlit um störf á vegum félagsins á árinu: Hér á eftir verður einkum fjalla um fagleg efni sem hafa komið inn á mitt borð í samstarfi við norrænu endurskoðunarfélögin, og önnur áhugaverð mál. Fyrst vil ég nefna mál sem hefur verið nokk- uð lengi í umræðunni, en það er takmörkun á skaðabótaábyrð endurskoðenda, en ég hef áður fjallað um málið og greint ykkur frá niðurstöð- um norrænsvinnuhóps, sem sendi frá sérskýrslu um það fyrir um tveimur árum síðan. Þetta hef- ur einnig verið á dagskrá hjá ESB og FEE og nið- urstaðan er sú að ESB hefur nú nýlega gefið út Tilmæli um takmörkun á skaðabótaábyrgð endurskoðenda Helstu forsendur fyrir takmörkun á skaðabóta- ábyrgð endurskoðenda eru að starfsemi verð- bréfamarkaða og lánastofna byggja m.a. á því að viðskiptaaðilar þeirra, skráð fyrirtæki, hafi aðgang að endurskoðunarþjónustu á markaði sem tryggi eðlilega samkeppni endurskoðunar- fyrirtækja og að endurskoðunarfyrirtækin séu fús að veita slíka þjónustu. Þróun viðskiptahátta og aukin alþjóðleg starfsemi skráðra fyrirtækja, aðstæður á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði, ásamt sókn þeirra eftir fjármagni frá almenningi hefur leitt til aukinna áhættu á ýmsum sviðum í rekstri þeirra. Áhætta endurskoðunarfyrirtækja þeirra hefuraðsama skapi aukist, þannig að sífellt verður erfiðara fyrir endurskoðunarfyrirtækin að tryggja sig fullkomlega gegn skaðabótakröfum sem kynnu að vera settar fram gagnvart þeim ef eitthvað fer úrskeiðis í rekstri þessara fyrirtækja. Hætta er á að slíkar skaðabótakröfur geti kom- ið fram í þeim mæli að endurskoðunarfyrirtæk- in eða tryggingarvernd standi ekki undir þeim. Þau geti því liðið undir lok, en það hefur í för með sér að endurskoðunarfyrirtækjum sem eru einkum á þessu markaði, hin fjóru stóru, fækk- ar, sem aftur getur leitt til þess að ekki er tryggt að skráðu fyrirtækin hafi nægan aðgang að hæfri endurskoðunarþjónustu og eins að sam- keppni milli endurskoðunarfyrirtækjanna minnki sem getur haft alþekkrar afleiðingar í för með sér fyrir skráðu fyrirtækin. Einnig hamlar hætta á himinháum skaðabótakröfum því að önnur minni endurskoðunarfyrirtæki fari inn á þennan markað, eins og æskilegt væri við slíkar aðstæð- ur. Tilmælunum er því ætlað að koma í veg fyrir 14» FLE Itéili*. janúar 2009

x

FLE fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.