FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 16

FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 16
Fyrrum formenn FLE þeir Sigurður B. Arnþórsson, Þorvarður Gunnarsson og Simon Á. Gunnarsson. I þessu löndum velta endurskoðendur fyrir sér hvort hægt sé að bjóða fram nýja þjónustu í stað endurskoðunar. Helst hefur komið til greina að í stað endurskoðunar komi lögboðin „review" eða könnun reikningsskila í samræmi við ISA reglur, en slík könnun reikningsskila er almennt notuð og viðurkennd „markaðsvara" í löndum eins og Kanada og BNA. I Danmörku hefur þessi umræða verið lífleg, en mörgum þar finnst þó að könnunaráritun á reikningsskil virki of neikvæð eftir orðalagi henn- ar og hefur danska félagið því sett af stað vinnu við að útbúa nýjan staðal með það að markmiði að vinna enduskoðandans samkvæmt staðlinum geti gefið áritun á reikningsskil sem veiti með jákvæðum hætti meiri tryggingu gagnvart les- endum reikningsskila en könnunaráritun, en þó minni en fyrirvaralaus áritun . Fróðlegt verður að fylgjast með niðurstöðum þessa vinnuhóps en þeirra er að vænta um eða eftir næstu áramót. Endurskipulagning Norræna endurskoðendasambandsins (NRF) NRF sem eru líklega elstu fjölþjóðlegu samtök endurskoðenda, stofnuð árið 1935, hafa geng- ið í gegn um margar „uppfærslur" gegnum árin síðan þau voru stofnuð og standa nú frammi fyrir einni slíkri nú um stundir. Aðdragandinn er fyrst og fremst sá að Björn Markland sem hef- ur verið framkvæmdastjóri sambandsins síð- an 2004, þegar hann varð fyrsti framkvæmda- stjóri þess í föstu starfi, lætur af störfum á miðju næsta ári. Auk þess má gera ráð fyrir flutningi á skrifstofu sambandsins við ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra frá öðru Norðurlandanna. Björn hefur auk framkvæmdastjórastarfsins verið tæknilegur ráðgjafi Svíans Göran Tidsström, sem hefur átt sæti í stjórn IFAC um nokkurra ára skeið. Rétt þykir því að fram fari nokkurs konar úttekt á starfi sambandsins m.a. hvort auka eigi starfsvið framkvæmdastjórans og starfshlutfall hans en Björn hefur verið í hálfu starfi. Stefnt er að því að gera það sem kallað er á góðri nor- rænu „business plan" en helstu þættir í starf- semi sambandsins hafa verið: í fyrsta lagi sameiginleg þátttaka fulltrúa NRF í alþjóðlegum samtökum, FEE, IFAC. NRF hefur valið sameiginlega fulltrúa í stjórnir og nefndir FEE og IFAC. Fulltrúarnir koma ávallt fram sem fulltrúar NRF en ekki einstakra landa innan sambandsins. Með þessum hætti hefur verið talið að slíkt yki líkur á kjöri þeirra þeg- ar margir aðrir eru í „framboði", sem titt er og auk þess að rödd þeirra vegi meira í fjöl- þjóðlegu starfi. Eins og er á NRF einn af fram- kvæmdastjórum FEE og stjórnarmann í IFAC. Gert er ráð fyrir að stjórnarmaður NRF í IFAC verði kosinn varaforseti þess til næstu tveggja ára og síðan forseti þess næstu tvö árin þar á eftir. Einnig á NRF fulltrúa í ýmsum nefndum IFAC, svo sem IAASB (auditing), IAESB (educa- tion), IESBA (ethics), IPSASB (public sector), CAP (compliance) og SMPC (small and medi- um-sized practices). Þá er mikilvægur þáttur í starfi NRF miðlun upplýsinga og skoðanaskipti innan NRF. Miðlun upplýsinga innan NRF fer fram með ýmsu móti, svo sem með reglulegum símafundum fram- kvæmdastjóra félaganna, fundum formanna félaganna að minnsta kosti tvisvar á ári og sam- skiptum milli einstakra fagnefnda þegar tilefni er til. Lagt er til að samstarf einstakra fagnefnda verði aukið og það tengt nánar starfi fulltrúa NRF í fagnefndum IFAC. Rætt er um að fulltrú- ar NRF haldi símafundi við undirbúning funda IFAC með fulltrúum fagnefnda norrænu land- anna með það fyrir augum að þeir hafi mögu- leika á að ræða þau mál á fundunum við fulltrúa NRF sem skipta aðilarfélög NRF mestu máli. Að fundi loknum geti þeir síðan skipst á upplýsing- um um framgang einstakra mála. Þá má næst nefna vinnu við sérstök sameig- inleg verkefni í vinnuhópum. Lagt er til að hug- að verði enn frekar að myndun sameiginlegra vinnuhópa um einstök afmörkuð verkefni, sem annað hvort hefur ekki verið sinnt af IFAC eða FEE eða þau hafa verið á dagskrá hjá alþjóða- samtökunum en þau ekki tekið tillit til sérstakra 16» FLE l>iéttiA. janúar 2009

x

FLE fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.