FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 19

FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 19
Veislan smærri í sniðum Þegar leitað er hófanna um samtal við Sig- urð Álfgeir Sigurðarson, löggiltan endurskoð- anda hjá Deloitte á Egilsstöðum, hefur kappinn brugðið sér af bæ. „Hann er að skjóta rjúpu," segir samstarfsmaður. Enda föstudagur á Hér- aði. „Þú nærð honum á mánudaginn." Það stendur heima. „Það fer afskaplega vel saman að vinna sem löggiltur endurskoðandi og skjóta rjúpu," útskýrir Sigurður. Nú? „Mesta álagið í endurskoðuninni er á vorin en rjúpnaveiðitímabilið er á haustin." Alveg rétt! Ekki þarf að koma á óvart að Sigurður er ómeng- að náttúrubarn enda uppalinn í sveit, nánar til- tekið á bænum Kollafjarðarnesi á Ströndum. „Ég hef alla tíð búið úti á landi enda þykir mér það meira heillandi en að búa á höfuðborgarsvæð- inu, ekki síst þegar maður er með börn. Að auki hef ég takmarkaða þörf fyrir allar þessar búðir." „Ég fór í viðskiptafræði vegna peninganna eins og flestir aðrir," segir Sigurður spurður hvers vegna hann hafi lagt endurskoðun fyrir sig. „Svo varð ég áhættufælnari og fór í eftirlits- hlutverkið í stað þess að vera í framlínunni. Ég sé ekki eftir því í dag." Sigurður segir reikningsskilin fljótlega hafa heillað sig í náminu við Háskóla Islands en hann lauk viðskiptafræðiprófi árið 2004. Á lokaárinu vann hann um skamma hríð hjá Deloitte í Reykja- vík með námi en áramótin 2003/04 lá leið hans til Egilsstaða. „Konan ber alla ábyrgð á því, hún er héðan. Ég er raunar búinn að vera með annan fótinn á Egilsstöðum frá árinu 1998." Sigurður sinnir verkefnum víða um land, samt aðallega á Austurlandi. Hann kemur lítið suður til að glíma við verkefni. „Ég fer mest megnis til Reykjavíkur vegna ýmis konar fundarsetu og í kurteisisheimsóknir. Ef til vill væri æskilegt að fara oftar suður og glíma við stærri og flóknari verkefni, hér hefur hins vegar verið nóg að gera samhliða allri þeirri uppbyggingu sem átt hefur sérstað á Austurlandi." Sigurður segir viðskiptavini Deloitte á Austur- landi vera úr nær öllum geirum viðskiptalífsins, fyrirtæki eru þó að jafnaði smærri á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta þýðir að við þurfum að vera með puttana í flest öllu sem viðkemur faginu, það gerir starfið í senn fjöl- breytt og skemmtilegt." Mikið er lagt upp úr endumenntun og miðlun þekkingar hjá Deloitte auk þess sem vandalaust er að leita álits hjá sérfræðingum fyrirtækisins, innan lands sem utan. Enda af nægu að taka, 160 þúsund manns vinna hjá Deloitte víðsveg- ar um heim. Líf og fjör á heimilinu „Mér líður rosalega vel hérna fyrir austan og vil vera hér áfram," segir Sigurður þegar framtíð- ina ber á góma. „Náist ekki jafnvægi í efnahags- lífinu munu mörg fyrirtæki lenda í erfiðleikum hér eins og annars staðar, þau standa samt mun Sigurður Álfgeir Sigurðarson endurskoðandi hjá Deloitte á Egilsstöðum betur að vígi en fyrir sunnan. Hér hefur veislan verið smærri í sniðum og fyrir vikið úr lægri söðli að detta." Varla þarf að taka fram að Sigurður vinnur mikið eins og aðrir í faginu. „Það er ekki hlaupið að því að vinna hóflega langa vinnudaga þegar mörg verkefni bíða." En þegar hann er laus á fjölskyldan hug hans allan. „Við eigum tvö börn, fjögurra ára strák og tveggja ára stelpu, þannig það er líf og fjör á heimilinu. Það er líka í mörg horn að líta hjá frúnni en hún er íþróttafræðingur og er í fjar- námi í stjórnun við háskóla í Bandaríkjunum. Það er magnað hvernig möguleikar fólks til náms hafa þróast. Líklegast verður eina er- indi hennar til Bandaríkjanna að sækja próf- skírteinið." Eins og fram hefur komið skýtur Sigurður rjúpu og raunar lætur hann ekki þar við sitja, veiðir líka gæs, svartfugl og hreindýr. Auk þess að fara á sjóstöng en Sigurður á lítinn bát ásamt tengdaföður sínum og bróður hans. „Það er allra meina bót að komast á sjóinn." Nýr framkvæmdastjóri hjá FLE Vildi drífa í löggildingunni Sigurður fann sig strax vel í starfi hjá Deloitte á Egilsstöðum undir leiðsögn Sigurðar H. Páls- sonar endurskoðanda. Eftir að hafa unnið þar í tæp þrjú ár reyndi hann við löggildingarprófin. „Hvers vegna fór ég í prófin? Mér fannst ég bara vera tilbúinn og vildi drífa í þessu. Ég tók fyrst tvö próf og síðan aftur tvö og komst falllaust í gegnum þetta. Próflesturinn var mikil törn." Sigurður B. Arnþórsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri FLE. Sigurður var formaður félags- ins á árunum 2003-2005 og er félaginu mik- ill fengur í ráðningu hans. Gunnar Sigurðsson faglegur framkvæmdastjóri síðustu fjögur árin lét af störfum um áramótin og þakkar stjórn fé- lagins honum gjöfult og gott samstarf. Arnbjörg Guðbjörnsdóttir verður eftir sem áður skrifstofustjóri í 60% starfi. Sigurður B. Arnþórsson endur- skoðandi fram- kvæmdastjóri FLE FLE janúar 2009 • 19

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.