FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 22

FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 22
fjárfestis með tilliti til öflunar nauðsynlegra upp- lýsinga úr rekstri fyrirtækja sem ekki liggja Ijós- lega fyrir í ársreikningum þeirra. Hann taldi að endurskoðandinn ætti, sem fulltrúi hluthafa, að veita hluthöfum svör við slíkum spurning- um á hluthafafundum ef eftir þeim væri leitað. Stjórnir og stjórnendur, sem oftast ættu hags- muna að gæta, sætu einir að upplýsingum frá endurskoðanda sem gætu skipt smærri hluthafa miklu máli. Ráðstefnunni lauk kl. 14:30 og voru þátttak- endur 236 að meðtöldum fyrirlesurum. Þrátt fyrir að efni ráðstefnunnar hafi verið breytt frá upphaflegri gerð og nýjir fyrirlesarar verið fengnir inn nokkrum dögum fyrir ráðstefnudag, teljum við að vel haf i tekist tii. Almennt var gerð- ur góður rómur af framsetningu hennar og mál- efnum. Annað af borði menntunarnefndar FLE Starfsemi menntunarnefndarfram að næsta að- alfundi 2009, mun að mestu vera með sama sniði og hún var á undangengnu ári. Ráðstefnu- dagar fyrir hinar hefðbundnu ráðstefnur hafa verið ákveðnir þannig: 15. janúar NámskeiðFLE- Reikningsskilanefnd 16. janúar Skattadagur FLE 16. apríl Námskeið FLE - Skattanefnd 17. apríl Endurskoðunardagur FLE 17. sept. Námskeið FLE — Endurskoðunarnefnd 18. sept. Reikningsskiladagur FLE 12. nóv. Námskeið FLE - Gæðanefnd 13. -15. nóv. Haustráðstefna FLE Reiknað er með að fyrstu þrjár ráðstefnur árs- ins verði haldnar í Reykjavík með samsvarandi hætti og undanfarin ár. Tillaga hefur komið fram um að halda haustráðstefnu félagsins utan Reykjavíkur og hefur Akureyri verið nefnd í því sambandi. Síðasta ráðstefna sem haldin var út á landi var á árinu 2003 en þá var hún haldin á Akureyri. Við athugun virðist líklegt að Akureyri sé eina bæjarfélagið utan Reykjavíkur sem getur tekið á móti þeim fjölda þátttakenda sem líkur eru fyrir að muni mæta ef litið er til fyrri slíkra ráðstefna. Fljótlega munu félagsmenn fá send- an könnunarlista í tengslum við þessa tillögu en stjórn félagsins hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessa staðsetningu ef nægileg þátttaka fæst. Eins og undanfarið ár munu stutt námskeið verða haldin dagana fyrir framangreinda ráð- stefnudaga þar sem ánægja virðist vera um fyrirkomulagið enda þátttaka verið mjög góð. Ef lagabreytingar verða gerðar, vegna fjárhags- legra eða reikningslegra aðgerða, sem snúa kunna að okkar fagi sérstaklega, kann að verða sett inn námskeið í tengslum við slíkt. Birt með leyfi höfundar. Líáur yfir land og Laf, lífsins æðsti dýrðarfriáur. Allt ]}aá sem að Guá vor gaf, geislar til oss kingaá niáur. Kyrráin ríleir, leomin nótt, leluleleur |>agna, sættir allar. Alkvít jöráin andar rótt, undan vetri kjartaá kallar. Gefist framtíá gæskuklíá gleáistundir vinamóta. Áfram verái yndistíá, alls kins kesta skulum njóta. Bjarni Jónsson endurskoðandi 22 • FLE þuUli* janúar2009

x

FLE fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.