FLE fréttir - 01.01.2009, Qupperneq 23

FLE fréttir - 01.01.2009, Qupperneq 23
Ekki bundinn vib sömu þúfuna Stétt löggiltra endurskoöenda á Austurlandi óx fiskur um hrygg í lok síðasta árs þegar fjór- ir viðskiptafræðingar sem þar hafa starfað luku löggildingarprófi. Fram að því var aðeins einn löggiltur endurskoðandi sem bæði bjó og starf- aði á svæðinu. „Þetta voru mikil tíðindi. Það er orðið vel messufært hérna fyrir austan," segir einn fjórmenninganna, Magnús Jónsson, hress í bragði en hann starfar hjá KPMG. Magnús segir fjölgunina ánægjulega. Hún komi til með að styrkja greinina til lengri tíma litið. „Þetta er mikil innspýting en þess má þó geta að ekki eru allir að vinna við fagið. Þannig er ein sem kláraði löggildinguna um leið og ég að vinna sem fjármálastjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Það eru ýmsir aðrir möguleikar en að vinna á stofu enda eru löggiltir endurskoð- endur eftirsóttur starfskraftur." Magnús, sem er 32 ára að aldri, fór upphaf- lega í lögfræði en fann sig ekki í því námi. „Ég hef alltaf haft gaman af tölum og reikningi þann- ig ég ákvað að prófa viðskiptafræðina," segir hann en vettvangurinn var Háskóli (slands. Eftir þriggja ára nám urðu breytingar á högum Magnúsar þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn. „Þá ákváðum við konan mín að flytja búferlum hingað til Egilsstaða en við erum bæði fædd og uppalinn hér fyrir austan, ég á Borgarfirði eystri og hún á Egilsstöðum. Ég hóf störf hjá KPMG og kláraði fjórða árið í viðskiptafræðinni með vinnu. Nú er ég svo kominn með löggildinguna." Sex manns starfa hjá KPMG á Egilsstöðum en auk þess rekur félagið Skrifstofuþjónustu Aust- urlands (SKRA) í samstarfi við aðila á Egilsstöð- um, Borgarfirði og Seyðisfirði, en SKRA sér- hæfir sig í þjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki. „Starfssvæði okkar er frá Djúpavogi norður á Þórshöfn, þannig við erum mikið á ferðinni," segir Magnús. Maöur staðnar ekki Hann er líka í góðum tengslum við höfuðstöðv- ar KPMG í Reykjavík. „Fyrirtækið reynir að láta vinnuaflið fljóta þannig að mannskapurinn nýt- ist sem best. Við fáum fólk austur og förum sjálf suður til að sinna ákveðnum verkefnum þegar þannig stendur á. Það er kosturinn við að vinna hjá svona stóru fyrirtæki að maður er ekki bundinn við sömu þúfuna. Samgöngur milli Reykjavíkur og Egilsstaða eru líka góðar, þann- ig það er þægilegt að fara á milli. Þetta trygg- ir ennfremur fjölbreytileika í verkefnum. Maður staðnar ekki." Magnús segir starf endurskoðenda á margan hátt fjölbreyttara úti á landi en á höfuðborgar- svæðinu, þar sem verkefnin séu oft stærri og krafan um sérhæfingu meiri. Þá sé nálægðin við viðskiptamenn oft á tíðum mikil á landsbyggð- inni þannig menn kynnist mörgu og ólíku fólki víðsvegar á Austurlandi. „Stór hluti af okkar verkefnum tengist opinberum aðilum, sveitarfé- lögum og fyrirtækjum tengdum þeim. Annars erum við að sinna fyrirtækjum af ýmsum stærð- um og gerðum. Það sem gefur líka lífinu lit er að maður er alltaf að hitta skemmtilega karaktera. Upp til sveita og út til stranda eru menn nefni- lega ekki allir steyptir í sama mótið." Beðinn um að tilgreina galla við það að starfa í dreifbýli nefnir Magnús helst skort á sérhæfin- gu og að meiri hætta sé á því að fara á mis við nýjungar í faginu. Á móti kemur að stóru stofur- nar, svo sem KPMG, sjá starfsmönnum sínum fyrir reglulegri og öflugri endurmenntun. „Það er mikill kostur enda lykilatriði að vera vel tengd- ur." Hér er okkar bakland Magnús unir hag sínum afar vel á Egilsstöðum og gerir ekki ráð fyrir að færa sig um set í ná- inni framtíð. „Auðvitað á maður aldrei að segja aldrei en eins og sakir standa líður mér afskap- lega vel hérna fyrir austan. Eydís, konan mín, er líka í góðri vinnu og hér er frábært að ala upp börn. Við eigum orðið þrjá syni á aldrinum tveggja til sjö ára. Hér er okkar bakland og ekki veitir af þegar vinnudagurinn er jafn langur og í mínu fagi. Það er enginn maður með mönn- um nema hann vinni öll kvöld og helgar," segir Magnús Jónsson endurskoöandi hjá KPMG á Egilsstöðum Magnús og skellir upp úr. „Fyrir vikið er nauð- synlegt fyrir löggilta endurskoðendur að eiga góða konu og gott bakland. Öðruvísi gengur þetta ekki upp." Utan vinnu segir Magnús fjölskylduna hafa forgang. Hann fer líka talsvert á veiðar, skýt- ur rjúpu, gæs og hreindýr. Þá er Magnús mik- ill íþróttaáhugamaður og hefur setið í stjórn bæði körfuboltans og fótboltans í Egilsstöð- um. „Síðan reynir maður að sprikla með gömlu félögunum en eftir að rofaði til í atvinnumál- um hérna eru fjölmargir Austfirðingar á mínum aldri snúnir heim, fólk um og yfir þrítugt. Það er mjög ánægjuleg þróun en þetta var ekki að ger- ast fyrir örfáum árum. Fólk fékk einfaldlega ekki vinnu við hæfi." Tilkynningar til félagsmanna FLE Almenna reglan er sú að tilkynningar um fundi og ráðstefnur á vegum FLE eru sendar til félagsmanna með tölvupósti. Félagsmönnum FLE sem óska eftir að fá slíkar tilkynningar í almennum pósti er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins. FLE þutíiA janúar 2009 • 23

x

FLE fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.