FLE fréttir - 01.01.2009, Page 26
Fyrra spakmæli dagsins er haft eftir hinum fræga
bandaríska rithöfundi MarkTwain: „Golf ereyði-
legging á góðum göngutúr". Mark Twain and-
aðist árið 1910. Ef hann í dag bara vissi hversu
margir einstaklingar um allan heim eru daglega
að eyðileggja góðan göngutúr I
Golfár endurskoðenda 2008 var ekki stórt í
sniðum og viðburðir færri en oft áður. Enn þykir
þó við hæfi en koma þvi helsta til skila í árlegum
golfpistli þannig allir í félaginu, jafnt þeir sem
leika golf sem og aðrir sem ekki hafa enn lát-
ið golfdraum sinn rætast, megi verða sem best
upplýstir um það sem gerist á þessum vettvangi.
((raun er hér um að ræða nákvæmlega sömu
byrjun og í golfgrein síðasta árs.)
Um langt árabil hafa liðsmenn golfdeildar
FLE haft árlega keppni við annars vegar lög-
menn og hinsvegarviðtannlækna. Keppninvið
tannlækna fór fram í byrjun júlí á Kálfatjarnar-
velli, Vatnsleysuströnd. Tannlæknar voru höfð-
inglegir þetta árið og komu með nýjan bikartil
að keppa um. Slíkum rausnarskap verður aðeins
svarað á einn veg og lauk viðureigninni með
sigri tannlækna. Þeir hafa löngum verið dug-
legri við holufyllingar en við og það var okk-
ar hlutskipti þetta árið að tapa með minnsta
mun. Keppnin við lögmenn var haldin í byrjun
júní á Hvaleyrarvelli og lauk þeirri viðureign
með jafntefli og lögmenn halda því enn áfram
þeim bikar sem lið þessara aðila hafa keppt um
mörg undanfarin ár. Lögmenn náðu að sigra
árið 2005 og hafa síðan haldið bikarnum með
jafntefli eða þá að keppni hefur fallið niður.
Þetta árið eru endurskoðendur án bikars og er
orðið nokkuð um liðið síðan sú staða kom upp.
Eins og alltaf í þessari íþrótt þá ríkir sá íslenski
olympíuandi að meira virði sé að vera með en
handleika verðlaun.
Meðan endurskoðendur komu oftar saman
í golfleik en nú er orðið, þá var Meistaramót
FLE haldið í lok golftímabils sem einskonar ver-
tíðarlok. Meistaramótið fór nú fram í 27. sinn
fimmtudaginn 11. september á Korpúlfsstaða-
velli (Korpuvelli). Korpúlfsstaðir í Reykjavík
eiga sér merka sögu og er fyrst getið í Kjalnes-
ingasögu. Þar er getið um Korpúlf bónda, gam-
all maður og forn í brögðum. Korpúlfsstaðir var
sjálfstæð jörð 1234, m.a. eign Viðeyjarklaust-
urs, varð síðan eign konungs og seld árið 1810.
Svo er lítið af jörðinni að frétta fyrr en kemur
fram á 20. öld. Einar Benediktsson skáld eign-
aðist jörðina við arf eftir föður sinn og seldi síð-
Balbirnie House hótelið.
Sigurður Tómasson,
endurskoðandi
og forseti
alþjóðadeildar
Golfhóps FLE
an Thor Jensen jörðina árið 1922. Thor hóf strax
miklarjarðabæturog búreksturog byggði húsið,
semennstendur, árið 1929.1 þessu húsivar íbúð
ráðsmanns og herbergi fyrir fjölda vinnufólks,
stór matsalur fyrir 70 manns og svo fjós ásamt
hlöðu fyrir 300 kýr þegar mest var. Fjósið var á
þeim tíma talið hið fullkomnasta á Norðurlönd-
um og túnið taldist vera 106 hektarar. Búrekstur
stóð þó ekki lengi þarna því Alþingi sá til þess að
samþykkja Mjólkursölulög árið 1934 sem voru
eins og „hengingaról á mjólkurframleiðendur í
Reykjavik og nágrenni" svo vitnað sé í kynningar-
rit. Þetta var allt mikil pólítík og líklega ekki
rétt að fjalla meir um slíkt í golfgrein. Búrekst-
ur dróst því fljótt saman á Korpúlfsstöðum og
lagðist af árið 1970. Reykjavíkurbær hafði keypt
jörðina af Thor Jensen árið 1942 og hefur átt
síðan. Enn þann dag í dag vekja byggingarnar
á Korpúlfsstöðum athygli fyrir glæsileik og bera
fagurt vitni um stórhug framkvæmdamanns. Og
golfarar þeytast nú um túnin sem Thor lagði
mikla vinnu í að rækta.
Dagsetning meistaramótsins vakti athygli
og kallaði á athugasemd athuguls golfara. Þeir
sem þekkja til staðhátta við Korpuvöll vita að
stórhýsið þar þjónar margskonar tilgangi og í
nyrðri endandum hefir Golfklúbbur Reykjavík-
ur sína aðstöðu við Korpuvöll. Við þann enda
rísa 2 turnar viðfestir aðalbyggingunni — súrheys-
turnar. Tvíburaturnar. Að halda golfmót í skugga
tvíburaturna þann 11. september þótti bera vott
um að mótshaldari vildi storka örlögunum. Varla
hafa menn þó talið að súrheysturnarnir ættu eft-
ir að lenda í árekstri við flugvél og hrynja yfir
golfara þennan dag en þetta aðeins sett fram
sem skemmtilegur og sérstakur áhittingur. En
það var fleira eftirminnilegt sem skeði í Reykja-
vík þennan dag, 11. september 2008. Ráðherra
afhenti verðlaun fyrir Árskýrslu ársins 2007 og
26 • FLE f/iMiA. janúar2009