FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 28

FLE fréttir - 01.01.2009, Síða 28
Fjórir stæltir strákar mættir á teig. sér í Michelin gæðastimpil á eldhúsið/ matseld- ina / framreiðsluna þannig við upplífðum góða matarhátíð þann tíma sem við dvöldum þarna. Ferð til Skotlands er ekkert endilega farin til að upplífa eitthvað sérstakt í matseld og því kom þessi viðbót skemmtilega á óvart. Reynd- ar svo að allan tímann heyrðist aldrei óánægju- rödd með framborinn mat og er það reynsla út af fyrir sig að aldrei skuli koma fram óánægju- rödd með matinn í þetta stórum hóp. Kannski er einu sinni ástæða til að nafngreina í golf- grein alla þá endurskoðendur sem voru í þess- um hópi og eru þeir þá nefndir I stafrófsröð: Árni Tómasson (x), Guðjón Eyjólfsson (x), Guð- laugur R. Jóhannsson, Guðmundur Frímans- son, Guðmundur Hjaltason, Gunnar Hjaltalín (x), Heimir Haraldsson, (var Guðmundsson (x), Jón Þ. Hilmarsson (x), Jónatan Ólafsson, Ólafur G. Sigurðsson, Ómar Kristjánsson (x), Sigurður Tómasson (x), Stefán Franklín, Stefán Svavars- son, Tryggvi Jónsson. Merkingin (x) fyrir aft- an nafn þýðir að viðkomandi hefur farið í all- ar 11 golfferðirnar til Skotlands eða alls 7 úr hópnum. Frá upphafi hafa alls 27 endurskoð- endur tekið þátt í þessum golfferðum til Skot- lands, misoft hver og einn, allt frá 1 sinni til 11 sinnum. Einn hluti af ferð okkar til Skotlands öll þessi ár hefur verið að hitta skoska endurskoðendur frá Edinborgarsvæðinu og eiga með þeim dag- stund við golf og leik. Hefur aldrei brugðist að þetta hafa verið ánægjulegir samfundir og oft verið góðar stundir til að rifja upp fyrri ár og kynni. Nú brá svo við að ákveðið var að sleppa þessum samfundum og lágu til þess félagslegar ástæður frekar en vanmáttur annars hvors að- ilans við að mæta til golfleiks. Hinar félagslegu ástæður skrifast annars vegar á aldursskiptingu okkar hóps og tiltölulega stöðuga mætingu sama hóps ár eftir ár og hins vegar sífellt yngri þátttakendur frá skoskum endurskoðendum og tíð mannaskipti, ný og ný andlit síðustu 2-3 árin þannig okkur fannst við meir en áður vera á byrj- unarreit í kynningarferli. Allt þetta var tíundað nákvæmlega I póstskriftum við nýjan forsvars- mann skoskra endurskoðenda og að teknu til- liti til aðstæðna var það sameiginleg ákvörðun beggja liðsstjóra að sleppa þessum samfund- um árið 2008. Athuga málin betur vorið 2009 og athuga hvort skapa mætti grundvöll til að halda þessum fundum áfram. Á þessari stundu skal ósagt látið hvað framtíðin ber í skauti sér en vissulega hefur þetta verið skrautfjöður í golf- húfu hópsins frá FLE og ákveðinn söknuður ef þetta fellur niður. Sumir segja einum sigrinum færra fyrir FLE sem golfhóp I En hér skal aðeins tíundað að móttaka skotanna öll þessi ár hef- ur verið með eindæmum góð og við vissulega fundið það að við vorum ávallt auðfúsugestir. Sama er reyndar að segja um félagsmenn í Bal- birnie golfklúbbnum þar sem við spiluðum alla 7 dagana í Skotlandi vorið 2008. Þeir höfðu á orði að ef við kæmum aftur til Balbirnie þá þyrfti að setja upp keppni milli félagsmanna golfklúbbs- ins og þessa dagsfarsprúða golfhóps FLE frá ís- landi. Hvort þessi góða ímynd okkar dugar í dag eftir bankagosið 2008 vitum við að sjálfsögðu ekki. Seinna spakmæli þessarar greinar er haft eft- ir Arnold Palmer og skrifast þannig : „Að fá að leika golf í fögru umhverfi er hluti af því sem golf snýst um". Þetta eru kannski ekki mik- il spakmæli hjá einum frægasta kylfingi heims. En þetta er til á prenti, haft eftir þessum mæta manni, og greinarhöfundi fannst þetta viðeig- andi endir á greininni þegar hann rifjar upp vel- heppnaða golfferð endurskoðenda til Skotlands vorið 2008. f--------------------------------------------------------------------------N Whaf's the definition of unlikely? A photo-spread in Playboy titled 'The World's Top Accountants - Nudel'. Q: What is the definition of an accountant? A: Someone who solves a problem you didn't know you had in a way you don't understand. v__________________________________________________________________________/ 28 • FLE j/iéUiA. janúar2009

x

FLE fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.