Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Síða 9

Fylkir - 01.12.2022, Síða 9
9FYLKIR - jólin 2022 ° ° út í loftið, þótti gott fyrir fuglinn að komast heim aftur. Áhrifin á fuglinn voru minni en ella.“ Stundum fékk Óskar heilu kass- ana fulla af pysjum úr miðbænum. Pálmi Freyr sonur hans safnaði þeim saman eftir að krakkarnir í bænum, sem leituðu að pysjum til að sleppa, voru farnir að sofa, þá fékk Pálmi að vera í friði. Pysjurn- ar, sem Óskar merkti á Stórhöfða, komu gjarna aftur á sína staði, þrátt fyrir flutninginn á Stórhöfða, aðallega í Ystakletti, minnst tveim- ur árum eftir að þeim var sleppt. Ársgamall lundi veiðist ekki. Í upp- hafi var allt sent með venjulegum pósti, síðar með tölvupósti. Eitt af síðustu verkum Finns Guðmundssonar var að biðja Óskar að draga úr merk- ingum á fullorðn- um lunda sem hann veiddi í háf. „Ég velti fyrir mér hvort ég ætti bara að hætta þessu, það var ekkert gaman lengur. Þá sneri ég mér meira að fýl, og pysjum, ég mátti merkja þær. Merkin ko- stuðu pening og þetta var endur- tekning.“ Fýllinn var erfiður viður- eignar þar sem hann ver sig með spýjum sem lykta illa. Mörgum kann að virðast sem natni Óskars og afrakstur við fuglamerkingar áratugum saman jaðri við merkingarlausa áráttu. Það er ekki svo. Óskari var annt um að fylgjast með atferli og örlögum merktra lunda, ekki aðeins áfanga- stað þeirra. Kunningi hans Ragnar Axel Helgason, lögreglufulltrúi í Eyjum, sem veiddi mikið af lunda, færði honum gjarna merkta lunda sem hann veiddi á Höfðanum, lagði þá fyrir framan íbúðarhúsið. Óskar skoðaði merkin, valdi úr þá fugla sem hann hafði merkt sem pysjur og sendi þá til frekari athug- unar með flugi til Reykjavíkur. Þetta samstarf varði í mörg ár og varpaði ljósi á þroska og hátterni lunda. Í ljós kom að lundinn verpir fyrst fimm ára gamall. Óskar telur líklegt að fjögurra ára fugl komi til Eyja fjögurra ára gamall til að huga að varpstað ári síðar. Óskar skrifaði skýrslur sínar jafnóðum og sendi til Reykjavíkur, fyrst til Finns, Ævars og, að lokum, Guðmundar A. Guð- mundssonar. Sumir fuglamenn, meðal annars Óskar, hafa lýst sprengikrafti adrenalíns í æðum sínum þegar þeir glíma við að handsama fugl og merkja. „Það var eiginlega það skemmtilegasta sem ég gerði að veiða fuglinn með háf og merkja,“ segir Óskar. Hann minnist líka glímu sinnar við snjótittlinga: „Ég vissi ekki hvernig hægt væri að veiða þá. Svo bjó ég til gildru úr neti sem svínvirkaði. Stundum veiddi ég svo mikið að ég hafði ekki við að merkja.“ Mest veiddi hann 350 lunda á einum degi, þá hefur hann tekið sér stutt hlé til að taka veðrið. Mörgum sam- borgurum hans þóttu hins vegar fuglaveiðar hans ekki merkilegur veiðiskapur. Fuglavinurinn Fuglamerkingarnar höfðu auðvit- að annan og æðri tilgang eins og frumkvöðlarnir höfðu skrifað um. Laun Óskars voru annars vegar vit- neskjan um ferðir fuglanna, sem hann sjálfur merkti, og svo hitt að fuglarnir snertu hann, honum var annt um byggðir þeirra og velferð og sumir urðu vinir hans. Stundum fylgdist hann sorgmæddur með örlögum pysja sem verið var að sleppa. Mávar tylltu sér á nálæga kletta og fygldust með, réðust svo á bjargarlausar pysjurnar þegar þær höfðu lent í sjónum. Kristján Egilsson, ljósmyndari og forstöðumaður Náttúrugripasafn- ins í Eyjum, færði Óskari eitt sinn þrjá rituunga og fól honum að ala þá upp. Ungarnir höfðu dottið úr hreiðrum í Fiskhellum. Óskar hafði fuglana í garðin- um hjá sér, það veitti þeim aðhald og kom í veg fyrir að þeir færu. „Það var gaman að sjá þegar þeir fóru að fljúga“ segir Óskar. „Eitt sinn þegar ég var að drekka teið mitt sá ég einhverju hvítu bregða fyrir, þá voru þeir komnir á flug. Það skrýtna var að ég hélt þeir myndu koma aft- ur að kvöldi eftir að þeir fóru að fljúga og sofa í sínu hreiðri. Það var alveg öfugt. Þeir fóru burt á nótt- unni, komu svo að morgni að fá sér að éta. Svo flugu þeir yfir girðinguna. Þetta stóð í hálfan mánuð, frá því að þeir fóru að fljúga þangað til þeir hættu að koma. Þeir komu dag- lega, en hurfu svo á brott.“ Óskar hafði gaman af að ala upp unga. Eitt sinn gekk hann að ritu- unga niðri í fjöru, alveg við það að deyja. Rituungum gengur oft illa að bjarga sér á haustin, þeir verða að bjarga sér sjálfir. Óskar tók ung- ann að sér. Mynd af ritunni á öxl Óskars, tekin af Friðriki Jessyni, hangir yfir eldhúsborðinu á Sel- fossi. Ritan var svo illa haldin að hún þurfti að vera í fóstri í nokkra mánuði, frá október fram í maí. Rit- an hafði þann sið að setjast alltaf á þröskuldinn í eldhúsinu í Höfðan- um, ábúendur þurftu að vara sig og klofa yfir. Einn daginn rak móð- ir Óskars sig í ungann, en hann slapp með skrekkinn. Ritan gerði mannamun, kæmu gestir lét hún sig hverfa. Þegar ritan loks kvaddi flaug hún í nokkra hringi kring um húsið og hvarf svo á brott, og síð- an hefur ekkert til hennar spurst. Þá ól Óskar upp tvo fýlsunga, al- veg frá því að þeir komu úr eggi og þar til þeir flögruðu út í heim. „Þeir hændust að manni, en það var svo merkilegt,” segir Óskar, „að þetta voru gerólíkar persónur, gjörólík skapgerð, furðulega ólíkir.“ Ann- ar fuglinn hafði engan áhuga á fóstursystkini sínu, allt snerist um að fá eitthvað ætilegt. Hann kom aðeins til að fá sér að éta. „Hinn vildi félagsskap, vildi bara vera hjá manni,. Ég strauk honum um nef- ið. Hann var ánægður þótt hann fengi ekkert að borða. Fuglarnir tengdust mér. Svo flugu þeir burt eins og aðrir fuglar og komu ekki aftur.“ Samskipti Óskars við æðarkollur eru sérstakur kapítuli, enda hef- ur fuglinn löngum verið hændur að mönnum og aðlagast þeim. Stundum verptu kollur við vitann, þær voru spakar eins og heimaln- ingar. Ein kollan kom til hans í þrettán ár og verpti á góðum stað, undir steini í skjóli fyrir austan- áttinni. Hún var einn af vinafuglum Óskars. Hann merkti hana, en hún náðist ekki annars staðar. Fuglinn var tilætlunarsamur og þegar hann var að gefa henni var hún ekkert að teygja sig eftir matnum: „Þegar ég kom með ætið opnaði hún gogginn og ég stakk ætinu upp í hana. Hún ætlaðist bara til að maður þjónaði sér. Var ekkert að hafa fyrir hlutunum.“ Kollan fór svo út á sjó þegar ungarnir voru komnir úr eggi. Þegar kollan var búin að unga út sótti Óskar jafnan körfu handa henni og sópaði ungunum saman, „hún var harðánægð með það.” Þegar hann fór með kolluna í fjöru hallaði hann körfunni til að auðvelda fjölskyldunni að stinga sér í hafið. „Það var eins og kollan myndi eftir þessu næsta ár, svo var eins og hún væri að telja ung- ana þegar hún sveiflaði höfðinu til og frá.“ Eitt skiptið vildi kollan ekkert fara. Henni fannst það ekki tímabært: „Ég fór þá með körfuna heim, með ungunum og kollunni. Fór svo aftur niður í fjöru dálítið seinna. Það var sama, hún vildi ekkert fara. Þá fannst mér nóg komið. Ég gerði hreiður í þaranum og setti ungana ofan í og kolluna á. Svo fór ég. Kollan sat keik, eins og hún væri uppstoppuð, hreyfði sig ekkert.“ Það hefur verið dekrað við þessa kollu. Eitt árið eftir að hún hvarf hélt Óskar að hún væri komin heim á ný, þá var kolla komin á hreiðrið. „Svo ég fer að taka til æti. Ekki til að tala um að éta það. Það var svo skrýtið. Þá leit ég á merkið á fuglinum og það reyndist vera allt annað númer. Fuglinn var komin í hreiður hinnar kollunnar sem sennilega var dáin. Kollurnar könnuðust við mann.“ Vitavörðurinn frá Höfðanum fylgist ekki með fuglum leng- ur. Hann sér svo illa, segir hann. Óskar og fuglasafnið hans. Ljósmynd: Gísli Pálsson. Óskar hugar að kollunni sinni. Ljósmynd: Kristján Egilsson. Fuglamerkingarnar höfðu auðvitað annan og æðri tilgang eins og frumkvöðlarnir höfðu skrifað um. Laun Óskars voru annars vegar vitneskjan um ferðir fuglanna, sem hann sjálfur merkti, og svo hitt að fuglarnir snertu hann, honum var annt um byggðir þeirra og velferð og sumir urðu vinir hans. Stundum fylgdist hann sorgmæddur með örlögum pysja sem verið var að sleppa. Mávar tylltu sér á nálæga kletta og fygldust með, réðust svo á bjargarlausar pysjurnar þegar þær höfðu lent í sjónum.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.