Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Page 11

Fylkir - 01.12.2022, Page 11
11FYLKIR - jólin 2022 ° ° Reyndar hafi hann aldrei verið það sem kallast fuglaskoðari, hann hafi „asnast út í þetta.“ Líklega er þetta orðum aukið, ef haft er í huga náið samband Óskars og fuglanna. „En,“ bætir hann við, „ég er svo óskaplega ómannglöggur og ég held að það sama gildi um fuglana, ég á svo erfitt með að greina í sundur líka fugla. Ég fór ekkert út á það svið. Þó urðu riturnar og kollan nákomnar mér, sérstaklega kollan, við urðum góðir vinir.“ Lokaorð Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Óskar að kveðja óðalið á Höfðan- um og flytja til Selfoss eftir sjötíu og sjö ár í Eyjum. „Margt af mínu dóti er enn í köss- um,“ segir hann. „Mér er mjög á móti skapi að henda hlutum. Það gekk næstum af mér dauðum að skipta um heimil- isfang. Ég var innfædd- ur á Höfðanum. Það er ekkert skrýtið að ég hafi tekið nærri mér að fara þaðan, ég var svakalega rótgróinn, það er ókosturinn. Mað- ur vill verða gamall en ekki vera gamall.“ Óskar bryddaði upp á ýmsum nýj- ungum í sínu starfi. Hann komst hann upp á lagið með að góma flögrandi pysjur með eins konar háf eða neti, sem sparaði honum skrefin. Einnig hugkvæmdist hon- um að hólfa kassana sem pysjurn- ar voru settar í, það fór betur um fuglinn og minnkaði afföllin. Fuglamerkin sem Óskar notaði hafa gegnt mikilvægu hlutverki í heila öld, varpað ljósi á líf farfugla, áfangastaði þeirra og viðgang stofna. Um leið hafa þau tengt áhugafólk og fræðimenn þvert á öll landamæri. Það sem áður var hul- ið móðu er býsna vel rannsakað og þekkt, með aðstoð fjölmenns hóps fuglamanna víða um heim. Óskar er góður fulltrúi þessa hóps, enda heimsmeistari í greininni um skeið. Nú er met hans fall- ið. Sverrir Thorsten- sen kennari á Akur- eyri hefur náð að merkja fleiri fugla, rúmlega 93 þús- und. Þrátt fyrir stór- tækar fuglamerk- ingar víða um heim eru eftir sem áður margar eyður í til- tækri þekkingu. Nú er ný tækni að leysa gömlu merk- in af hólmi. Völ er á ódýrum og fyr- irferðalitlum raf- eindatækjum, svo- nefndum ljósritum og GPS tækjum, sem fest eru við farfugla og senda eða vista ítarlegar upplýsingar um ferðir fuglanna. Margt hefur kom- ið á daginn, m.a. upplýsingar um leiðir þeirra (ekki aðeins áfanga- stað), hraða og aðferðir fugla til að ná áttum og rata á sömu staði ár eftir ár. Þetta á ekki síður við um rannsóknir á sjófuglum en öðrum fuglum. Þá hafa stafræn tækni og veraldarvefurinn veitt margfalt betri og hraðari yfirsýn en áður. Nýlega hefur hópur fugla- fræðinga, sem fylgjast með ferð- um sjófugla um Norður-Atlants- haf, halað niður umfangsmiklum gögnum úr alþjóðlegum gagna- grunni margra rannsóknahópa um ferðir rúmlega tuttugu fugla- tegund, meðal annars lunda, frá fimmtíu og sex varpstöðvum, þar á meðal á Íslandi. Niðurstöðurnar voru afar athyglisverðar, leiddu í ljós að milljónir sjófugla safnast reglulega saman á ákveðnum stað („hotspot“) á svæði á stærð við Frakkland í miðju Norður-Atl- antshafi þar sem fuglarnir hvílast og nærast. Fyrsta vísbending um þennan stað komu úr rannsókn um ferðir kría. Í kjölfarið hafa fylgt niðurstöður úr merkingum margra annarra tegunda. Kannski megi líta á árlega samveru sjófuglanna á þessum stað sem þjóðhátíð sjó- fugla, þótt sumar tegundir staldri lengur við en aðrar. Segja má að nú eigi sér stað vísindabylting í fuglafræði sem ekki er síður merkileg en sú sem gömlu merkin boðuðu á sínum tíma. Allt er þetta mikilvægt nú á tímum, þegar al- dauði fjölmargra fuglategunda blasir við. Þegar ég þakka Óskari fyrir mót- tökurnar, með áritun á öftustu síðu gestabókar hans, tek ég eftir því að hann fær heimsóknir af og til. Margir hugsa til hans og líta inn, þakklátir fyrir störf hans og fyrir að hafa kynnst honum. Þótt Óskar hafi yfirleitt verið titlaður vitavörð- ur og veðurskeytin hafi reglulega minnt á starf hans á vegum Veð- urstofu Íslands er hann ekki síður þekktur fyrir merkilegt ólaunað starf sem hann gegndi áratug- um saman í þágu náttúruvísinda, merkingu fugla. Þótt aðskiljan- legir þættir ævistarfs hans virðist í fljótu bragði eiga fátt sameigin- legt, mynda þeir samfellda heild þegar upp er staðið. Allir bera þeir vott um áhuga hans á velferð lífs á plánetu sem á í vök að verjast. Athuganir hans á Stórhöfða – á langferðum fugla, dagsformi veð- urs, mengun og breytingum á andrúmslofti og gróðurfari – eru snar þáttur náttúrfræða og nátt- úruverndar nú á tímum, eins kon- ar vitavarsla, fyrir annan og stærri Stórhöfða, Móður jörð. Þakkir Ítarlegri umfjöllun um störf Ósk- ars J. Sigurðssonar verður birt í tímaritinu Náttúrufræðingnum. Ég þakka Óskari ánægjuleg samtöl. Einnig þakka ég Ævari Petersen, Jóhönnu M. Thorlacius, Helga Bernódussyni og Erpi Snæ Hansen gagnlegar ábendingar. Óskar með vænan hluta af skýrslum sínum um endurheimtur lunda. Ljósmynd: Gunnar Ólafsson. Tilkynning frá Finni Guðmundssyni um endurheimtur merktra fugla.Ferðir lunda sem Óskar merkti. Mér er mjög á móti skapi að henda hlutum. Það gekk næstum af mér dauðum að skipta um heimilisfang. Ég var innfæddur á Höfðanum. Það er ekkert skrýtið að ég hafi tekið nærri mér að fara þaðan, ég var svakalega rótgróinn, það er ókosturinn. Maður vill verða gamall en ekki vera gamall.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.