Fylkir - 01.12.2022, Page 15
FYLKIR - jólin 2022
°
°
hans en hann einhversstaðar upp á
landi. Ég veit ekkert hvað varð um
hann. Eftir jólafríið varð ég og þessi
strákur frá Hjálmholti að fara með
togara til Reykjavíkur og þaðan til
Laugarvatns. Togaraferðin var al-
veg hrikaleg, var svo sjóveik, það
hefði mátt henda mér fyrir borð,
mér leið svo illa. Á þessum tíma var
ekki algengt að stúlkur á þessum
aldri færu upp á land til náms. Þótt
mamma og pabbi hefðu ekki úr
miklu að moða þá gátu þau styrkt
mig til náms, einnig minnir mig að
Týr hafi líka styrkt mig. Ég útskrif-
aðist 1946 með Íþróttakennarapróf
og kem út í Eyjar aftur. Ég fór ekki
strax í kennslu við heimkomuna,
en þeir Friðrik Jesson og Sigurður
Finnsson sáu alfarið um íþrótta-
kennslu á þessum tíma. Ég fór síðan
aftur á Laugarvatn 1948 í einn vet-
ur, í Húsmæðrasólann. Ég byrjaði
að kenna leikfimi í Aðventistaskól-
anum og fór svo einnig að kenna
sund í gömlu sundlauginni.“
Mamma deyr
„Það var mikið áfall fyrir mig þegar
mamma dó. Ég var ekki nema
23 ára gömul og ég grét mikið.
Mamma var ekki nema rúmlega
sextug þegar hún deyr úr krabba-
meini í hálsi. Í framhaldinu tók ég
við heimilinu á Gjábakka þangað
til ég fór að búa sjálf. Pabbi giftist
ekki aftur, bjó á Gjábakka og deyr
20. apríl 1965. Ég man bara eftir
mömmu sem gamalli konu. Vinnu-
álagið var mikið. Man eftir því að
mamma vaknaði klukkan tvö á
nóttinni til að fara að þvo þvotta.
Gjábakkinn fór undir hraun í eld-
gosinu með innbúi, og allt látið
fara. Ég veit ekki af hverju þessu
var ekki bjargað úr húsinu áður en
það fór undir hraun, skil bara ekk-
ert í honum Nonna bróðir, sem var
allan gostímann hér, að bjarga ekki
innbúinu. Það sem ég sé einna mest
eftir var ein kommóða með fjór-
um skúffum. Í einni skúffunni voru
dúkar og tau frá mömmu og pabba
og í annarri var sálmabókin mín frá
fermingunni minni. Sá einna mest
eftir henni.“
Fjölskyldan:
„Við Jens Kristinsson frá Miðhúsum
(f. 13 sept. 1922, d. 12 júlí 2015) gift-
um okkur á afmælisdaginn minn 6.
mars 1955. Það var engin giftinga-
veisla eða síður kjóll og slaufur, eins
og tíðkast nú til dags. Jens vann við
beitningu, hann varð að fá mann til
að leysa sig af í beituskúrnum svo
hann gæti gift sig. Við fórum upp í
Ofanleiti til séra Halldórs Kolbeins
og hann gifti okkur.
Fyrstu hjúpskaparárin bjuggum við
á Bakkastíg 10, húsið hét Sætún, en
byggðum síðan á Bakkastíg 27 og
flytjum inn 1958. Við Jens eignuðu-
mst þrjú börn. Elías Vigfús er elstur
fæddur 16. ágúst 1954, síðan kemur
Jensína Kristín fædd 4. ágúst 1955
og svo Guðný fædd 1. janúar 1959.
Við misstum húsið okkar á Bakka-
stíg 27 undir hraun. Eftir gos keypt-
um við þetta hús, Höfðavegur 37,
sem þá var fokhelt sem sagt var.
Húsið byggði sonur Óla í Hjálmholti,
austur á Urðavegi, held að hann
heiti Guðjón, hann kom ekki heim
eftir gos. Hann og hans fjölskylda
var farin að búa hérna í kjallaran-
um fyrir gos, svo það var lítið mál
fyrir okkur að flytja í kjallarann til
að byrja með, meðan við vorum að
klára húsið.“
Guðný kenndi sund í gömlu
Miðhúsar sundlauginni fram
að eldgosinu 1973, en Miðhús-
ar sundlaugin fór undir hraun í
mars 1973. Eftir að ný sundlaug
og íþróttamiðstöð var byggð eftir
gos, hélt Guðný áfram að kenna
sund og leikfimi, þangað til hún
hætti kennslu vegna aldurs.
Það má með sanni segja að Guð-
ný sé einn frægasti sundkennari
norðan Alpafjalla og hún þekkt
fyrir góðan aga og nemendur
komust ekki upp með neitt múður
eða aumingjagang. Einnig er Guð-
ný gallharður Týrari. Ég rifjaði það
upp í spjallinu, þegar ég, þá 7 ára
gamall, var sendur í sundkennslu
hjá henni sumarið 1972 í Miðhús-
ar sundlauginni. Í minningunni
var sundlaugarvatnið svo kalt og
eiginlega það eina sem ég man
eftir þessu sundnámskeiði var
hvað mér var kalt. Guðný tók nú
ekki mikið mark á þessu væli í mér,
„menn synda sér til hita“
Eftir gott klukkutíma spjall og
kaffibolla kveð ég frænku mína,
sem hefur upplifað þær miklu
breytingar sem orðið hafa á okk-
ar samfélagi og þau lífsgæði sem
við búum við nú til dags miðað við
þegar hún var að alast upp á Gjá-
bakka á fyrrihluta síðustu aldar.
15
Það var mikið áfall fyrir mig
þegar mamma dó. Ég var ekki
nema 23 ára gömul og ég grét
mikið. Mamma var ekki nema
rúmlega sextug þegar hún deyr úr
krabbameini í hálsi. Í framhaldinu
tók ég við heimilinu á Gjábakka
þangað til ég fór að búa sjálf.
Pabbi giftist ekki aftur, bjó á
Gjábakka og deyr 20. apríl 1965.
Ég man bara eftir mömmu sem
gamalli konu. Vinnuálagið var
mikið. Man eftir því að mamma
vaknaði klukkan tvö á nóttinni til
að fara að þvo þvotta.
Jens Kristinsson og Guðný Gunnlaugsdóttir.
Það gerast ekki mikið fjölmennari ættarmótin í Eyjum. Myndin er tekin í júní 2012.