Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Qupperneq 24

Fylkir - 01.12.2022, Qupperneq 24
24 FYLKIR - jólin 2022 ° ° Gunnar Ólafsson fæddist árið 1864, á þeim tíma sem Ísland var enn gamaldags og staðn- að bændasamfélag undir stjórn danskra yfirvalda þar sem hlutirn- ir höfðu lítið breyst í árhundruði. Vistarbandið var enn í gildi, vél- væðing bátaflotans ekki hafin, sjálfstæðisbaráttan á byrjunar- stigi og um fjórðungur þjóðarinn- ar, mest ungt og hraust fólk, kaus að freista gæfunnar í nýju landi vestanhafs. Fiskveiðar kringum landið voru að mestu stundaðar af útlendingum og einnig versl- un og þjónusta við landsmenn. Gunnar tilheyrir fyrstu kynslóð Íslendinga sem lét til sín taka í atvinnulífi hér á landi. Hann sá möguleikana bæði í verslun og útgerð. Gunnar var næst elstur 11 systk- ina sem öll voru fædd og uppalin í Sumarliðabæ. Foreldrar hans stunduðu dæmigerðan sjálfs- þurftarbúskap eins og þá tíðkað- ist. Híbýlin voru torfbær eins og meginþorri landsmanna bjó í. Í endurminningum sínum segir Gunnar frá bústörfum í Sumarliða- bæ, hve samhentir foreldrar hans voru, hvernig þau hugsuðu um jörðina og fjölskyldan öll tók þátt í. Þau unnu að jarðarbótum, höfðu kálgarð, sléttuðu tún, héldu við torfbænum svo að Sumarliðabær var orðinn eftirsóknarvert býli á búskaparárum þeirra. Bræðurnir stunduðu einnig sjósókn með föð- ur sínum og réru út frá Stokkseyri og Faxaflóa, hann var formaður á sex bátum á sínum yngri árum. Sumarliðabær Fjölskyldan hélt bú á Sumarliða- bæ 1860-1896. Þau voru leiguliðar eins og þorri landsmanna á þess- um tíma. Tvisvar byggðu þau upp öll bæjarhúsin, seinna skiptið árið 1894, og höfðu alltaf staðið í skil- um og greitt landskuld og leigu af landinu. Foreldrar Gunnars sóttust eftir að kaupa landið en fengu ekki. Á þessum tíma voru leiguliðar svo gott sem réttlausir. Þá gerist það að Magnús Torfason, sýslumað- ur í Rangárvallasýslu, lætur bera Ólaf Þórðarson og fjölskyldu út af jörðinni af þeirri einu ástæðu að hún var orðin eftirsóknarverð og torfbænum vel við haldið. Þeir sem þekkja sögu Gunnars Ólafs- sonar vita að þetta fyrirgaf hann aldrei, svo að ekki sé meira sagt og eyddi hann töluverðu púðri á ævi sinni í að gagnrýna embættisstörf Magnúsar Torfasonar. Færa má rök fyrir því að þessi atburður hafi mótað skoðanir Gunnars á hinu opinbera og stjórnsýslunni um alla framtíð. Ólafur Þórðarson faðir hans lést 1896. Ekki er mér kunnugt um dánarorsök en ljóst er að útburður- inn gekk mjög nærri fjölskyldunni. Ekkjan Guðlaug og yngri systk- in fluttust til Reykjavíkur og lést móðir Gunnars þar árið 1920. Á Sumarliðabæ var lögð áhersla á að börnin lærðu lestur, skrift og reikning fyrir fermingu og tóku báðir foreldrar þátt í að kenna börnum sínum. Gunnar hafði alltaf mikinn áhuga á skólamál- um og menntun barna þótt sjálfur hefði hann ekki átt kost á langri skólagöngu. Árin í Vík Gunnar og Jó- hanna Eyþórsdótt- ir langamma mín (f. 1870) gengu í hjónaband árið 1898 og bjuggu fyrst í Reykjavík. Faðir hennar var Eyþór Felix- son sem var Vesturlandspóstur um árabil og síðan kaupmaður í Reykjavík. Jóhanna og Gunnar fluttust fljót- lega til Víkur í Mýrdal og bjuggu þar með börnin sín fimm fram til ársins 1909. Heimili þeirra var í Kaupfélagshúsinu, í risíbúð fyrir ofan Bryde-verslunina. Gunnar var einnig liðtækur sjó- maður þótt verslunarstörf væru hans aðalstarf. Engin hafnarað- staða var í Vík, þótt þar væri um- fangsmikill verslunarrekstur og var farið út á báti til að ferja í land bæði vörur og fisk. Árin í Vík voru fjölskyldunni góð og þar slitu elstu börnin barns- skónum. En Gunnar hafði stærri plön og greip tækifærið þegar það gafst til að söðla um og flytj- ast til Vestmanneyja. Þar var helsta höfn landsins og öll skip á leið til Íslands höfðu þar viðkomu. Hann varð fljótlega umboðsaðili fyrir Eimskipafélag Íslands í Vestmann- eyjum. Í Vestmannaeyjum Fjölskyldan kom sér vel fyrir í Vest- manneyjum. Þau bjuggu fyrst í Garðhúsum við Kirkjuveg 14 og síðan byggðu þau húsið Vík sem enn stendur við Bárustíg 13. Byggt var stórt og gott hús fyrir fjölskylduna og ekkert til sparað. Húsið er á þrem hæðum, stórar svalir á efstu hæð þar sem Heima- klettur blasir við. Í kjallara hússins voru herbergi fyrir þjónustufólki og voru vinnukonur stundum eins og hluti af fjölskyldunni. Börn Jóhönnu og Gunnars Gunnar og Jóhanna eignuðust fimm börn: Ólaf, Sigurð, Nönnu, Guðlaugu og Eyþór. Ólafur var elstur, f. 1899. Hann þótti myndarlegur maður, var hávaxinn og ljós yfirlitum, ungur maður með framtíðina fyrir sér. Hann stundaði verslunarnám í Danmörku og starfaði síðan við hlið föður síns í fyrirtækinu. Ólafur var einn þeirra manna sem drukknuðu við Eiðið 16. des- ember 1924. Slysið varð þegar farið var á báti út í Gullfoss með Halldór lækni og átta aðra menn. Er þetta eitt hörmulegasta sjóslys sem orðið hefur í Vestmannaeyj- um og er enn í minnum haft. Lík Ólafs fannst aldrei. Lét Gunn- ar, faðir hans, fjóra menn ganga fjörur frá Þorlákshöfn til Landeyja í þrjá mánuði eftir slysið. Ólafur var fjölskyldunni mikill harmdauði og skildi andlát hans eftir sig djúp sár sem aldrei gréru. Gunnar Ólafsson varð aldrei alveg samur maður eftir þetta slys. Þarna missti hann sinn elsta son og arftaka í fyrirtæk- inu. Sigurður Ásgeir var næstelstur, fæddur 1902. Hann stundaði verslunarnám í Bergen og starfaði síðan við verslunar- og útgerðar- fyrirtæki föður síns og var meðeig- andi frá árinu 1925. Kona hans var Sigríður Geirsdótt- ir frá Kanastöðum og eignuðust þau tvö börn. Sigurður lést 1941, og var það mikill áfall fyrir fjöl- skylduna. Jóhann Þ. Jósefsson lýsir Sigurði svo í minn- ingargrein: „Sig- urður Gunnarsson var maður yfirlæt- islaus og hæglátur í öllu dagfari, dulur í skapi en skap- maður, þótt hann stillti vel skap sitt alla jafna. Hann var maður dreng- lyndur og vildi hvers manns götu greiða, en ekki síst þótti hinum minni máttar gott til hans að leita.“ Nanna fæddist 1903. Hún var tvígift og barnlaus og bjó lengi í Kaupmannahöfn. Nanna er eina systkinið sem ég kynntist og kom hún oft á heimili afa og ömmu, Guðlaugar og Andrésar. Hún var mjög sérstök kona og átti óvenju- legt lífshlaup. Nanna vel að gáfum gædd og vildi mennta sig en erfiður augn- sjúkdómur kom í veg fyrir það. Hún leitaði sér lækninga erlendis og fékk nokkurn bata. Hún unni tónlist og menntaði sig í píanó- leik og tónfræði og lærði hjá Páli Ísólfssyni. Annað hugðarefni hennar voru indversk fræði sem hún lagði stund á í Kaupmanna- höfn. Má fullyrða að það hafi verið mjög óvenjulegt á þeim tíma. Um þetta efni skrifaði hún fjölmargar ritgerðir og hafði lokið handriti að bók en vegna heilsuleysis varð ekki að útgáfu hennar. Myndir af Nönnu sýna heimskonu, vel klædda en hún var samt mjög hlé- dræg og fáskiptin. Guðlaug amma mín var fædd 1905. Hún átti góða barnæsku á hinu stóra heimili í Vík við Báru- stíg. Þar voru alltaf vinnukon- ur sem gerði það að verkum að bæði amma og Nanna þurftu aldrei að taka þátt í heimilisstörf- um og kunnu hvorki að elda mat né sauma út þegar þær fluttu að heiman. En báðar lærðu þær á pí- anó á sínu heimili. Guðlaug amma varð fyrir þeirri ógæfu að veikjast af berklum um fermingaraldur og var send á Víf- ilstaði þar sem hún dvaldist öll sín unglingsár. Í bréfasamskipt- um milli hennar og föður henn- ar má lesa mikla umhyggjusemi gagnvart henni og væntumþykju. Henni bárust fjölmargar sendingar og bréf á Vífilstaði, en þar dvaldist hún yfir nokkur jól. Guðlaug náði bata af berklunum og útskrifaðist 1924, þá 19 ára gömul, en hún náði samt aldrei alveg fullri heilsu aftur. Eftir útskrift frá Vífilstöðum dvaldi hún í Noregi sér til heilsubótar, og var í kvennaskóla þar sem hún lærði ensku, norsku og tók píanó- tíma. Afa mínum, Andrési Þormar, giftist hún árið 1930 og eignuðust þau tvo syni. Eyþór var yngstur, fæddur 1908. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 18 ára gamall og lagði stund á lækn- isfræði við Háskóla Íslands. Hann fór síðan í framhaldsnám til Dan- merkur og seinna til Þýskalands og sérhæfði sig í háls-, nef- eyrna- lækningum. Eftir nám vann hann sem aðstoðarlæknir á Vífilstöðum og var síðan með eigin starfstöð í Reykjavík. Kona hans var Valgerð- ur Eva Vilhjálmsdóttir hjúkrunar- fræðingur og eignuðust þau fjög- ur börn. Þau munu hafa kynnst þegar þau bæði unnu á Vífilstöð- um. Gunnar Ólafsson: Ákveðinn og umhyggjusamur fjölskyldumaður ANDREA ÞORMAR ER LIST- OG SAFNA- FR ÆÐINGUR. HÚN ER B ARNA-B ARNA- B ARN GUNNARS ÓL AFSSONAR. FAÐIR HENNAR, GUNNAR ÞORMAR TANNL ÆKNIR Í RE YK JAVÍK , VAR SONUR GUÐL AUG AR GUNNARSDÓT TUR (ÓL AFS- SONAR) OG ANDRÉSAR ÞORMAR, AÐAL- FÉHIRÐIS L ANDSÍMANS. GREINARHÖFUNDUR: ANDREA ÞORMAR Gunnar Ólafsson konsúll og kaupmaður ásamt konu sinni Jóhönnu Eyþórsdóttur og börnum þeirra. Guðlaug (f. 1905), Nanna (f. 1903), Ólafur (f. 1899), Sigurður (f. 1902) og Eyþór (f. 1908). Húsið Vík við Bárustíg var heimili Gunnars og fjölskyldu í Eyjum. Árin í Vík voru fjölskyldunni góð og þar slitu elstu börnin barnsskónum. En Gunnar hafði stærri plön og greip tækifærið þegar það gafst til að söðla um og flytjast til Vestmanneyja. Þar var helsta höfn landsins og öll skip á leið til Íslands höfðu þar viðkomu.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.