Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Síða 25

Fylkir - 01.12.2022, Síða 25
25FYLKIR - jólin 2022 ° ° Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Eyþór fór einnig oft til Vestmann- eyja og sinnti sjúklingum á sinni heimaslóð. Á þessum tíma voru launakjör lækna mjög léleg og keypti Gunnar reiðhjól undir son sinn lækninn meðan hann vann í Vestamanneyj- um og síðan bíl þegar hann hóf störf í Reykjavík. Í minningargrein um Eyþór kem- ur fram að hann var mjög virtur læknir, vandað- ur og ósérhlíf- inn, sérstakur persónuleiki og góður drengur. Fjölskyldumaðurinn Gunnar Ólafsson Afkomendur Gunnars Ólafssonar, sem eru enn á lífi og muna vel eftir honum, höfðu þetta um hann að segja: „Hann var mikill karakter og hnussaði í honum.“ Hann át allan fisk með roði og þakkaði sína góðu heilsu mikilli fiskneyslu. Kaffi drakk hann alltaf úr undirskálinni. Pípu- hatturinn var ávallt á sínum stað. Hann var sterkur, ákveðinn og oft ljúfur afi. En hann átti það líka til að gera upp á milli barnabarna sem olli sárindum. Um jól voru stundum sendar góðar jólagjafir upp á land sem ekki fengust almennt í verslunum. Minningar eru um fallegan kjól, og saumakarfa með loki er ein gjöf sem enn er í eigu afkomanda. Gunnar Þormar, faðir minn, átti mjög góðar minningar um afa sinn. Hann dvaldi á sumrin í góðu yfirlæti í Vestmanneyjum og átti þar sínar bestu æskuminningar. Gunnar Ólafsson var mikill fjöl- skyldumaður og lét sér annt um sitt fólk og var staðráðinn í því að veita börnum sínum betri lífsgæði en hann sjálfur ólst upp við. Hann lagði mikla áherslu á menntun og vildi að börn sín færu til útlanda til að víkka sjóndeildarhringinn. Sjálf fóru hann og Jóhanna í siglingar og heimsóttu börn sín þegar þau dvöldu erlendis. Í bréfaskrifum við sitt fólk sýnir Gunnar á sér hlið sem öðrum var hulin. Hann var umhyggjusamur eiginmaður, faðir og afi og fylgdist vel með sínu fólki. Hann var örlátur við dætur sínar, þær voru ávallt vel klæddar og fóru í skemmtisiglingar til útlanda sem ekki tíðkaðist al- mennt á þessum tíma. Sonum sín- um hefur hann veitt meira aðhald. Hann gerði miklar kröfur til þeirra, sérstaklega Ólafs og Sigurðar sem störfuðu með honum í fyrirtækinu. Lifað með minningunni um langafa Gunnar Ólafsson var langafi minn. Við hittumst aldrei í lifanda lífi. Við eigum sama fæðingarár en á sitt hvorri öldinni. Á uppvaxtarárum mínum var ákveðin nálægð við hann vegna þess að brjóstmynd af honum var alltaf á æskuheimili mínu á besta stað í stofunni, svo að hann var sem einn af heimilis- fólkinu. Brjóstmyndin er nú komin í Safnahúsið í Vestmanneyjum. Styttan var lengst af í eigu föður míns, Gunnars A. Þormar, sem lést á síðasta ári. Gunnar Ólafsson átti sérstakan stað í lífi pabba enda var hann nafni hans. Væntanlega var styttan þó upphaflega hér í Vest- manneyjum. Til að komast að því hvaða mann langafi, Gunnar Ólafsson, hafði að geyma, fyrir utan athafnamanninn, hef ég lesið mörg persónuleg bréf sem hann sendi ömmu minni og föður mínum og hef átt samtöl við afkomendur hans sem enn muna eftir honum. Einnig eru mörg gull- korn að finna í bókinni Endurminn- ingar, sem hann skrifaði sjálfur og var gefin út árið 1948. Öll gögn, myndir, persónuleg bréf og annað sem er enn í fórum okkar fjölskyldunnar verða afhent Safnhúsi Vestmanneyja. Rúm 60 ár eru liðin frá dánar- degi Gunnars Ólafssonar. Samt lifir minningin um sterkan mann sem setti svip sinn á samfélagið. Við afkomendurnir getum litið til hans með stolti. Eftir að Jóhanna langamma lést árið 1944 bjó Gunnar einn á heimili þeirra í Vík við Bárugötu fram á síðasta dag og var 97 ára að aldri þegar hann lést árið 1961. Gunnar át allan fisk með roði og þakkaði sína góðu heilsu mikilli fiskneyslu. Kaffi drakk hann alltaf úr undirskálinni. Pípuhatturinn var ávallt á sínum stað. Hann var sterkur, ákveðinn og oft ljúfur afi. Gunnar ásamt syni sínum Eyþór á ferð í útlöndum, líklega Ósló. Gunnar Ólafsson með barnabarni sínu Gunnari Þormar.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.