Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Síða 29

Fylkir - 01.12.2022, Síða 29
29FYLKIR - jólin 2022 ° ° „Ég er fæddur í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1961 og elst upp að stærstum hluta að Illugagötu sjö hér í Eyjum. Í vesturbænum þar sem pabbi hafði byggt fjöl- skyldunni hús. Þarna var gríðar- lega mikið af börnum og nóg af leikfélögum. Öll hús full af krökk- um og gamla hraunið var okkar leikvöllur. Þar var náttúrulega engin byggð bara ósnortin nátt- úra. Það var skreið út um allt og við náðum okkur í bita þegar við vorum svöng og átum hundasúrur með. Við strákarnir spiluðum mik- ið fótbolta og Reynir var liðið okkar sem var eitt af mörgum fótbolta- liðum sem stofnuð voru vítt og breitt um bæinn. Vorum með þrjá velli, einn fyrir aftan Brekkugötuna hjá Svenna Tomm, í kvosinni fyrir aftan húsið okkar sem var kölluð lautin og á velli þar sem Íþrótta- miðstöðin stendur nú. Þar var Reynisvöllurinn og vorum við í fótbolta frá morgni til kvölds alla daga þegar færi gafst.,“ segir Hörð- ur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins þegar hann rifjar upp æskuárin. Foreldrar hans eru Þórunn Elíasdóttir og Baldvin Skæringsson sem bæði eru látin. Hörður er yngstur níu systkina. „Nágrannarnir voru allt dásam- legt fólk,“ segir Hörður, vinahópur- inn stór og hann nefnir nokkra. „Það voru tvíburarnir í Klöpp, Óð- inn og Þór, Sigmar Þröstur, Kári Fúsa, Davíð í Tölvun svo einhverjir séu nefndir.“ Á sunnudögum sáu þeir Roy Rogers myndir í Höllinni og þær voru síðan endurleiknar í hraun- inu. Barist með sverðum og bys- sum og skipt í tvö lið, indíána og kábojara. „Það var líka stutt í Sprönguna og niður á höfn. Sumir voru að stela árabátum en ég kom aldrei nálægt því,“ segir Hörður brosandi. „Stelpurnar í göt- unni voru m.a. Anna Einars, Lilja Garðars, Þórleif Guðmunds, Nanna Gunnars svo ég nefni einhverjar. Allt frábærir krakkar sem alltaf er gaman að hitta.“ Ævintýraveröld á Hamrinum Hamarinn var líka ævintýraveröld en á þessum árum var öllu rusli keyrt út á Hamar og því sturtað í sjóinn. „Ég, Gústaf bróðir og fleiri fórum oft vestur á Hamar til að safna kopar, eir og blýi sem við settum í olíutunnur. Þetta seldu sjómenn fyrir okkur þegar bátarn- ir sigldu með fisk til Þýskalands. Við fengum svo sæl- gæti og niðursoðna ávexti þegar þeir komu heim. Þetta var sjálfsbjargarvið- leitni hjá okkur og við uppskárum laun erfiðisins.“ Þær voru fleiri leið- irnar fyrir krakka í Eyjum til að ná sér í pening. „Við geng- um í hús og seld- um flokksblöðin, Brautina, Eyjablaðið, Framsóknarblaðið og Fylki og feng- um smá skotsilfur fyrir. Þessi ár voru frábær og seinna fór maður að æfa með Tý. Á veturna æfðum við í íþróttasal Barnaskólans þar sem stundum voru haldin mót. Verðlaunin voru vegleg, liðið sem vann fékk gegnumboraðan tú- kall í spotta, önnur verðlaun var einn krónupeningur og fimmaur í þriðju verðlaun. Þetta voru alvöru verðlaunagripir. Á sumrin spiluð- um við úti og upp úr þessum jarð- vegi uxu frábærir íþróttamenn þó ég hafi ekki verið einn af þeim,“ segir Hörður lítillátur. Frábær tími fyrir gos Hann var löngu læs þegar hann byrjaði í Barnaskólanum en áhugi á náminu var í neðri mörkum því lífið var fótbolti. „Ég var í bekk með Klappartvíburunum, Sigmari Þresti og Gústa, Ágústi Stefánssyni þeim mikla hæfileikamanni og Kára Fúsa. Stelpurnar voru Aníta Vignis, tvíburasysturnar Ingunn og Iðunn Jó, Þórleif og fleiri og fleiri.“ Þau eru tólf ára þegar heimur þeirra umhverfist. Það byrjaði að gjósa 23. janúar 1973 og það hafði sín áhrif á vinahópinn. „Gosið sprengdi allt upp, hópurinn spl- undraðist“ Í gosinu bjuggum við fyrst í Hafnarfirði, en síðar fluttum við í viðlagasjóðshús í Mosfells- bænum. Það var ákveðið að snúa ekki heim til eyja heldur ákváðu foreldrarnir að eyða síðustu æviár- unum í Mosfelllsbæ. „Þetta var frábær tími fyrir gos og eitt ævintýrið var að safna í brennu á haustin og passa brennudraslið. Það voru brennur út um allt og til siðs að stela frá hver öðrum. Við Reynismenn vorum í Helgafells- gryfjunni. Byrjuðum oft að safna í september. Í Vinnslustöðinni voru þessar fínu kerrur og við byrjuðum söfnunarátakið á að nappa einni. Fórum um allan bæ og hirtum hvað við gátum. Það var mikið af rekavið úti á Hamri og fullt af dóti sem við söfnuðum, en mesta spennan var að taka eitthvað ófrjálsri hendi. Við vorum með kofa og vöktuðum brennudótið. Í minningunni var það alla nóttina en ég var á þeim aldri að ég þurfti að koma heim snemma á kvöldin. Og fékk kannski að vera aðeins lengur um helgar.“ Á skautum og sleðum Í þetta fóru haustin og á veturna var hægt að skauta á Daltjörninni og renna sér á sleða. Brekkan, þar sem Íþróttamiðstöðin er var að- alsleðabrekka bæjarins. Þar voru hópar af krökkum að renna sér en þá voru snjóþoturnar ekki komnar til sögunnar. Lúðarnir voru flestir á skíðasleðum, margir á heima- smíðuðum magasleðum, en þeir allra flottustu komu frá útlöndum. Voru með stýri. Þetta voru alvöru leikföng, ekkert einnota dót. Við vorum líka í lögguleikjum og eltingaleik enda ekki um annað að ræða en að leika sér úti. Það gerði maður eins lengi og maður mátti. Já, þetta voru skemmtilegir tímar en við urðum að bjarga okkur sjálf. Hversdagslegir hlutir í dag eins og að eiga flugdreka var stórmál. Við urðum sjálf að smíða grindina og ég naut þess að pabbi var með trésmíðaverkstæði í kjallaranum. Þá vantaði maskínupappír sem við fengum stundum hjá Simma frænda á Tanganum. Þegar allt var klárt fórum við upp á hólinn á milli Brimhólabrautar og Illugagötu. Oft margir í einu og metingurinn var að láta þá fljúga sem hæst. Við kölluðum það að senda skilaboð þegar við settum blað með einhverj- um skilaboðum utan um bandið. Blaðið fauk upp eftir bandinu og þannig komust skilaboðin til skila,“ segir Hörð- ur og nefnir líka kofasmíði sem var vinsæl. „Alltaf nóg að brasa og endalaust að gera. Góð undir- staða fyrir það sem ég átti eftir að gera á ævinni.“ Níu börn í tveimur hollum Systkinin níu á Illugagötu sjö komu í tveimur hollum þar sem Hörður var síðastur. „Þau eldri voru flutt að heiman þegar ég er að alast upp, Addi bróðir, Kiddi og Balli, Raggi og Stína systir og ég kynntist þeim ekki almennilega fyrr en ég varð fullorðinn. Í yngri hópnum var Biggi bróðir foringinn enda elstur. Næst kom Hrefna, svo Gústaf og ég var endahnúturinn hjá foreldr- unum. Þetta er öflugur hópur sem heldur vel saman,“ segir Hörður og Hörður Baldvinsson rifjar upp æskuárin á Illugagötunni: Skemmtilegur tími en krakkar urðu að bjarga okkur sjálf Hversdagslegir hlutir í dag voru ekki sjálfsagðir og einn flugdreki var stórmál Hörður ásamt Bigga bróður sínum fyrir framan Illugagötu 7 við nýja bílinn, svoköllum Skoda blaðra. Fjölskyldan, mynd tekin 1985. Efri röð frá vinstri: Elías sem var slökkvistjóri en hann er látinn. Næstur er Baldur þór en hann var lengi formaður Félags húsasmíðameistari er nú formaður eldri borgara í Kópavogi og í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Framsóknarflokkinn. Síðan er Kristinn Skæringur en hann rak og átti lengi Trésmiðjuna Jara í Reykjavík. Þegar hann hætti störfum flutti hann á Vallargötuna hér í Eyjum. Ragnar Þór, fyrrverandi Slökkvilisstjóri og verkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ. Birgir Þór sem var kennari alla sína tíð og ritstýrði meðal annars Týs bókinni. Hann býr í Mosfellsbæ. Baldvin Gústaf sem sem býr mestan hluta ársins í Hull í Bretlandi og hefur unnið alla sína sína tíð við sölu á fiskafurðum. Sá síðasti í röðinni er Hörður. Sitjandi er Kristín Elísa sem vann á sínum tíma hjá Póstinum er hún er látin. Móðir Harðar, Þórunn Elíasdóttir frá Bala í Þykkvabæ, hún er látin. Faðir Harðar, Baldvin Skæringsson frá Rauðafell undir Eyjafjöllum. Lengst til hægri er svo Hrefna sem vann lengi sem launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ og býr hér í Eyjum. Ég, Gústaf bróðir og fleiri fórum oft vestur á Hamar til að safna kopar, eir og blýi sem við settum í olíutunnur. Þetta seldu sjómenn fyrir okkur þegar bátarnir sigldu með fisk til Þýskalands. Við fengum svo sælgæti og niðursoðna ávexti þegar þeir komu heim. GREINARHÖFUNDUR: ÓMAR GARÐARSSON

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.