Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Side 32

Fylkir - 01.12.2022, Side 32
FYLKIR - jólin 2022 ° ° 32 Hinn 13. maí sl. fór fram í Hólavalla- garði við Suðurgötu í Reykjavík látlaus en óvenjuleg athöfn. Í sól- bjartri vorblíðu við leiði Þorsteins Jónssonar, bónda og alþingis- manns frá Nýjabæ í Vestmanna- eyjum, voru saman komnir fáeinir Vestmanneyingar, þar á meðal hempuklæddur prestur, sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson, blaða- maðurinn Guðni Einarsson frá Arnarhól og ljósmyndari, Kristinn Magnússon. Arnar Sigurmunds- son, formaður bakvarðahóps Safnahúss, gerði grein fyrir að- draganda athafnarinnar en síð- an las presturinn Guðs orð og blessaði minningu Þorsteins bónda. Ljósmyndarinn tók margar myndir. Guðni blaðamaður sagði frá athöfninni í Morgunblaðinu nokkrum dögum seinna. Að morgni þessa dags var leg- steinn settur á leiði Þorsteins sem hvílir þar í garðinum fjarri heimahögum sínum og hafði gert í 136 ár. Legsteinninn var ekki nýr heldur hafði hann verið settur á nýtekna gröfina 1886 og legið þar óhreyfður í tæp 90 ár. Um 1970 var steinninn hins vegar tekinn upp af leiðinu í Hólavallagarði og fluttur á Byggðasafnið í Vestmanneyjum. Þar lá hann óskráður og öllum gleymdur þar til í nóvember 2021 þegar munir úr safninu voru fluttir í geymslu í syðsta Tangahúsið við höfnina. „Við stóðum þarna, ég og Stef- án Jónasson, fyrrverandi bæjar- fulltrúi, og vorum að skoða nýju geymsluna þegar ég rek augun í að á vörubretti í nokkurri hæð lá steinn og skagaði dálítið út. Við báðum um að brettið yrði tekið niður svo að hægt væri að skoð- að steininn betur. Þá kom í ljós að þetta var legsteinn Þorsteins Jónssonar alþingismanns sem var fæddur 1840 og dáinn 1886. Steinninn var furðu heillegur og grafskriftin sæmilega læsileg. Steinninn var tekinn til hliðar, dytt- að að honum og farið að kanna hverju það sætti að hann væri á safni í Eyjum, óskráður, en ekki á gröf Þorsteins í Hólavallagarði í Reykjavík. Um það vissi enginn né heldur var auðvelt að fá á því skýr- ingu. Það flækti málið að tveir menn með sama nafni, Þorsteinn Jóns- son, höfðu verið þingmenn Vest- manneyinga á 19. öld. Annar þeirra var Þorsteinn læknir í Land- lyst, stundum kallaður „Eyjajarl“ því hann var sagður ráða öllu í Vestmannaeyjum í um 40 ár, frá því að hann kom þangað 1865. Læknirinn fluttist hins vegar frá Eyjum 1905 og lést í Reykjavík þrem árum seinna. Kista hans var þá flutt til Vestmanneyja og Þor- steinn læknir er jarðsettur í Landa- kirkjugarði. Fallegur steinn er á leiði hans þar. Þorsteinn bóndi í Nýjabæ dó í Reykjavík að loknum þingstörfum 1886. Kista hans var ekki flutt til Vestmannaeyja heldur jarðsett í Hólavallagarði í Reykjavík. Þeir alnafnar, báðir þingmenn Vestmanneyinga, hvíla því hvor á sínum stað, Þorsteinn bóndi, sem bjó í Eyjum, í Hólavallagarði í Reykjavík, en Þorsteinn lækn- ir, sem var fluttur til Reykjavík- ur, er grafinn í Eyjum. Björn Th. Björnsson, sem skrifaði bókina M i n n i n g a r m ö r k í Hólavallagarð, ruglaðist til að mynda á þessum Þorsteinum Jóns- sonum. Þegar leg- steinninn fannst var fyrsta tilgáta manna sú að steinninn hefði orðið innlyksa í Vestmannaeyjum því að hann var ekki skráður með munum safnins. E.t.v. hefði hann verið höggvinn í Danmörku, send- ur þaðan til Eyja en aldrei kom- ist lengra, ekki á leiði Þorsteins í Hólavallagarði í Reykjavík því að engir voru afkom- endur. Og ekki væri til siðs að legsteinar væru teknir af leiðum nema yfir þau væri þau væri slétt; svo var ekki um leiði Þorsteins í Reykjavík. Leitað var til Þórs Magnússon- ar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, og voru honum sendar myndir af steininum og hann beðinn um að svara því hvort steinninn væri íslenskur eða danskur. Þór sagði m.a.: „… lauslega athugað virðist mér sem steinninn hljóti að vera íslenskur, og höggvinn af hagleiks- manni, ekki lærðum steinsmið, en þeir voru hér reyndar fáir á þess- um tíma“. Þór gat þó ekki giskað á hvaða steinsmiður hefði verið að verki, en íslenskur væri hann því að steinninn „er illa til höggv- inn á köntum að ofan og neðan, ekki beinn yfir sem ætla mætti, en hliðarnar eru þó beinar og vel gerðar“. Sennilega væri þetta ís- lenskur blágrýtissteinn og líklega höggvinn í Reykjavík. „Dönsku steinarnir voru yfirleitt lóðréttir og oftast með burst að ofan og standa á stærra stalli. Íslenskir steinar eru flestir látnir liggja á leiðunum, og ekki stórir, það er þeir sem höggn- ir eru af hagleiksmönnum, ekki lærðum steinsmiðum.“ Við þessi orð Þórs þótti ljóst að legsteinn hefði verið á leiðinu í Hólavallagarði í upphafi en síðar komið til Eyja, hvernig sem á því stæði. Sú niðurstaða fékkst stað- fest við eftirgrennslan hjá kirkju- verði í Hólavallagarð sem gat sýnt fram á að legsteinninn hefði verið á leiðinu árið 1965 samkvæmt leg- staðaskrá. Skýringin á öllu saman fékkst svo þegar Hrefna Guðmundsdóttir á Héraðsskjalasafninu fann bréf frá Sigfúsi M. Johnsen til Þorsteins Þ. Víglundssonar sem skrifað var 15. jan. 1970. Báðir voru þeir Sigfús og Þor- steinn áhugamenn um vest- manneyska sögu og létu sig varða varðveislu menningarminja í Vest- mannaeyjum eða ef minjarnar tengdust Eyjum á einhvern veg. Sigfús var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, var bæjarfó- geti 1940-1950 og skrifaði sögu Vestmannaeyja í tveim þykk- um bindum. Þorsteinn var Mjó- firðingur, alinn upp á Norðfirði en kom til Vestmannaeyja um 1930. Hann hélt úti merku héraðsriti í Vestmannaeyjum, Blik, á árun- um 1936-1980 þar sem er saman kominn mikill fróðleikur, að lang- mestu leyti eftir hann sjálfan. Þor- steinn Víglundsson var stofnandi Byggðasafns Vestmannaeyja. Af bréfinu að dæma hefur Þor- steinn Víglundsson, þá forstöðu- maður Byggðasafnsins, farið fram á það við Sigfús að hann greiddi fyrir því í Reykjavík að taka mætti upp steininn yfir leiði Þorsteins í Nýjabæ í Hólavallagarði og flytja hann á Byggðasafnið í Vestmanna- eyjum. Sigfús átti að afla til þess tilskilinna leyfa. E.t.v. hefur hug- myndin að þessum flutningi kom- ið fram í samtölum þessara áhuga- manna um sögu Vestmannaeyja nokkru áður. Hvor þeirra var upp- hafsmaður hennar er ekki unnt að fullyrða, en ætlunin þeirra ver- ið að steinninn yrði varðveittur á Byggðasafninu og yrði þar til sýnis og til halda á loft minningu um hinn merka bónda í Nýjabæ, hreppstjóra og alþingismann Vest- manneyinga. Slíkar róttækar og ævintýralegar hugmyndir fengjust tæpast sam- þykktar nú á dögum, en viðhorfin voru önnur 1970, fyrir hálfri öld. Sigfús nefnir í bréfinu að fá verði leyfi fyrir flutningi legsteinsins, sem víst verði auðfengið og bætir við: „Hjörtur Guðmundsson yfir- kirkjugarðsvörður hefur látið þá ósk í ljósi, að þú talaðir við sig.“ Samkvæmt þessu er því líklegast að legsteinninn hafi verið fluttur til Vestmannaeyja skömmu fyr- ir eldgosið að ósk Þorsteins V í g l u n d s s o n a r, e.t.v. 1970 eða 1971, með aðstoð og fyrirgreiðslu Sigfúsar Johnsens. Ekki virðist hafa unnist tími til að færa steininn inn í aðfangaskrá safnsins og þess vegna hefur hann orðið hornreka í safninu í meira en hálfa öld, allt þar til hann fannst í nóvember 2021. Arnari og Kára Bjarnasyni, for- stöðumanni Safn- heima, fannst ekki annað koma til greina en leg- steinn Þorsteins Jónssonar, bónda í Nýjabæ, færi aftur á þann stað þaðan sem hann kom og þar sem hann átti heima. Hafði Arnar samband við Heimi Janusarson, kirkjuvörð í Hólavallagarði, sem reyndist í senn skilningsríkur og hjálpsamur. Steinninn var fluttur til Reykjavíkur og annaðist Þórarinn Sigurðsson í Geisla flutninginn. Steininum var skilað í aðalstöðvar Kirkjugarð- anna í Fossvogi árla morguns föstudaginn 13. maí og þar tók Heimir kirkjuvörður og hans menn við honum og komum honum fyr- ir á leiði Þorsteins í Hólavallagarði með lyftara sem kirkjugarðurinn lét í té. Þegar Heimir hafi gengið frá leiðinu, hreinsað til og snyrt legstæðið svo að sómi væri að, var efnt til þeirrar athafnar sem að fram er getið. Öll vinna við flutning og aðra Legsteini skilað Um Þorstein í Nýjabæ, gröf hans og minningarmark Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýjabæ í Vestmanneyjum, sem hér liggur undir legsteini og bíður lúðurhljóms á efsta degi, var Mýrdælingur að ætt, frá Sólheimum. Hann hefur mjög sennilega, eins og margir aðrir þar í sveitum, komið ungur til Eyja í verslunarerindum og til vertíðarróðra. Hann settist að í Eyjum vorið 1861 og giftist þá um haustið ekkjunni Kristínu Einarsdóttur frá Vilborgarstöðum. Hún var 23 árum eldri en hann, hann 21 árs en hún 44 ára. Úr Hólavallagarði í Reykjavík. Þegar legsteini Þorsteins hafði verið komið fyrir á leiði hans í garðinum fór sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson með blessunarorð og las úr Ritningunni. Á myndinni má sjá baksvið Arnars Sigurmundssonar, Helga Bernódussonar og Ágústs Einarssonar. Ljósmynd: MBL/Kristinn Magnússon Þorsteinn Jónsson (1840-1886), bóndi í Nýjabæ, hreppstjóri og alþingismaður fyrir Vestmannaeyjar 1875-1886. GREINARHÖFUNDUR: HELGI BERNÓDUSSON

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.