Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Síða 33

Fylkir - 01.12.2022, Síða 33
33FYLKIR - jólin 2022 ° ° snúninga við verkefnið var unnin endurgjaldslaust. Við leiði Þorsteins, þar sem leg- steinninn lá nú að nýju, flutti Helgi Bernódusson stutta ræðu um Þorstein Jónsson í Nýjabæ og ævi hans og sagði m.a.: „Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýja- bæ í Vestmanneyjum, sem hér liggur undir legsteini og bíður lúð- urhljóms á efsta degi, var Mýrdæl- ingur að ætt, frá Sólheimum. Hann hefur mjög sennilega, eins og margir aðrir þar í sveitum, komið ungur til Eyja í verslunarerindum og til vertíðarróðra. Hann settist að í Eyjum vorið 1861 og giftist þá um haustið ekkjunni Kristínu Einarsdóttur frá Vilborgarstöðum. Hún var 23 árum eldri en hann, hann 21 árs en hún 44 ára. Þau tóku sama árið við ábúð í Nýjabæ og bjuggu þar uns yfir lauk. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þau ólu upp fósturbörn og í Nýjabæ var jafnan margt manna í vinnumennsku. Kristín Einarsdóttir, sem átti Þor- stein að seinna manni, var ekkja Magnúsar Austmanns, þingmanns á þjóðfundinum, svo að báðir eig- inmenn hennar eru í þingmanna- tali. Þannig var og um bróður hennar, Árna Einarsson, bónda á Vilborgarstöðum, og bróðurson, Sigfús Árnason. Kristín var því um- vafin þingmönnum á allar hliðar. Hún lifði seinni eignmann sinn, dó ekki fyrr en 1899, 82 ára gömul. Móðurafi Kristínar, Guðmundur Jónsson á Vilborgarstöðum, var fæddur 1757 og er sá maður sem lengst verður rakið frá með sam- fellda búsetu í Vestmannaeyjum, 10 ættliðir er sú keðja orðin. Vil- borgarstaðir voru ein elsta jörðin á Heimaey og er getið í heimildum frá 14. öld. Nýibær var líka göm- ul jörð sem stóð þar sem síðar kom Nýjabæjarbraut, var vest- ast í „Uppgirðingunni“ sem svo var kölluð, húsunum við rætur Helgafells, ofan við aðalbyggð- ina í Eyjum, skammt frá þar sem Eldheimar standa nú. Öll er þessi gamla byggð horfin undir hraun, Vilborgarstaðir og Nýibær og Upp- girðingin öll. Um Þorstein Jónsson í Nýjabæ hefur ekki verið mikið skrifað. Það fór heldur ekki mikið fyrir hon- um, hvorki í héraði né á Alþingi. Það helsta um Þorstein er dregið saman í kafla um hann í Ægisdyr- um, fyrra bindi, eftir Harald Guðnason. Þar er rakin ævi hans og störf í stuttu máli og líka fjallað um þingsetuna. Af heimildum að dæma hefur Þorsteinn verið farsæll og nýtur maður, vel virtur bæði í héraði og á þingi. Honum voru fljótlega eftir að hann fluttist til Eyja falin ýmis trúnaðarstörf, varð hreppstjóri 26 ára gamall og var óvenjuvel látinn í því embætti, og var enn fremur framámaður í félagslífi, vinsæll og virtur. Þorsteinn var framfarasinn- aður og stóð fyrir ýmsum nýjung- um í búskap, svo sem súrheysverk- um. Eins og flestir bændur í Eyjum var Þorsteinn jafnframt formaður á skipi, var með Mýrdæling, og stóð enn fremur í útgerð, m.a. þilskipa. Í kosningum til hins fyrsta lög- gjafarþings eftir setningu stjórn- arskrárinnar 1874 var kosinn í Vestmannaeyjum gamla kempan Jón Guðmundsson ritstjóri, einn nánasti samverkamaður Jón Sig- urðssonar forseta. Jón hlaut 22 atkv. en Þorsteinn í Nýjabæ 2. En Jón ritstjóri dó í lok maí 1875, skömmu áður en þingið skyldi sett. Vestmanneyingar brugðu skjótt við og kusu alþingismann 26. júní 1875, sex dögum áður en þingið kom saman. Rúmlega 40 karlmenn voru á kjörskrá í Eyj- um en aðeins 12 kusu. Þorstein Jónsson, bóndi og hreppstjóri í Nýjabæ, fékk 8 atkv., Jón Jónsson landritari 3 og Árni Einarsson 1 atkv. Kosningar voru þá ekki leyni- legar og má af kjörfundarbókinni sjá að þeir mágar, Þorsteinn og Árni, kusu hvor annan. Þorsteinn náði til Reykjavíkur í tæka tíð og var viðstaddur þingsetningu 1. júlí 1875 sem rétt kjörinn þingmaður fyrir Vestmannaeyjar, minnsta og fámennasta kjördæmið. Þorsteinn sat á Alþingi fram til dánardags en hann lést 28. ágúst 1886. Voru þá tveir dagar liðnir frá þinglausum. Hann kenndi van- heilsu um sumarið, kom lasinn til þings og var veikur og fjarverandi meira og minna allan þingtímann 1886 og dó í Reykjavík, náði ekki að komast heim til Eyja. Hann var jarðsettur í Hólavallagarði en kista hans ekki flutt á heimaslóð, hverju sem það sætir. Þorsteinn var sagður trúr kjós- endum sínum í Eyjum. Í sam- tímaheimild stendur að Þorsteinn segi fátt á þingi nema það varði Vestmannaeyjar og hagsmunamál íbúanna þar. „Kjördæmapotari“ heitir það núna. Hann var aðsjáll í fjármálum og sagðist ávallt greiða atkvæði gegn auknum útgjöldum úr landssjóði nema hann væri al- gerlega sannfærður um að þau væru þjóðinni til gagns. Þorsteinn blandaði sér ekki í önnur mál að ráði, var „enginn mannkyns- frelsari“, eins og segir um hann í palladómum: hafði afmarkaðan sjóndeildarhring og fór ekki „á gandreið ímyndunaraflsins“. Hann var hæglátur maður og sló ekki um sig, „sinnugur heiðursmaður“ segir palladómarinn. Þorsteinn var endurkjörinn þing- maður Vestmanneyinga 1880, fékk öll atkvæði þeirra 30 sem kusu, en 44 voru á kjörskrá. Sama var 1885, jafnmargir voru á kjörskrá, 44, en 24 kusu og fékk Þorsteinn bóndi aftur öll atkvæðin. Þorsteini er svo líst að hann hafi verið meðalmaður á vöxt, rauð- hærður og rauðskeggjaður. Af mynd að dæma er hann svipmikill og svipgóður. Þorsteinn Jónsson í Nýjabæ er einn þeirra forustumanna á 19. öld sem hóf á loft á heimaslóðum sín- um merki framfara, enda var hann sjálfur dugnaðamaður og studdi á Alþingi, meðan hann sat þar fyrstu sjö löggjafarþingin, flest mál sem til heilla horfðu. Á herðum slíkra manna stöndum við sem nú lifum og eigum þeim þökk að gjalda. Okkur ber að halda minningu þeirra í heiðri.“ Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól EHF Legsteinn Þorsteins Jónssonar tilbúinn til flutnings frá Eyjum 12. maí 2022. Frá vinstri Arnar Sigurmundsson, Þórarinn S. Sigurðsson, Kári Bjarnason og Stefán Jónasson.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.