Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 3

Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 3
3 SUMARBLAÐ Kæru Súgfirðingar, Nýr formaður síðan í vetur heilsar ykkur héðan frá Skeljagranda í Reykjavík þar sem ég bý, 32. formaður frá stofnun félagsins árið 1950. Í vetur skiptum við Elsa um sæti og ég fékk að setjast í hennar rjúkandi heita sæti auk þess sem nýr stjórnarmeðlimur Neníta Margrét Aguilar Róbertsdóttir gekk til liðs við okkur. Við þökkum Elsu fyrir frábær störf í þágu félagsins sem formaður þess. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að starfa með stjórninni frá því ég byrjaði og styrkja tengsl við Súgfirðinga og ræturnar. Að skipuleggja og skapa viðburði með hressu og jákvæðu fólki gefur manni heilmikið og er hollt fyrir sálina. Við erum auðvitað virkilega þakklát fyrir mætingu á viðburðina því án ykkar haldast þeir ekki á lífi. En félagið er aldeilis búið að dafna og vaxa og á næsta ári mun það fagna 70 ára afmæli sínu. Það er einungis fyrir öfluga Súgfirðinga sem hafa átt stóran þátt í að gera félagið eins gott og farsælt og það er og því ber að þakka. Í vetur héldum við glæsilega árshátíð sem var mjög vel sótt og lukkaðist afskaplega vel. Súgfirðingar tóku sitt pláss á sjómannadaginn í Hafnarfirði með þátttöku þriggja liða í róðrarkeppninni. Minningarkvöldin halda sínu góða striki sem og Súgfirðingaskálin. Í blaðinu er farið yfir allt það helsta sem gerst hefur síðustu misseri hjá félaginu og margt fleira áhugavert. Að lokum vil ég þakka öllum sem styðja okkur og styrkja við gerð blaðsins sem og þeim sem vinna að því að setja það saman. Njótið lestursins og sumarsins! Kær kveðja, Erna Guðmundsdóttir formaður PISTILL FORMANNS Á myndina vantar Ólöfu Birnu Jensen

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.