Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 4

Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 4
4 SÚGANDI 2019 Ég heiti Björg Sveinbjörnsdóttir og er yngsta dóttir Elínar Bergsdóttur, sem flakkaði vestur á firði úr höfuðborginni um miðjan 7. áratug síðustu aldar, og Sveinbjarnar Jónssonar sem er borinn og barnfæddur Súgfirðingur. Ég bý á Ísafirði ásamt sambýlismanni mínum Þórarni Gunnarssyni og dætrum okkar tveimur, Silfu og Karítas. Elsti sonurinn, Darri, býr í Reykjavík og er í menntaskóla. Þórarinn er verkefnastjóri Fab Lab á Ísafirði og síðustu þrjú ár hef ég starfað sem kennari við menntaskólann þar sem ég kenni bæði félagsgreinar og hluta af listgreinum. Samhliða því rek ég Hversdagssafnið á Ísafirði ásamt samstarfskonu minni, Vaidu Bražiūnaitė. Þar einblínum við á allt hið töfrandi sem gerist í hversdeginum, lítið og smátt, og bjóðum gestum og gangandi að lesa og hlusta á sögur og minningabrot tengd hinu daglega lífi. Einnig er hægt að horfa á myndbönd í litla bíósalnum okkar baka til. Safnið hefur verið starfrækt síðan sumarið 2016 og við höfum verið svo lánsamar að fá meðbyr frá samfélaginu og styrk frá uppbyggingasjóði Vestfjarða til að koma því á laggirnar. Það má segja að áhugi minn á töfrum hversdagsins sé ein af ástæðum þess að við fjölskyldan fluttum vestur. Árið 2014 fékk Vaida mig til að flytja erindi á kvikmyndahátíð sem hún var að skipuleggja en það var einmitt erindi um bók sem ég gaf út um ömmu mína, Guðjónu Albertsdóttur, sem Súgfirðingur lætur ljós sitt skína „Framtak hvers og eins og rödd skiptir máli.“

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.