Súgandi - 01.06.2019, Qupperneq 6
6
SÚGANDI 2019
Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson
María Weinberg og María Kristín Rúnarsdóttir
Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Ólafsson
Sigurður Þorvaldsson og Ingólfur Sigurðsson
Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson
Rafn Haraldsson og Jón Sveinsson
Ágúst Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir
Finnbogi Finnbogason og Magnús Jónsson
Steinþór Benediktsson og Birgir Benediktsson
Kristín Andrewsdóttir og Jórunn Kristinsdóttir
1539 stig
1482 stig
1479 stig
1449 stig
1445 stig
1421 stig
1418 stig
1408 stig
1396 stig
1364 stig
Það var góður gangur í Súgfirðingabriddsinu í
vetur og mætingin ein sú besta frá upphafi. Að
meðaltali mættu 36 spilarar til leiks og þegar
flestir voru var spilað á 10 borðum. Áður en
spilamennskan hófst gæddu spilarar sér á brauði
og bakkelsi sem Sóley Halla reiddi fram af sinni
einstöku lagni og spilamenn voru því saddir og
glaðir þegar alvaran hófst. Framkvæmdin var
Við óskum handhöfum Súgfirðingaskálarinnar
þeim Hafliða Baldurssyni og Árna Guðbjörnssyni
til hamingju með árangurinn en þetta er í
annað sinn sem þeir vinna skálina góðu. Eftir
veturinn var hagnaður af spilakvöldunum eftir
að allur kostnaður var greiddur kr. 72.733,-
og var upphæðin greidd inn á reikning
Súgfirðingafélagsins 9. maí s.l. Spilamennskan
hefst að nýju mánudaginn 30. september kl. 18:00
og verður spilað á sama stað og áður í Síðumúla
37, 108 Reykjavík á 3ju hæð í sal Bridgesambands
Íslands. Spilað verður eftirtalda daga veturinn
2019-2020: 30. september, 28. október, 25.
með þeim hætti núna að spilað var eftir Monrad
kerfi og var spilamennsku því lokið um kl. 21:00
þannig að flestir náðu heim vel fyrir seinni fréttir
í sjónvarpinu. Í ár var óvenju mikið af konum og
víst að Súgfirðingar eru miklir femínistar eins og
sagan greinir. Spilað var í átta lotum í hverjum
mánuði frá september til apríl og voru tíu efstu
pörin þessi:
nóvember, 16. desember, 27. janúar, 24. febrúar,
30. mars og 27. apríl. Undirritaður mun nú hætta
sem ábyrgðarmaður fyrir Súgfirðingaskálinni eftir
8 ára starf og mun María Weinberg (Didda) okkar
taka við keflinu, en hún er góður og gegnheill
Súgfirðingur. Ég þakka fyrir mjög skemmtileg ár
með ykkur mín kæru en mun nú aðeins spila og
njóta. Birti hér nokkrar myndir úr starfinu í vetur.
Kristján Pálsson
Súgfirðingaskálin 2018-2019