Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 16

Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 16
16 SÚGANDI 2019 Gjafir Þóru Þórðardóttur Á skólasýningu Grunnskólans gaf Þóra Þórðardóttir fyrrum kennari veglega peningagjöf sem ætluð er til að setja upp steinasafn sem Grunnskólinn á Suðureyri fékk að gjöf fyrir mörgum árum síðan af Guðmundi Júlíusi Gissurarsyni. Við sama tækifæri gaf Þóra aðra veglega peningagjöf til íbúasamtaka Suðureyrar og mun sá peningur vera notaður til að kaupa leiktæki fyrir sumarróló. Þetta gerir Þóra í tilefni 80 ára afmæli síns og til að gleðja börnin og þakka þeim fyrir samfylgdina í gegnum árin. Fyrir hönd Grunnskólans á Suðureyri tók Vilborg Ása Bjarnadóttir við gjöfinni en Aðalsteinn Traustason veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd íbúasamtakanna. Mikið þakklæti ríkir meðal íbúa Suðureyrar fyrir framlag Þóru til samfélagsins, ekki bara fyrir þessar gjafir heldur líka fyrir öll þau skipti sem Þóra hefur boðið börnunum á svæðinu á Þrettándagleði. Þrettándagleði Þóru og Valla hefur verið ógleymanleg og ómissandi fyrir súgfirsk börn í fjöldamörg ár. Lilja Einarsdóttir notaði tækifærið og þakkaði Þóru fyrir hennar óeigingjarna starf við að bjóða öllum börnum í Súgandafirði á Þrettándagleði og gera þetta eins stórkostlega eins og hún hefur gert öll þessi ár. Höfum gaman af 'essu Vinahópur Olís er vildarklúbbur lykil- og korthafa Olís og ÓB. Allir sem eru nú þegar með lykil eða kort frá Olís eða ÓB eru sjálfkrafa í Vinahópnum og þurfa því ekkert að gera, nema njóta aukinna fríðinda – og hafa gaman af þessu. Aragrúi skemmtilegra og spennandi tilboða hjá fjölbreyttum samstarfsaðilum í hverjum mánuði. Kynntu þér Vinahópinn á olis.is

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.